Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 98
Gamli maðurinn jafnaði sig á skammri stundu og svimaði aðeins óverulega svo að fljótlega gat hann kyngt munnvatninu sem annars hefði staðið í honum. Hann sagði: „Ja hérna.“ „Ertu ekkert hissa eða hræddur?“ spurði álfkonan. „Hmm,“ svaraði hann óviss. Blái geislinn ffá álfkonunni vandist fljótt og hann hætti að verkja í augun. „Ert þú einhver álfkona?“ spurði hann. „Ég er álfdís,“ sagði hún. „Það var og.“ „Er það sem mér heyrðist að þú værir að óska þess að komast yfir móðuna miklu?“ spurði hún. „Ja, það gat verið,“ svaraði hann og hugsaði: Á að fara að hlýða mér yfir? Datt síðan í hug að nú væri kallið komið, hugsaði þá: Skyldi það ganga svona fyrir sig þegar kallið kemur? Varð dálítið órólegur. „Við skulum nú sjá,“ sagði álfdísin og beit á vörina. „Ég leyfi mér að spyrja: Ert þú ekki hraustur maður miðað við aldur?“ „Jú,“ svaraði hann og hló. Og bætti strax við: „Ég tek fram að ég var ekki að kvarta yfir því, þetta datt bara upp úr mér.“ „Allt í lagi, ég er ekki að rukka þig,“ sagði álfdísin og það fannst honum gott. Hún hélt áfram: „Rifjaðu nú aðeins upp með mér hvers vegna þú ert svona hraustur, geturðu það?“ „Bíddu aðeins hæg, ég skil ekki alveg hvað þú átt við.“ „Þú verður að fara nokkuð aftur í tímann, segjum þrjátíu og tvö ár. Hvað þá?“ Þá rann upp fyrir gamla manninum hvað hún var að tala um. „Ja mikil ósskup,“ svaraði hann. „Nú skil ég þig. Þú ert að tala um doktor Jósep Jóseps. Þann öðling. Honum á ég mikið að þakka. En ég áttaði mig ekki strax á því hvað þú meintir.“ „Ég sá það,“ sagði hún drjúg. „En hvernig var það með doktor Jósep Jóseps, þekktirðu hann vel?“ „Tja,“ svaraði sá gamli og lifnaði yfir honum. „Tæpast er rétt að tala um að við þekktumst, ég var alltsvo sjúklingur hans. Þá var ég um fimmtugt. Hann var ákaflega viðurkenndur læknir, nýkominn frá Ameríkulöndum. Það var sagt að hann kæmi úr feiknalegum vísind- __ « um. „Manstu hvernig þið kynntust?“ 96 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.