Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 83
Bara Una hin góda — Þú ert nógu góð til að sjúklingarnir deyja sáttir við hlurskifti sitt, sagði yfirmaður allrar heilsugæslu í Borginni okkar. — Annars geturðu hvílt þig í nokkra daga, sagði yfirlæknirinn og klappaði Unu á öxlina. Það hlýtur að taka á taugarnar að vera svona góð. Þetta boð þáði Una með þökkum og ætlaði sér að vera heima í viku. Fyrsta daginn gekk allt vel. En strax á fjórða degi var hún orðin svo viðþolslaus af upphlaðinni gæsku sem krafðist útrásar, að hún hélst ekki lengur heima þar sem allir voru svo hressir og hraðaði sér á spítalann. — Þú færð fasta stöðu, sagði yfirlæknirinn sem virtist ekkert hissa að sjá Unu svona fljótt aftur. En ekki á stofunni þar sem þú varst. Það er of lítill vettvangur íyrir hæfileikamanneskju einsog þig. Þar er líka ekki pláss fyrir sex manns að fylgjast með þér og rannsaka aðferðir þínar. Starfssvið þitt verður langlegudeildirnar allar. Þú gengur á milli stofanna og gerir það sem þér finnst réttast. Enginn hefur leyfi til að skifta sér af þér. Velkomin til starfa. Mikið þótti Unu gott að geta aftur verið góð. Það fossaði inní henni heitur lækur sem var svo stríður að henni fannst hann hlyti að vera hamingjan sjálf. Hún komst meiraðsegja í vandræði þegar hún kenndi sorgar yfir gáleysi sjúklinganna. Sorg og gleði runnu saman í eitthvað sem hvorki var sorg né gleði. Þá litu rannsakendur hver á annan einsog þeir vissu ekki hvað þeir ættu að skrifa. Una bað þá að skrifa ekkert fyrren daginn eftir, hún væri ekki ennþá komin „í sitt rétta skap“. Einn rannsakandinn var freknótt stúlka á óákveðnum aldri. Hún skar sig frá hinum, sem flest var alvörugefið fólk og þögult, með því að nota hvert tækifæri sem gafst til að ræða einslega við Unu um lífsins gagn og nauðsynjar. Fyrst hélt Una að þetta væri hluti af rannsókninni. Svo reyndist þó ekki vera. Þá urðu þær vinir. — Veistu afhverju þú fórst ekki aftur á stofuna þar sem þú varst fyrst, sagði sú freknótta einn daginn þegar hinir rannsakendurnir voru farnir í kaffi. Það var af því að krufning leiddi í ljós að enginn sjúklinganna hafði dáið úr sjúkdómi sínum beinlínis. Slíkt kemur auðvitað fyrir, en allir sjúklingarnir á einni og sömu stofunni í sömu vikunni, það er ekki heppilegt fyrir yfirlækninn; tölfræðin skilurðu. Nei, Una skildi það ekki. TMM 22 337
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.