Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 74
68 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR dögum hins fasistiska svartnættis er það hugarléttir að minnast þessa glæsilega æskuverks borgarastéttarinnar. Skrifað í júlí—ágúst 1939. Steinn Steinarr: L Á G M Y N D. Þú veizt ei neitt, hvað verður eða fer, þín vitund hnípir blind á opnu sviði. Þú sást það eitt, að sólin reis og hneig, en samt stóð timinn kyrr, þótt dagur liði. Sem sandur rynni í gegnum barnsins greip, var gildi alls i koti jafnt sem höllu. Og slóðin, sem þú raktir langa leið, er loksins horfin þér að fullu og öllu. Svo situr þú hjá líki dáins dags, hver draumur vöku og svefns er burtu máður. Um djúp þíns hugar flýgur svartur fugl, framandi, þögull, engri minning háður. SVARTLIST. Og hingað kominn ertu loksins inn frá ysi og þysi sjálfs þíns vöku og drauma. Hér gefst þér róleg gisting fyrst um sinn, þó gjaldir þú i staðinn þóknun nauma. Og þó um dyrnar dragi kaldan súg, og dulan svip þér virðist þögnin bera, svo langt frá gleði og sorg, er þekktir þú, þessi staður mun þér beztur vera. Ei framar neitt þér flytur kulda og yl, né flekar þina hönd til starfs og iðna. Og veiztu það, að þú ert ekki til, og þetta, sem þú sérð, er skuggi hins liðna

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.