Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 21
ÍSLENZK MENNING OG EVRÚPSK ÞJÓÐERNISSTEFNA í byrjun 20. aldar með ritum sagnfræðinga á borð við Boga Melsteð og Jón Aðils. Árið 1891 kvartar Bogi Melsteð undan ástandinu í þessum efnum á íslandi í umsókn sinni til Alþingis um styrk til að rita sögu íslands á vísinda- legan hátt. „Allir menntaðir menn“ segir Bogi: eru sammála um það, að sagan sje ein af hinum allra lærdómsríkustu og merkustu vísindagreinum, og sjerstaklega sje það nauðsynlegt... fyrir hverja einstaka þjóð að þekkja vel sína eigin sögu, enda láta allar menntaðar þjóðir, nema vjer íslendingar einir, sögu sína sitja í fyrir- rúmi fyrir sögu annara þjóða bæði í skólunum og utan þeirra.3 Að lokum ber að hafa í huga að þrátt fyrir að íslenskar miðaldir væru gjarnan upphafnar meðal ýmissa menntamanna álfunnar og yrðu efniviður í þjóðernismýtu evrópskra þjóða þá voru íslendingar fátæk þjóð á jaðri Evr- ópu þar sem nútíminn var rétt að hefja innreið sína. Eins og Nordal gerir hreinskilnislega grein fýrir í forspjalli Islenzkrar menningar þá voru viðhorf erlendra þjóða til íslendinga mörkuð af þessari stöðu.4 Eins og þar kemur einnig fram var Sigurður Nordal óviss um gildi hinnar íslensku þjóðar, jafn- vel svo að honum fannst hann þurfa að „spyrja þess alveg hreinskilnislega, hvort Islendingar væru ógæfuþjóð og ógæfa að vera fæddur meðal þeirra.“5 Út frá þessu má einnig leiða getum að því að hann hafi verið óviss, ekki að- eins um gildi íslands meðal evrópskra þjóða heldur einnig um stöðu sjálfs sín sem menntamanns á evrópska vísu, í heimi þar sem þjóðernisleg sjálfs- mynd var orðin samofin hinni persónulegu sjálfsmynd. Þetta má a.m.k. lesa út úr hugleiðingum hans um hlutskipti íslendinga og stöðu þeirra meðal annarra þjóða: „Smáþjóðin var ekki einungis úti á íslandi. Eg bar hana með mér, í sjálfum mér, hún var hluti af mér eins og eg af henni.“6 íslenzk menning er skrifúð sem viðbrögð við þessum aðstæðum enda leit höfundurinn þannig á hlutverk hennar að hún skyldi vera eins konar varnar- ræða fyrir íslenska þjóð. Hún skyldi þjóna sem útskýring á hvað í því fælist að vera íslendingur ekki aðeins í fornöld heldur einnig í nútímanum. Ritið skyldi vera „leiðarvísan um liðna reynslu fyrir þá, sem vilja hugsa um samtíð og framtíð, hvað þjóðin á bezt, þarfnast, skortir helzt“. Hún skyldi fjalla um „vandaþess og vegsemd að vera íslendingur nú á dögum“.7 Þegar horft er til baka nú tæplega 60 árum eftir að ritið kom út og skoðað hvaða þjóðernislegu hugmyndir það eru sem liggja að baki þessari málsvörn virðist sem að með íslenzkri menningu hafi Sigurður Nordal skrifað sig inn í hefð sem átti sér áratuga og raunar um það bil aldarlanga sögu í evrópskri þjóðernissinnaðri fræðimennsku. Um leið styður það skoðun þeirra sagn- fræðinga sem telja að sérstaklega beri að skoða íslenska þjóðernisstefnu út 11 TMM 2000:1 www.malogmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.