Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 94
88 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ingu bezt til að leysa það svo vel fari. Það kynni að mega ætla, að eftir þessum undirtektum mundi ég samþykkja hvaða bækur sem væri og lofa þær. Svo er þó ekki. Mál og menning gæti kom- ið með þær bækur, sem ég myndi ekki vera hrifinn af. En engin slík hefur enn komið. Það nálgast næstum þvi töfra, hve vel ykkur tekst að velja bækurnar, svo að hver einasta þeirra er úrvalsrit og vekur almenuan fögnuð. Eitt af aðaleinkennum og kostum út- gáfunnar finnst mér vera frá upphafi, hve snilldarlega er valið úr því, sem er þjóðlegt og alþjóðlegt, þannig að við fáum úr- val íslenzkra rita annars vegar og hins vegar alþjóðleg rit lieims- frægra snillinga. Þá vil ég víkja svolítið að því, sem mest er um vert í útgáfu- liugmynd komandi ára, „Arfi íslendinga“. Einn sólheiðan júlidag bárust mér fyrstu tíðindin um hina væntanlegu útgáfu, og nokkru síðar tímaritshefti með greinargerð Sigurðar Nordals. Og er það skennnst frá að segja, að hugmyndin greip mig eins og opinberun. Ég efaðist ekki eitt andartak um að þetta yrði rit, er marka mundi timamót, ekki aðeins í útgáfu Máls og menningar, lieldur íslenzkri bókaútgáfu. Og það mikilsverða atriði, að próf. Sigurður Nordal sér um útgáfuna og ritar allríflegan hluta nokkurs af bindunum, sannfærði mig enn betur en nokkuð annað um að þetta yrði stór- kostlegt verk. Eitt get ég líka nefnt, sem styrkt hefur trú mína á ágæti þessa máls. Það eru þær ofsóknir ljósfælinna afla, sem hafnar voru slrax er útgáfan varð heyrum kunn. Manni finnst það furðu gegna, að sá maður, sem bezt gengur fram í þessum ofsóknum, skuli vera form. Menntamálaráðs. Ég ber ekki minnsta kala til hinnar væntanlegu útgáfu Mennta- málaráðs, en ég fyrirlit þá aðferð, að hefja starfsemina með ofsóknum. Ég er til dæmis kaupandi bóka þeirra, sem „Menningar og fræðslusamband alþýðu“ hefur gefið út, og það hefur ekki kastað minnsta skugga á starfsemi Máls og menningar. Og ef ástæður leyfa mer, gerist ég lika kaupandi bóka þeirra, sem Menntamálaráð gefur út. En aldrei á kostnað Máls og menningar. Það verður ætíð það útgáfufyrirtæki, sem eg met mest og hefur orðið fyrirmynd beggja hinna. Mér finnst það bera vott um slæmt ástand i sálarlífinu, að hefja þetta starf með rógi og ofsóknum á hendur fyrirmyndinni. Það er eins og maður, sem ofsækir föður sinn. Og þess er ég viss, að Mál og menning stendur þetta él af sér og verður öflugra en nokkru sinni fyrr að því loknu. Gafli, 25. janúar 1940. Ingvar Björnsson. FÉLAGSPRENTSMIÐjAN H.F.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.