Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 15
Listin að Ijúka sögu hetjulundar, sem er farin að verða úrelt og fáránleg í samtíma kristnu umhverfi þeirra. Báðir aðhyllast þeir sem fjarlæga óskmynd hinn mikla konung, en það er Olafur Haraldsson í augum þeirra, og vilja hvor á sinn hátt auka hróður hans og sjálfs sín, garpurinn Þorgeir með hreystiverkum og skáldið Þor- móður með ódauðlegu lofi um þennan kóng og hetju hans. En leiðir fóst- bræðranna skiljast. Þorgeir fer út í heim og lifir mörg æfintýr í hernaði með Olafi Haraldssyni. Þormóður fyrir sitt leyti stofnar til búskapar heima á Islandi og lifir þar árum saman í hamingjusömu hjónabandi. Tvær litlar ljós- hærðar dætur eru yndi hans. En sú friðsæld er skyndilega lögð í rústir. Þorgeir er drepinn, á lítt hetjulegan hátt, og drápsmenn festa höfuð hans á stöng og láta það horfa inn í bæ Þormóðar. Hann finnur til skyldu sinnar sem fóstbróðir Þorgeirs og yfirgefur heimili sitt til að hefna hans — fyrir fullt og allt, einsog kemur í ljós með tímanum. Þetta hlutverk hans tekur hann meðal annars til Grænlands, þar sem hann lendir í ótrúlegum hrakningum — án þess þó að honum takist að koma fram hefndinni á banamönnum fóstbróður síns. Hann kemst með skipi af Grænlandi til Niðaróss, og er þá illa til fara: vafður innanklæða hærusekk, en skinntötri utanyfir, fætur hans reifðir drusl- um, og var fótsár og skein í hvítar kjúkurnar, haltur á báðum fótum; fíngur hans nokkra hafði og af leyst af kali, en kreptir í lófann þeir sem heilir vóru; af vóru og eyru hans og skaddur nefbroddurinn, tenn flestar út geingnar en skalli hvítur og ber, skegg grámeingað (403/04). Að lokum stendur hann andspænis þeim konungi sem hefur verið æðsta tákn í hugmyndaheimi þeirra fóstbræðra. Það er kvöldið á undan orrust- unni að Stiklarstöðum. Þormóður kynnir sig sem Þormóð skáld Bessason af íslandi, svarabróður kappa konungs Þorgeirs Hávarssonar, og beiðist af Olafi hljóðs til að flytja honum kvæði. En konungur er fár við þennan lítil- fjörlega tötramann: „hafi tröll íslensk skáld, segir hann, hef eg í þeim verri haft flestum mönnum, og er mér leitt orðið skrum íslendínga". Og er Þormóður hefur lýst öllu því sem hann hefur lagt í sölurnar til að ná fundi konungs og til að „hefna garps yðvars Þorgeirs Hávarssonar, er þér hafið mestan áttan í yðru ríki“ — þá er orðum hans algerlega á glæ kastað. Konungur þykist varla kannast við „að nokkur íslenskur afglapi með því nafni hafi rekist í lið“ hans, meðan hann enn lá í víkingu. (482/83) En eftir að skáldið hefur orðið fyrir slíkum vonbrigðum, skipta þeir Ölafur aftur orðum, seinna um nóttina. Þormóður situr álengdar og verður vitni að því hvernig konungur leggst á grúfu á jörðina fyrir framan tjald sitt, lyftir upp augum sínum til hörgsins efst á brekkubrúninni og ákallar 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.