Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 97
TÖFRARAUNSÆI í ÍSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM ur maður á sinni eigin jörð. En hér er jafnframt fyrsti tónn íróníunnar sleg- inn. Er hægt að tala um frelsi þegar maðurinn öðlast það á jafn niðurlægjandi máta og Bjartur? Íróníunni er haldið við alla söguna og lesandinn efast stöðugt um sjálfstæði kotbóndans. Bjartur fórnar öllu, meira að segja velferð sinna nánustu, barna sinna og konu, til að halda jörðinni, meira að segja þeg- ar hún er honum greinilega töpuð. Hann hamast dag eftir dag og ár effir ár eins og Sysifos með steininn forðum og það eina sem hann hefur upp úr krafsinu eff ir allt stritið er niðurlæging og missir. Á meðan blómstrar fólkið á Útirauðsmýri sem aldrei fyrr, fólkið þar er ríkt og valdamikið í upphafí bókar og í lokin hefur það efnast enn meira. Lýsingar Halldórs á striti kotbóndans eru í hæsta máta raunsæjar. Bónd- inn vaknar eldsnemma á morgnanna og vinnur fram á nótt til þess eins að hafa í sig og sína. Og stundum er það ekki einu sinni nóg. Harðir vetur og slæm vor setja strik í reikninginn, skepnurnar horfalla og mennirnir með. Baráttan við miskunnarleysi náttúruaflanna er endalaus, barátta við ólgandi jökulfljót, vindsorfnar heiðar og óendanleg öræfi. Saga Bjarts sýnir lesandanum af fullri alvöru að uppskera hins fátæka bónda er aðeins erfiði, sorg og dauði. Fátækt fólk sem leggur upp með tvær hendur tómar á enga möguleika og enga hamingju í vændum. En inn í þetta harða raunsæi smjúga töfrarnir, hjátrúin og dularfull öfl. I upphafi sögu segir af Kólumkilla, írskum særingarmanni sem flagð nokkurt Gunnvör að nafni leggur lag sitt við effir dauða hans. Árum saman drepur hún allt kvikt sem nærri henni kemur og þambar mannablóð í stór- um stíl uns sekt hennar er sönnuð. Þá er hún aflífuð en almannarómur segir að hún gangi aftur á Albogastöðum í Heiði - þeim bæ sem Bjartur hefur eignast og kallar Sumarhús. Býlið leggst í eyði og þegar Bjartur flytur þangað hefur enginn búið þar í 150 ár. Stuttu fyrir brúðkaup sitt kemur Bjartur að þessari guðsvoluðu jörð til að kanna ástandið. Hann er einn á ferð ásamt tíkinni sinni, þreifar á jörðinni, horfir yfir landið og segir NEl! Þetta er fyrsta orðið sem Bjartur segir í sög- unni og er það orð lýsandi fyrir skapgerð hans. Hann er staðráðinn í að láta ekkert buga sig, hvorki harðæri né draugagang, hann talar upphátt við sjálf- an sig, Gunnvöru og Kólumkilla og ákveður að afgreiða þau hjú í eitt skipti fyrir öll: ... við þig er ég ekki smeykur, Gunnvör. Erfitt skal þér að gánga á móti minni giftu, flagðið; affurgaungur hræðumst ég ei, - krepti hnefana, hvesti augun, bæði uppí fjallsraufma, vestrá hálsinn og suðrá vatnið, og tautaði enn nokkur hreystiyrði milli tannanna í fornsagnastíl, — aldrei skal það!11 TMM 2000:1 www.malogmenning.is 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.