Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 87
I kvikmyndinni er aldrei minnst á kynkulda Sölku. Hann hefði veikt rómant- íska tilburði myndarinnar og gengið þvert á hefðina, en konum er í kvik- myndum yfirleitt lýst sem kynferðisverum sem svara áleitni karlmannsins. í síðari hluta myndarinnar er oft vísað til ágreinings Sölku og Arnalds, t.d. á fundinum í skólanum og síðar í samræðum þeirra í Mararbúð. Ósættinu er lýst í athyglisverðri senu þar sem Arnaldur gengur að myndavélinni og staðnæmist fyrir framan hana. Aðeins stígvélin eru í ramma. Stígvél Sölku stíga þá ögrandi inn í ramma frá hægri í veg fyrir hann. Enn sjáum við hversu áhrifamikil og merkingarrík orðlaus atriði geta verið. Atriðið þar sem Arnaldur og Salka kveðjast í síðasta sinn er ekki eins eftirminnilegt og í bókinni. Sú ákvörðun að bæta ungu bandarísku skáld- konunni inn í senuna gerir kveðjustundina ekki eins nána. í röð af nær- myndum reynir Mattsson að fanga tilfinningar þeirra þriggja og gefa til kynna ástarþríhyrning. Skotin eru þó of mörg og rugla áhorfendur í ríminu. í einu skotinu fer Nyquist yfir stefnulínu myndramma (180 línuna) og erfitt er að finna nokkra listræna ástæðu fyrir þeim verknaði. Skotin leiða illa hvert af öðru, samanber skotið af Sölku þar sem hún gengur burt frá Arnaldi eftir bryggjunni. Tveimur skotum síðar kemur það áhorfandanum á óvart hversu nálægt henni hann er. Lok myndarinnar eru aftur á móti vel gerð og áhrifamikil. Salka tekur af sér hálsmenið og gengur ákveðnum skrefum niður eftirbryggjunni út í fjöru. í nærmynd sjáum við hálsmenið í lófa hennar. Við heyrum þungbúna rödd sögumanns í síðasta skoti þar sem hún hverfur út við sjóndeildarhringinn undir himni sem tekur upp megnið af rammanum. Hægfara myndskeiðið leggur áherslu á harmræna en hetjulega tilvist söguhetjunnar. Salka Valka er sæmileg kvikmynd, en hún er langt frá því að vera trú boðskap sögunnar. Þematísk einföldun myndarinnar stafar að nokkru leyti af lengd og margbreytni bókarinnar, en auk þess verður ekki komist hjá ákveðnum breytingum í endursögn yfir í kvikmynd. Líklega skorti Arne Mattsson hugrekki til þess að gera mynd í anda skáldsögunnar, þar sem það gæti dregið úr vindsældum hennar. Myndin á nokkurt lof skilið fyrir glæsileg hreyfiskot Nyquists og hann nýtir rými og afstöðu hluta innan skots aðdá- unarlega til þess að gefa myndinni dýpt. Sviðsetningin í Mararbúð er prýði- leg og sama má segja um nærmyndir og frumlega klippingu. Allir þessir þættir sýna glöggt hversu vel kvikmynd getur náð anda skáldverks, en í Sölku Völku vega þeir ekki það þungt að þeim takist að hefja myndina upp yfir meðalmennsku. Teikningar eru eftir Helga Sigurðsson. Guðni Elísson þýddi Grein þessi er byggð á MA ritgerð höfundar við St. David's University College, Lampeter (Háskólinn í Wales) TMM 1994:3 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.