Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 130
Tímarit Máls og menningar tuttugu rútubílum til utanríkisráðuneytisins. Einkaaðilar buðu okkur einnig til sín, þeirra á meðal virðuleg frú sem hélt veislu á búgarði sínum með útsýni yfir Potomacfljót. Þetta var á afmælisdegi Shakespeares. Kjöt var grillað á teini og áður en haldið var aftur til hótelsins, fengu allir stóran kúrekahatt til minja — frúin var sem sé ættuð frá Texas. En hátindur ráðstefnunnar, daginn áður en henni lauk, átti að vera erindi Jorge Luis Borges. Hann var kominn sérstaklega til Washington til þess að ávarpa ráðstefnugesti. Stærsti fundarsalur hótelsins var þéttsetinn klukkustundu áður en fyrirlesturinn átti að hefjast. Fjórar fremstu sæta- raðirnar stóðu þó auðar. Skólabörn gættu þess að enginn óboðinn tæki sér þar sæti, en þegar opinberir gestir létu ekki sjá sig settust þau þar sjálf. Tveir menn leiddu Borges upp á sviðið. Þeir gengu löturhægt yfir sviðsgólfið og studdu við handleggi lians. Eitt andartak virtist sem þeir héldu á milli sin útskornum trjádrumbi. Að endingu skildu þeir hann eftir við ræðupúltið. Allir risu úr sætum, lófatakið stóð mínútum saman. Borges haggaðist ekki. Að lokum varð allt hljótt. Varir Borges komust á hreyfingu. En frá hljóðnemanum heyrðist ekkert nema lágt suð. Og í gegnum þetta tilbreytingarlausa suð var aðeins hægt að greina eitt orð með miklum erfiðismunum, eitt einasta orð, sem heyrðist hvað eftir annað líkt og veikt óp frá þarlægu skipi í gegnum brimrótið: „Shakespeare .. ., Shakespeare . . ., Shakespeare . . .“ Hátalarinn hafði verið stilltur of hátt. En enginn sem þarna var staddur hafði kjark til að ganga fram og lækka hátalarann fyrir framan aldur- hnigið og blint skáldið. Borges talaði í klukkustund og allan þann tíma náði ekkert nema þetta eina orð — Shakespeare — hlustum áheyrenda. Enginn hreyfði sig úr sæti á meðan á erindinu stóð. Þegar Borges hafði lokið máli sínu risu allir úr sætum og fagnaðarlætin virtust engan enda ætla að taka. Heitið á erindi Borges var: „Gáta Shakespeares". Hann hafði verið beðinn um að ráða gátuna líkt og ræðumaðurinn í einþáttungi Ionescos, Stólunum. Og eins og ræðumaðurinn í Stólunum, sem kom ekki upp öðru en óskiljanlegum hljóðum, réð Borges gátuna: „Shakespeare . . ., Shakespeare . .., Shakespeare . . .“ N, 384
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.