Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 56
50 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR liungri. Bændur tóku að kurra, uppþot og samblástur fór um byggðirnar, ofan á þetta bættist gegndarlaust stjórnleysi í fjárreiðum ríkisins. Lánardrottnar þess tóku að ókyrrast og örvænta um fé sitt. Einveldið var að þrotum komið, og 8. ágúst 1788 kom konungstil- skipun um boðun stéttaþings. En þá liafði hurð skoll- ið nærri hælum, því að viku seinna lýsti ríkið yfir gjaldþroti. Konungstilskiiiunin um samanköllun stéttaþings kom af stað svo miklu pólitísku ölduróti, að þess fundust varla dæmi í sögu Frakklands. Kosning fulltrúa tók rétta 9 mánuði og á kosningafundunum báru kjósend- ur fram umkvörtunarbréf (cabiers de doléance), er fulltrúarnir skyldu liafa með sér til þingsetu. í bréf- um þessum hefur borgarastéttin orðað pólitískar kröf- ur sínar, eins og þær voru í byltingarbyrjun. Þau hafa að geyma ofsalausar bænir um jafnrétti í borgaraleg- um skyldum og réttindum, afnám hins óbundna ein- veldis, stjórnarskrá, nýjan og mannúðlegri refsirétt o. s. frv. Borgarastéttin gerist liér einnig málsvari bænda, því að bún krefst afnáms lénskvaðanna, en fer þó ekki lengra í árásum sínum á eignarrétt aðalsins en góðu bófi gegnir, þvi að margir borgarar voru þegar orðnir jarðeigendur. í umkvörtunarbréfunum heyrast varla raddir hins allslausa verkalýðs í borgum og sveitum. Lægstu hlutar bins franska þjóðfélags höfðu ekki enn fengið málið í pólitískum efnum. Það einkennir pólitískt ástand Frakklands fyrri hluta árs 1789, að hinar ríkjandi stéttir eru með öllu ráða- lausar og eiga engin pólitísk flokkssamtök. „Flokk- ur“ aðalsins var aðeins hin undirhyggjufulla liirðklíka, sem lengi bafði rekið moldvörpustarfsemi sína i myrkr- um Versala og reyndi nú að stífla þær flóðgáttir, er opnázt liöfðu eftir samanköllun stéttaþingsins. En þriðja stéttin bafði flokk sinn þegar reiðubúinn, „þjóðflokk- inn“ svokallaða. Hann stóð í nánu sambandi við binn

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.