Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 21
JUAN GOYTISOLO OG HEIÐUR SKÁLDSÖGUNNAR neytir, hann skemmtir sér kannski, en verkið ferðast gegnum meltingarfæri hans og út um það sem Juan Goytisolo kallar „borubrekkuklungur“. Svo eru til önnur verk sem leita að lesanda sem enn er ekki til staðar, les- anda sem enn á eftir að skapa og uppgötva í sjálfri athöfninni að lesa. Það er þegar slíkur lesandi og verkið ná samfundum að skáldsaga möguleikanna verður til. Varanlegt aðsetur hennar er hugurinn og hjartað, sem Sterne og lesandi hans deila hvor með öðrum, og Stendhal, Kafka og Joyce með sínum lesendum. Þannig á sér stað gagnkvæm sköpun lesanda og verks. Cortázar gerði greinarmun sem þykir kannski full karlrembulegur nú í aldarlok þar sem hann greinir á milli karl-lesanda (virks lesanda) og kven-lesanda (óvirks lesanda). Ég kýs heldur að greina á milli rifjasteik- ur-lesanda (karlkyns eða kvenkyns) sem verður að tyggja kjötið tuttugu sinnum áður en hann sporðrennir því, og grjónagrauts-lesanda (stúlku eða drengs) sem tannleysis síns vegna lepur þunnan og bragðlítinn velling. Málsvörn grjónagrauts-lesandans tekur á sig ýmsar myndir, tottar marg- an pelann og setur upp margan smekkinn. Með því að lægsta stig þeirrar málsvarnar sé einmitt þessi hégómlega krafa um „léttar“ og „skemmtilegar" bókmenntir, er meðalmennskan einna skýrust í því raunsæi sem heimtar að orð ímyndunaraflsins lúti félagsfræðilegri tölfræði, sálfræðilegum trúverð- ugleika og þeirri hugmynd að mannkynssagan sé skjalfestanlegur atburður fremur en tíminn í ímyndunaraflinu - nútíðin, fortíðin eða framtíðin. í Mexíkó og Suður-Ameríku tengist meðalmennskan sem þessi krafa felur í sér ákveðinni fortíðarhyggju hinnar lýðræðislegu og velmegandi millistétt- ar sem nú er komin fram en var ekki til staðar hjá okkur á síðustu öld þegar raunsæið var í algleymingi. Hinn gagnrýni tímaruglingur raunsæisins og sálfræðihyggjunnar, sem hvorutveggja er dulbúið sem viðleitni til sögulegrar hlutlægni, leiðir af þessari ríkjandi fortíðarhyggju hinnar málamiðlandi millistéttar, og vegna þess að hún er í miðjunni, ber hún meðalmennsku sína með stolti og af stakri dyggð. Ef nokkuð er að marka hinn raunsæislega tímarugling, væri þetta skýrasta sönnunin fyrir „alþjóðaeðli" okkar, því það er í hinu málamiðlandi meðalræði (mediocracia) sem við sýnum að við erum ekki frábrugðin öðrum í neinu; við erum alveg eins og til dæmis Frakkar eða Englendingar. í stuttu máli sagt neytum við þess sama og þeir, þ.e. „hinir“, sem á þennan málamiðlandi og meðalmennskulega hátt verða að „okkur“. En þetta alþjóðaeðli okkar er í raun ekki viðurkennt sem afmörkuð stað- reynd um mennsku okkar í þessari málamiðlun meðalmennskunnar. Hinar miklu bókmenntir Suður-Ameríku hafa þróast í gríðarstórum stökkum, með dæmalausum sambræðingi af ýmsu tagi, vanhelgunum á raunsæinu og forskriftum þess með ýkjum, óráðshjali og draumum. Þar er sköpuð annars 11 TMM 1999:1 www.mm.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.