Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 25
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 19 en þessum erindrekum sjálfum livern óvin þeir hljóta æfinlega að eiga i háu menningarstigi þjóðar, og þannig er kjarninn i hugarfari „mikilmenna“ af þessu tæi túlk- aður af fleygri hnittni í tilsvarinu úr leikriti Johsts: „Þegar ég heyri orðið menning dreg ég upp hanann á skammbyssunni minni“. 2. Við Islendingar höfum ástæðu lil að fagna þvi, að nú- tímamenning okkar hefur reynzt staðbetri en svo að geta orðið liin þæga vagga eða mjúka dúnsæng þesskonar fyr- irbrigðis sem hér er lýst. Villtum sjálfsdýrkara með til- heyrandi óaldarflokk í eftirdragi liefur ekki tekizt að ná einkarétti á því að hugsa, tala og framkvæma í landinu. Enn lifum við ekki í landi þar sem hagsmunir siðlaus- ustu þjóðfélagsaflanna og delii-íum einræðisherrans er mælikvarði vits og grundvöllur siðferðis. Hins er ekki að dvljast, að uppi eru í þjóðfélaginu öfl ekki óskyld þessum, fjarri því að geta kallazt heilbrigð, er mundu einskis láta ófreislað ef kostur væri að sveigja íslenzka hugsun frá einstaklingseðli sínu, og brjóta þann múr sem er sterkast vígi gegn ofstopafullum sjálfsdýrkurum i valdasessi; en bæði há alþýðumenning og árvekni menntamanna skapar slíkan múr, og þó framar öllu öðru það bræðraband þar sem þessir aðiljar, alþýða og menntamenn, eru hvor ann- ars efling. Við höfum séð tilraunir gerðar að brjóta þenn- an múr, þetta vígi þjóðernislegrar sjálfsvirðingar og ís- lenzks manndóms, og eigum án efa eftir að sjá nokkrar atlögur gerðar enn. Við þekkjum einnig þau öfl innan lands, sem ekki rnundu spara sér neitt erfiði ef takast mætti að leggja hindranir í veg fvrir skapandi list og frjálsan skáldskap, ásamt allri æðri menningu húman- istiskri í landinu. Áróðurssnillingar afturhaldsins telja notadrýgst að miða æfinlega áróður sinn við gáfnafar hinna heimskustu í mergðinni, til dæmis er það ófrávíkjanlegt boðorð fas- 2*

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.