Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 94
RAKEL SIGURGEIRSDÓTTIR nýrómantísk skáld og ortu báðar undir fornum þjóðlagaháttum þar sem Hulda var vissulega brautryðjandinn. Ljóð beggja endurspegla átök milli þess hvort skuli frekar lifa sjálfum sér eða öðrum en stríðið við hversdagslegt hlutskiptið skipar ekki höfuðsæti í kveðskap skáldkonunnar ffá Hömrum eins og hjá Huldu. í ljósi þess að fleira skilur á milli þessara skáldkvenna en sameinar þær vaknar spurningin um það hvort ástæða þess að ljóðum Guð- finnu voru á sínum tíma líkt við kvæði Ólafar og Huldu hafi ekki fyrst og fremst verið sú að þessar kynsystur hennar voru forverar hennar og braut- ryðjendur annarra kvenna á þessu sviði. Jakob Jóh. Smári var einn þeirra fjölmörgu sem gagnrýndu fyrstu ljóða- bók skáldkonunnar. í ritdómi sínum líkir hann einu kvæða Guðfinnu; „Strengjaþætti í D-moll“ við kvæðið „Dísarhöll“ eftir Einar Benediktsson og segir þau sambærileg að skilningi, innileik og skáldlegum blæ þótt kvæði Einars sé viðameira og þyngra í vöfum. Séu ljóðin borin saman er ljóst að þessi samlíking á fyllilega rétt á sér. Bæði fjalla um áhrif hlómsveitarflutnings á ljóðmælandann og líkingamál þeirra er sviplíkt þar sem vakin eru upp sterk hugmyndatengsl með bylgjum tónanna og öldum hafsins. Einar lýsir því hvernig hljómar allra hljóðfæranna sameinast „sem bylgjur rastar/ er sveiflast í sogandi iðum“ en á næsta andartaki „kyrrir og hægir [...]/ og sjó- ina lægir nú tónsprotans skipan.“3 Líking Guðfinnu í þessu sambandi hljóð- ar þannig: En djúpfiðlan hljómar hafsins volduga klið, er hnígur í stöðugri leit eftir hvíld og frið. Hin hverfulu djúp við stormanna svipur stynja og stoltar ölduborgir við dranginn hrynja.4 Kvæði Guðfinnu er ekki jafn stórt í sniðum og kvæði Einars. Hljómsveit hennar er aðeins skipuð þremur strokhljóðfærum: háfiðlu, djúpfiðlu og alt- fiðlu en hljóðfærin í hljómsveit Einars eru bæði mörg, stór og hávær. Og í stað þess að Guðfinna leitar friðar og huggunar í tónlistinni: „Og hreimþungt altfiðlan sorgarsvöl/ er sættir hjartans dýpsta unað og kvöl.“ sækist Einar eftir öfgurn tónfallsins: „Strengdu þá hátt og strjúk, svo að hljómi/ stilltu þá lágt, svo að grunntónar ómi.“ En ekki síður þeirri tilfinn- ingalegu útrás sem hann upplifir í öfgum þess „svo hrífist ég með - og hefjist í geði./ Mín hæsta sorg og mín æðsta gleði,“ Tilfinningin sem kvæði skáld- konunnar frá Hömrum vekur er einhvern veginn viðráðanlegri en kraftur- inn í kvæði Einars. Þetta stafar ekki síst af því að af síðasta erindi kvæðis hennar má ráða að hún skilur þær tilfmningar sem tónlistin vekur henni og hefur fulla stjórn á þeim: 84 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.