Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 21
til sókratískra samræðna sem voru útbreidd bókmenntagrein í fornöld og skipa mikilvægan sess í sögu karnivalískra bókmennta líkt og menippíska háðsádeilan sem fyrr er getið. Plógr (fyrir innan dyrnar) Hverr andskotinn er úti? Gunnarr helmingr (fyrir utan dyrnar) Það erum við. Plógr (fyrir innan dyranr) Hvaða við? Gunnarr (fyrir utan dyrnar) Við báðir. Plógr (fyrir innan dyrnar) Hverr fjandinn er þetta? Gunnarr (fyrir utan dyrnar) Það erum við Gunnarr helmingr og Ögmundr dyttr, sem kenndr er við skrúfstykkja-Skirni. Plógr (fyrir innan dyrnar) Ég þekki ekki þess peja, hvað viljið þið? Gunnarr (fyrir utan dyrnar) Skandínavismus. Plógr (fyrir innan dyrnar) Ég er raunar á nærbuxunum, en nú skal ég ljúka upp — Længe var Nordens — (lýkur upp). (15) Þröskuldsþemað var algengt í menippísku háðsádeilunni og miðaldabók- menntum einnig, hvort sem þær voru af alvarlegum eða skoplegum toga, og sérlega mun það hafa verið vinsælt í bókmenntum siðbótarinnar. Var þá ýmist að hetjan leitaði inngöngu í heim guða á Olympus eða bóndinn þráttaði við hið „gullna“ hlið himnaríkis, eins og við eigum kjördæmi um í okkar eigin bókmenntum. Einnig gátu samræður þessar farið fram á þrösk- uldi undirheima sem gegndu mikilvægu hlutverki í „menippeunni" eins og menippíska háðsádeila er jafnan kölluð. (D/l 11,116) Frá þessum sjónarhóli séð fær skandínavisminn á sig skoplegan blæ „djöfullegra" trúarbragða, enda ber hann naumast nokkurn tíma á góma án þess að hann sé bendlaður við fjandann. „Þú þarft ekki annað, Gunnarr, en að Ijúka upp Svövu í formálanum, þá munu djöflar koma“ (24), svarar Djöfsi liðsbón tvímenninganna í Helvíti. „Gísli var alltaf að pólitíséra“, segir Bene- dikt í Dœgradvöl, og „ætlaði að ofbjóða öllu með sinni evrópeisku pólitík“. (R.IV/403,479) Trúr þessari áráttu sinni og Benedikt til sárrar armæðu hafði Gísli lagt gjörvallan formálann að ljóðasafninu Svövu undir þetta brennandi áhugamál sitt, en þeir höfðu staðið saman að útgáfu þess ásamt Jóni Thoroddsen. Nær Benedikt sér niðri á tiltækinu með því að láta Frater, leiðsögumann þeirra félaga í neðra, svipta þessa eldlegu ritsmíð öllum áhrifamætti. Púkana, sem áttu að fara í formálann í Svövu og þjóna Gunnari í pólitísku „trúboði“ hans á vegum skandínavismans, fangar guðsmaðurinn í biblíu sína eins og flugur. „Lúcifer," skýrir Óðinn út fyrir Baldri, „er vinr Skandínavanna, so la la, en er þó kallaðr djöfull og andskoti af öllum þeim, sem trúa á Hvítakrist“ (29). Þessi nafngift frelsarans leiðir hugann að viðurnefni Jóns Sigurðssonar TMM 1994:3 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.