Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 89
Ármann Jakobsson Veraleiki hins óþekkta Hringadróttinssaga og norrænar bókmenntir Bókin sem stuðaði gagnrýnendur Hringadróttinssaga (The Lord of the Rings) kom gagnrýnendum almennt í opna skjöldu þegar bókin var gefin út í fyrsta sinn fyrir réttum 40 árum. Það liðu tveir áratugir áður en þetta annarlega og brotamikla verk fór að fá fræðilega umfjöllun svo nokkru næmi. Bókin var sögð veruleikafirrt, klisju- kennd og illa skrifuð. Nýjustu rannsóknir fræðimanna á borð við T.A. Shippey og jane Chance hafa þó sýnt fram á fjölþætt bókmenntalegt gildi hennar og opnað nýjan heim rannsóknarefna. Eflaust stafa þessi viðbrögð gagnrýnenda einkum af tvennu. í fyrsta lagi gaf Hringadróttinssaga fyrir- framhugmyndum þeirra um hvað ætti að einkenna góðar bókmenntir langt nef. Við fyrstu sýn virðist hún hunsa allar bókmenntastefnur og strauma samtímans. í öðru lagi hefur eflaust fælt menn frá bókinni að hún lenti í því að slá í gegn hjá bandarískum háskólanemum og varð þá til „Tolkienæði" sem stundum varð æði fáránlegt og Miðgarður (Middle-Earth) varð sölu- vara með tilheyrandi hliðarvarningi, áþekkum gúmmíeðlum Steven Spiel- bergs og öðru slíku. Enda þótt bókmenntagagnrýnendur væru tregir til að viðurkenna mikil- vægi þessarar miklu bókar var almenningur því fúsari til að gleypa hana í sig og er það besta sönnun þess að hún skipti máli fyrir samtímann. Ein af þversögnum bókmenntasögunnar gerðist — milljónir lesenda heilluðust af 1500 blaðsíðna doðranti, fullum af málfræðilegum og sagnfræðilegum lær- dómi, óútskýrðum goðsögum og óþýddum setningum á álfamáli en bók- menntagagnrýnendur hreyttu í hana ónotum fyrir að brjóta gegn þeim reglum sem þeir vildu setja bókmenntaverkum.1 Töfrar hins óþekkta Bókmenntalegt gildi Hringadróttinssögu felst ekki einvörðungu í vinsæld- um hennar þó að þær einar séu næg ástæða til að gefa bókinni gaum. Með Hringadróttinssögu endurnýjar Tolkien sögulegu skáldsöguna og býr til TMM 1994:3 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.