Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 67
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR G1 valdá meö vofu byltingarinnar. Á vesturlandamærum Frakklands, i ríkjum þýzkra fursta Rínarlanda, safn- aðist útflytjendaaðallinn franski og hugði á innrás í hið gamla föðurland, með tilstyrk erlendra þjóðhöfð- ingja. Löggjöf byltingarinnar liafði gengið á gósseig- andaréttindi þýzkra fursta í Elsass, sem laut franskri stjórn. Yið það jukustu mótsetningarnar milli Frakk- lands hyltingarinnar og Evrópu aðalsins. Hin afturhalds- sama Evrópa sá ljóslega, hvers hún mátti vænta, ef byltingin færi að flæða yfir landamærin. Það var auðsætt, að Frakkland gat ekki til lengdar þolað ófögnuð aðalsins á landamærum sínum. Þjóðin Jijóst við vopnaðri innrás á liverri stundu, en samtímis óx stríðshugurinn í löggjafarsamkomunni. Meðal liinna mælsku Girondista varð sú liugsun æ rikari, að hið byltingarsinnaða Frakkland yrði að lieyja útbreiðslu- stríð liugsjónum sínum lil þrifnaðar, stofna lil „kross- í'erða mannréttindanna“. Á liak við þetta leyndist löng- un hinnar frönsku liorgarastéttar til iandvinninga. Kon- ungur var einnig fylgjandi ófriði, en aðeins í þeim til- gangi, að hyltingin færi sér að voða i erlendum ævin- týrum. Jakóliínar einir börðust af öllum mætti gegn ófriði. Þeir sáu fyrir, að landinu var stofnað í tvísýnu, ef það legði til ófriðar, áður en byltingin var um garð gengin innanlands. Þeir reyndust í þessum efnum sem öðrum langsýnni en flestir aðrir samtíðarmenn. 20. apríl 1792 samþykkti löggjafarsamkoman stríðsyfirlýs- ingu gegn Austurríki, gegn atlev. Jakóhína. Þetta var eitt örlagaríkasta sporið, er byltingin liafði stigið. Það varð uppliaf að nær óslitnum 20 ára Evrópu-ófriði, er fyrsl lauk á Vínarþinginu 1814. Þróun byltingarinnar var æ síðan hrennd rnarki ófriðarins; beint og óbeint mótaði liann alla rás liennar og örlög. Landráð þeirra konungshjónanna færðist í aukana, þegar stríðið var skollið á. Drottningin kom liernaðar- áætlun herforingjaráðsins til liirðarinnar í Vínarborg.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.