Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 76
John F. Deane írskar nútímabókmenntir Á írlandi eru enn háðar hálfvolgar kappræður um það, hvort kalla beri úrvöl og sýnisbækur samtímaljóða „Ljóðagerð eftir daga Yeats“ eða „Ljóða- gerð eftir daga Joyce“. Aukþess sem hér er um að ræða fremur ófrjóar fræði- legar kappræður, þá er þess að gæta að hvatar samtímaljóðlistar koma hvorki frá Yeats né Joyce, heldur frá Kavanagh, MacNeice og Clarke, og frá nýrri vitund um það sem er á seyði í bókmenntum utan Irlands og Eng- lands. Skáldsagnagerð á Irlandi gefur frá sér mæðuleg ungahljóð um návist og áhrif Joyce, þess Joyce sem samdi „Ulysses" og „Finnegan’s Wake“, og jafnvel um Samuel Beckett með hliðsjón af „Murphy“ eða „Beckett Tri- logy“; en írsk skáldsagnagerð hefur yfirleitt haldið sig í grófu og lítt eggjandi fari sósíalrealismans, hrædd við kraft þessara miklu fyrirmynda, sátt við að halda áfram að róta í staðbundnum söguefnum, línuréttri atburðarás og troðnum slóðum. Yeats og Joyce eru svo fyrirferðarmiklir við fordyri írskra nútímabók- mennta, að rithöfundar eru skelfingu lostnir gagnvart tjáningarhætti þeirra og hafa svipast um annarstaðar í samtímanum eftir áhrifavöldum. Eftirað allmörg írsk ljóðskáld á þriðja, fjórða og fimmta áratug aldarinnar höfðu verið sólgin af hinu mikla öldusogi sem Yeats olli, skáld einsog F. R. Higgins, Padraic Colum og George William Russell, lánaðist Austin Clarke einum að rífa sig lausan og smíða sér ferskan og brýnan tjáningarmáta. Fyrstu ljóðabækur hans eru mjög bundnar Yeats einsog hann var í lok nítjándu aldar: hann samdi löng og leiðigjörn „söguljóð“ byggð á goðsögu- legum írskum hetjum. En á fimmta tug aldarinnar, þegar höfundum voru settar strangar skorður af óvæginni ritskoðun og afturhald hinnar alvöldu rómversk-kaþólsku kirkju færðist í aukana, fór Austin Clarke að finna fyrir markvissum fjandskap allra þvílíkra kúgunarafla. Eftir útlegðarskeið í Eng- landi sneri hann heim aftur og hóf að gefa út á eigin vegum lítil kver með ljóðum sem einatt voru níðangursleg og frábærlega kaldhæðin. Það eru sár ljóð og hávær, herská og þrætugjörn; en fegurð þeirra stafar af því að þau eru borin uppi af einstaklega tónvísri málgáfu. Clarke sá fyrir sér tímabil á Irlandi þegar ríki og kirkja voru óaðskiljanleg, þegar friður og lífsfylling 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.