Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 168

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 168
RITDÓMAR dotta“ (bls. 167). Játningar og afsakanir eru sammannlegir breyskleikar og því líklegir til að tengja menn saman. Alvarlega drifið í sögunni er lík sem Helgi telur sig hafa rekið tærnar í þegar hann var sem minnst áttaður í gilinu í Lúxembúrg. Hugsunin um þetta hugs- anlega lík ásækir hann og dregur hann til ábyrgðar þannig að hann finnur sig knú- inn til að senda fyrirspurn til þarlends úrklippuþjónustufyrirtækis. Meðan sag- an líður í kerskni og meinlausri upprifj- un liggur svarbréfið á borði þess Helga sem hann er orðinn undir lok 20. aldar. Kannski skiptir þessi hugsanlegi maður hann svo miklu máli af því að þeir tveir hefðu auðveldlega getað víxlað örlögum; hefði Helgi getað legið þarna í valnum og enginn raunverulega látið sig dauða hans varða? Slík hugsun eykur á harmleikinn í lífinu, ekki síður en hugsanlegum dauða. Hrúgaldið hlaut að vera maður, möl- brotinn, og hann hafði fallið ofan af brúnni. Hafði honum verið hrint? Hafði hann fleygt sér sjálfur? Ég sá þetta: ungur maður í úlpu, hann er kannski nýkominn í bæinn í atvinnu- leit og lendir í einhverju dópistahyski, honum er hrint af brúnni, hann svífur, svífur svona í spíral, augnablik lítur hann út eins og Batman í myrkrinu, en hann er engin hetja, hann er bara svangur ræfill, fötin hans eru líka snjáð og ódýr að sjá, já, kannski er þetta bara rónagrey. Ég sé hann svífa niður, mér finnst ég sjálfur hanga í lausu lofti. (bls. 16) I lokin opnar hann svarbréfið og verður engu nær um þetta mögulega dauðsfall en hann kemst að nokkrum sannleika um sjálfan sig. Hvað er það sem við mun- um að leikslokum, hvað stendur upp úr lífinu og fylgir okkur í dauðann? Tilvitn- unin í texta Konráðs Gíslasonar fremst í bókinni vísar vafalaust til þeirra efasemda sem Helgi má glíma við um ævina. Helgi kemst að einhverri niðurstöðu fyrir sjálf- an sig en þar skilur leiðir með honum og lesandanum sem þrátt fyrir allt hefur ekki átt lífshlaup Helga. Hvor um sig á sitt eigið líf. Líf Helga er fullt af örsögum sem tilviljunin hefur raðað niður á ævidagana. í raun skiptir þessi röð ekki svo miklu máli. Helgi fellur fyrir Andreu og Kathy, Anna Þóra fellur fyrir Helga, Helgi fer til Svíþjóðar og borðar graflax á aðfangadag og aftur á jóladag, Helgi kynnist Pétri Kristjánssyni, Helgi flækist til Italíu í erindagjörðum fyrir Pétur og Helgi glímir við heimspekina. Stundum leiðir óneit- anlega eitt af öðru, forsendur eru til staðar en þær eru veigalitlar. Höfundur Lúx hefur gefið hverjum kafla nafn og í lok bókar eru þeir allir tald- ir upp í efnisyfirliti. Það er sjaldgæft í skáldsögum en mér finnst höfundur ein- dregið gefa þannig til kynna að kaflana megi allt eins lesa staka. Þannig gerast einmitt kaupin í smásögunum, lesandi fær takmarkaðri sýn á persónuna. Bindi- efhið, vera Helga í Kaupmannahöfn og Lúxembúrg með tilhlýðilegum upplifun- um, þ.á m. hinum meinta líkfundi, verður að sama skapi veigaminna og skemmtigildið fær aukið vægi. Lúx er nefhilega skemmtisaga sem víða er hlæj- andi að. Lítil skondin atvik kæta lesand- ann, sbr. frásögnina af bókunum sem Helgi hefur tilhneigingu til að kaupa en ekki lesa (bls. 19). Ekki er ólíklegt að margur bókamaðurinn taki þessa „ádrepu“ til sín. Helgi hefur prýðilegan húmor fýrir þessari áráttu sinni: „Báðar þessar tilteknu bækur [ Orðiti eftir Sartre og önnur effir Quine] á ég reyndar ennþá. Nema þær hafi týnst í flutningunum. Báð- ar ólesnar. Ég held að þetta séu framúr- skarandi bækur“ (bls. 19). Önnur smásaga í sögunni er þegar Þórður vinur hans fær hann til að flytja nemendum sín- 158 ww w. m m. is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.