Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 14
„Torfa“ er það nafn sem Benedikt mun upphaflega hafa valið verki sínu, og má af því ráða hverja skoðun hann hefur haft á þessari öfgafullu fornaldar- dýrkun landa sinna. „Nú á dögum skilja [ ... ] fáir fornmálið", segir hann í ritgerðinni „Nokkrar greinir um skáldskap“ (R.III/40), og er það ein ástæða þess að hann telur fornan brag úrelt skáldskaparform sem eigi ekki rétt á sér í nútímanum. Það er því meinleg pilla sem Eiríki er send í goðahofsatriðinu svokölluðu þar sem Þórskenningin „melludólgur“ verður að gróteskum orðaleik. Ög- mundi er þarna stillt upp andspænis tyrfni af því tagi sem þeir tvímenning- arnir ástunduðu í kveðskap sínurn og hann kann ekki skil á einföldustu kenningum: Ögmundr Fyrirgefið þér, herra Óðinn, ef ég hef styggt yðr — meinið þér ég skrúfi mellur? Þórr Nei, heyrið þann andskota! Hann stingr mér þar sneið fyrir það, að Eyvindr skáldaspiUir kallaði mig mellu-dólg. Óðinn Svo sagði Eyvindr: Bárum Ullr of alla ... Ögmundr Það veit guð almáttugr, að ég ætlaði ekki að styggja yðr — verið þér jesúaðr, Þórr ... Ég vissi ekkert af, að Þórr var kaUaðr mellu-dólgr. (12) I Gandreiðitini er Óðinn ekki vel vinveittur Ögmundi og neitar honum um svo mikið sem dropa af Suttungamiði. I upphafi sögu er Ögmundur svo á rassinum að hann hefur ekki ráð á að éta annað en maðkað flesk á mykju- haugum úti við Valhöll. Nótt eina þegar hann sem oftar reið „skrúfstykkja- Skírni“ til Valhallar fékk hann slíka „skyrsótt á mykjuhaugnum að Óðinn kom út með kúst ogdreif [hann] á brottþví enginn þoldi við í Valhöll" (10). „Lostætið“ á mykjuhaugnum er hér auðvitað táknrænt fyrir hina úreltu „dönsku tungu“ sem Eiríkur gleypir hráa og beitir í skáldskap sínum og skrifum með þessum hroðalegu afleiðingum, ásigkomulag og ætterni fæð- unnar — flesksins — er vísbending um það. Með því að vísa ævinlega til „danskrar tungu“ þar sem fornmálið er í brennidepli í tengslum við orðfæri Ögmundar nær höfundur stundum fram óborganlegri margræðni í textan- um og hæfir þá bæði Eirík og Dani í einu og sama högginu. í goðahofmu er það hin boðleiðin sem er í brennidepli, Ögmundi verður bumbult. „Þú munt kannski vera of mikið skáld,“ segir Óðinn þá, „þú munt hafa slokað í þig svo mikið af Suttungamiði, að þér liggr við spýju.“ En bætir svo við, og þá auðvitað á dönsku: „Nej, min Dreng, det var tyndt Ö1 du drak, drollen splitte mig“ (13)! Ekki eru viðtökurnar betri í Helvíti: „Það er 12 TMM 1994:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.