Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 43 arastélt til æðstu metorða í landstjóminni. Þessi nýríki, horgaralegi embættisaðall mátti sín brátt mikils í ráðu- neytum og embættum hins franska konungsvalds. En hinn gamli aðall Frakklands, ríkur að ætt og óðulum, flykktist lil Versala og lifði þar aðgerðalausu munaðarlífi, á sífelld- um snöpum eftir bitlingum og konunglegum náðargjöf- um. Lífsstarf bans var eingöngu í því falið að hirða tekj- urar af búum sínum og leiguliðum. Tignarmenn kirkj- unnar gengu sömuleiðis hinn breiða veg til hirðarinnar og fólu staðgenglum sálusorgarastarfið. Öldum saman hafði bið franska konungsvald staðfest tilverurétt sinn með sögulegum sköpunarmætti. En eftir því sem lengra leið á 18. öldina var það sýnt, að það gat ekki lengur ráðið fram úr þeim viðfangsefnum, er sagan lagði fyrir það til lausnar. I hinni köldu dýrð Versala stirðnaði konungsvaldið ásamt kirkju sinni og aðli. Hrun þess var óumflýjanlegt, og það tók með sér í fallinu tvær höfuðstéttir liins gamla stjórnarfars, aðal korðans og krossins. II. Skömmu fyrir byltinguna iiefur einn af ráðgjöfum Loðvíks XVI., Calonne, lýst stjórnarástandi Frakklands svo, að það væri ríki mjög sundurleitt að stjórnarfari, „þar sem hinir mörgu tollmúrar innanlands einangra þegna hins sama þjóðhöfðingja, þar sem sum liéröð eru laus við álögur, er önnur verða að sligast undir, þar sem ógerlegt er að framfylgja almennri meginreglu eða koma fram sameiginlegum vilja. Það er þvi óhjá- kvæmlega mjög ófullkomið riki með miklum misfell- um. Engin von er til, að því verði stjórnað vel, eins ■og nú er ástatt.“ Hinn konunglegi ráðgjafi hefur með þessum orðum talið upp noklcra berustu galla hins gamla stjórnarfars. Stjórngæzla landsins var í höndum 34 háttsettra em- hættismanna, intendenta, er skipaðir voru af mið-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.