Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 84
Sigurður Nordal: Bókagerð á krepputímum. Kaupmaður vill sigla, en byr hlýtur að ráða. ÞaS blœs ekki byrlega á þessum siðustu tímum fyrir athafnalif íslendinga, þó aS þeir enn sem komiS er hafi fundið minna til afleiðinga styrj- aldarinnar en margir munu hafa biiizt við. En það er allra veðra von, og enginn getur treyzt því, að enn ægilegri við- burðir en þegar hafa gerzt skelli ekki á þá og þegar og sverfi meir að okkur en orðið er. Þessi óvissa vofir nú eins og þrumu- ský yfir öllum fyrirtækjum og gerir það ófýsilegt að bollaleggja um framtíðina. Og samt verður ekki hjá því lcomizt að liugsa eitthvað út yfir hina líðandi stund. En sjaldan hefur verið meiri þörf á að minnast þess, að rétt sé að vona hið bezta, en vera viðbúinn hinu versta. Það væri ekki undarlegt þótt margir félagar Máls og menn- ingar spyrðu nú, hvort hin sviplega breyting, sem orðið hefur í heiminum síðan um mitt sumar 1939, hlyti ekki að kollvarpa með öllu fyrirætluninni um Arf íslendinga, sem gat virzt gerð af nógu mikilli bjartsýni, þótt allt hefði staðið i sömu skorð- um. Félagið hefur þegar fengið að kenna á erfiðleikum, sem hafa bakað því tilfinnanlegt tjón. Andvökur urðu því ekki ein- ungis drjúgum dýrari en gert var ráð fyrir, heldur varð líka að prenta af þeim 1000—1500 eintökum minna en fyrirhugað var, svo að upplagið hrökk ekki einu sinni til handa félagsmönnum. Allar verðsveiflur á pappír og prentun hljóta að koma sérstak- lega hart niður á útgáfufélögum með föstu árgjaldi, þvi að verð- lagi á bókum í lausasölu er auðveldara að þoka til eftir fram- leiðslukostnaði. Og þegar slíkt félag er orðið eins geysilega fjöl- mennt og Mál og menning nú er, á það enn meir undir högg að sækja, ef pappírsekla verður í landinu. En því fer svo fjarri, að mér sýnist ástæða til þess að liverfa frá fyrirætluninni um Arfinn vegna þeirrar kreppu, sem að hef- ur steðjað og enn getur harðnað, að eg hygg það mikið lán fyr- ir Mál og menningu að hafa fitjað upp á þessu fyrirtæki áður en syrti að. Það er efasamt, hvort nokkur hefði þorað að stofna til slíks eftir að styrjöldin var skollin á. En nú er engin ástæða til þess að snúa við. Framkvæmd þeirrar áætlunar, sem lögð var fram í Tímariti félagsins siðastliðið sumar og eg tel óþarft að rifja upp, skipt-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.