Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 35 ar á milli, að við skyldum aldrei láta það viðgang- ast, að farið yrði illa með hann. Hann verður auðvitað sendur heim á sinn iirepp, voru þær upplýsingar, sem njósnir okkar leiddu í ljós. Og áður en við gátum hugsað upp nokkrar ráðstafanir til að verja Manna fyrir ofbeldi, sáum við einn dag hreppstjórann, oddvitann og tvo fíleflda karlmenn ganga í hergöngu heim í skúr lians. Við sendum strax af stað í liðsöfnun, og úrvalið af strákum kaup- túnsins þyrptist saman á örskammri stundu. Við vor- um alvörugefnir, hölvuðum hraustlega, en ekki mjög hátt, og vissum ekkert, hvernig haga skyldi mótmæl- unum eða aðstoðinni við Manna. Það komu hrátt fleiri fullorðnir karlmenn á vettvang, svo að við sáum okkur ekki fært að leggja til orustu til að ná Manna úr klóm valdstjórnarinnar, því að við vorum þess fullvissir, að þessir menn mundu veita sín- um fullorðnu bræðrum lið, ef til ófriðar kæmi. Við sáum liina tvo fílefldu karlmenn draga Manna út úr skúrnum og halda i áttina til bryggjunnar, þar sem lá vélhátur, er sýnilega átti að nota við hreppa- flutninginn. Manni spyrnti við fótum og þrjózkaðist þegjandi, en yfirvöldin hvöttu stríðsmenn sina og hrepp- stjórinn sagði við Manna: Þér var nær að fara með góðu, ræfillinn. Við gengum þögulir og ráðþrota á eftir þeim og mátt- um horfa upp á, hvernig skjólstæðingur okkar var lirak- inn hurtu á smánarlegan liátt og óviljugur. Þegar að hryggjunni kom og Manni sá vélbátinn, greip einhver óvenjuleg ákveðni þennan dauðyflislega mann, hann sleit sig af böðlum sínum og reyndi að flýja. Nei, nei, hrópaði hann. I sama bili gripu þeir inn i bardagann, sem fylgt höfðu á eftir undir yfir- skyni hlutleysis. Þeir stukku á liann margir í senn, liófu liann á loft og báru liann ofan í bátinn. Eftir það sagði hann ekki neitt. 3*

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.