Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 26
20 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ista að beita aldrei öðru agni i baráttunni en því sem binn fáfróðasti og lakast innrætti getur ginið við. Þannig eiga afturhaldsflokkarnir allt sitt undir þvi að nóg sé til af heimskum og ómenntuðum lýð: þeir heimsku eru hið sjálfsagða fylgilið síns eigin böðuls, sífelldlega tilbúnir að láta háværasta öskurapann teyma sig, jafnvel út í rauðan dauðann. Hitt er erindrekum afturhaldsaflanna jafnljóst, að eftir því sem upplýsing þjóðar er meiri, þeim mun gleggri er skilningur hennar á eðli arðráns og stétta- munar, þeim mun ákveðnari andúðin gegn auðvaldsyfir- drottnun og einræðisviðleitni: i slíku þjóðfélagi er hver almennur maður vitandi síns eigin manngildis og hefur ekki náttúru til að láta neinn drottnara hafa sig að ginn- ingarfífli, menntunin eykur ekki síður manngildishug- sjón og sjálfsvirðingu fjöldans en einstaklingsins. Mennta- menn nútímans eru, livar í flokki sem þeir telja sig, sjálf- sagðir bandamenn upplýstrar alþýðu, þola ekki að vera þý og bitbein heimskra, siðspilltra og villimannlegra afla, en álíta samvinnu í mannlegum viðskiptum og sameign mannanna um öll andleg verðmæti, eigi síður en hagræn, gi-undvöll náttúrlegs þjóðskipulags siðaðra manna. Það getur nefnilega ekki bjá því farið að upplýsingin kenni manninum, livaða flokki og hvaða stélt sem liann til- heyrir, að „kapítalisminn er í eðli sínu ekki annað en inn- brotsþjófnaður löghelgaður af hjátrú“, svo ég noti orð Lancelots Hogbens, hins ágæta brezka vísindamanns (höf- undar að Mathematics for tlie million og Science for tbe citizen, tveim heimsfrægum bókum). 3. Sagan kann þess mörg dæmi hvernig farið hefur í lönd- um þar sem lieimskt og harðúðugt einræði sat að völdum yfir lífsbjargafárri og óupplýstri þjóð, íþyngdi henni með sköttum og skyldum, meinaði henni allt frelsi til að lifa lífi manna, ofsótti andans menn og skáld, refsaði fólki f>TÍr náttúrlegustu lífshræringar þess og frelsistjáningar,

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.