Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 58
52 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Frakklands. Hin mikla franska bylting, örlagarikasti viðburðurinn í sögu Evrópu á seinni öldum, hafði baf- ið skeið sitt. IV. Byltingin bafði nú í raun réttri fengið formlega stað- festingu konungsvaids og sérréttindastétta. Þetta voru líka síðust forvöð, því að nú var nýr leikari kominn á sviðið. Alþýða Parísarborgar undi ekki lengur að vera statisti í þeim mikla leik, sem hafinn var. Hún tók að sér hetjuhlutverk liinnar frönsku byltingar. Þótt konungsvaldið liefði látið undan síga um stund, þá var það ekki ætlun þess að ganga lengra á undan- lialdinu. í júlíbyrjun hugði hirðin á gagnbyltingu, kon- ungur dró saman her i nágrenni Parísar, og lætur liinn borgaralega ráðgjafa sinn, Necker, fara úr stjórninni. En þá tók París að ókyrrast. Lýðurinn safnaðist sam- an á götunum. Parísarbúar vopnast, leggja Bastiljuna í eyði. Kjörmannasamkoma Parísar steypir hinni kon- unglegu bæjarstjórn, setur á 22 manna bæjarráð og stofnar vopnaða borgarasveit. Baillij er kjörinn borg- arstjóri, en La Eayette liöfuðsmaður borgarliðsins. Þann- ig var borgarastéttin búin að taka völdin i höfuðstað Frakklands í sínar liendur. „Þetta er Iirein uppreisn!“ varð Loðvík XVI. að orði, er hann spurði þessi tíðindi. „Nei, þetta er bvlting, lierra!“ var honum svarað. Parísarborg hafði afstýrt hinni fyrstu gagnbyltingartilraun konungsvaldsins. Enn á ný lét það undan vilja byltingarinnar. Necker var aftur tekinn inn í ráðunevtið, konungsherinn fór úr Paris og lét borgina um stjórn sína. Byltingin í París var þó aðeins forleikur hljómkvið- unnar. Um þvert og endilangt Frakkland fóru borg- irnar að dæmi höfuðstaðarins, steyptu hinum konung- legu embættismönnum, kusu borgarráð og stofnuðu vopnuð varnarlið borgara þeim til fulltingis. Bændur

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.