Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 34
KRISTJÁN B. JÚNASSON band sjálfsveru og táknmyndar Föðurins, að Sigurður var sjálfur að glíma við slíka táknmynd í íslenzkri menningu. í forspjalli sínu víkur hann í nokkrum orðum að þeirri hugmynd hvort þjóðin eigi sér hóp-undirvitund og talar um sagnaritun sem aðferð til að uppræta bældar minningar eða „erfðasyndir“ eins og hann kallar þær, úr þjóðarvitundinni. Þannig segir hann: Sagan getur orðið þjóðum sama og sálkönnun einstaklingum, losað þær við ýmiss konar innanmein með því að rekj a fyrir rætur þeirra og upptök, gamla hleypidóma, - vofur, sem þær óttast, tálsýnir, sem þær elta (52). Mér finnast þetta afar merkileg ummæli, ekki síst í ljósi þess að hér tæpir Sig- urður óbeint á því draugshlutverki sem honum hefur verið búið með því að úthluta honum hinni táknlegu Föðurstöðu: upp að vissu marki er hann sjálf- ur orðinn vofa. Um leið opnar hann hér fyrir könnun á fyrirbærum sem eru táknlegs eðlis og eru fólki alla jafna ekki meðvituð. Hér talar ekki maður gæddur fítonsanda hins pósitíva lærdómsstagls, heldur höfundur sem beitir sjálfur ímyndunaraflinu til að setja ffam þekkingu, en sem veit um leið af þeim orsökum að þekking verður til vegna þess að táknrænir þættir geta haft eins mikil áhrif á menningarheildina og tölur um fólksfjölda, goðorð og býli. Þess má einnig sjá stað í íslenzkri menningu að hann setur á varfærinn hátt ffam Ödipusarkenningu um samband þjóðarinnar og menningarinnar sem honum var svo mikið metnaðarmál að yrði gjaldgeng í augum umheimsins og í augum okkar sjálffa. fslensk menning er því byggð á sterku symbótísku sambandi þjóðar og heiðinnar siðvitundar sem leggur örlagahugsun og sæmdarhug til grundvallar heimssýn sinni. Á meðan þessir þættir falla sam- an er þjóðin heil og lög hennar og stjórnskipan bera merki þessa órjúfanlega sambands, þau vaxa eðlilega út úr þörfum þjóðarbarnsins og hinnar nær- andi heiðnu móður og eru náttúruleg tjáning þessa samspils. Rofið sem lögin og faðirinn valda verður síðan við kristnitökuna en ekki hvað síst við eflingu kirkjunnar. Föðurstaða kirkjunnar rífur sambandið við hina nær- andi móður og þeytir óskrifandi þjóðinni inn í hina symbólsku skipan tungumálsins. Þótt hér sé aðeins tæpt á þessari túlkun, er ég sannfærður um að hana mætti útfæra nánar og að hún myndi segja okkur ýmislegt um Sig- urð Nordal og íslenzka menningu. Nú er einmitt þörf á því að hlusta á það sem slíkar túlkanir og slíkur lestur hefur að segja því myndin sem við höfum flest nú af íslenzkri menningu og reyndar öllum verkum Sigurðar Nordals, er eins og hér hefur verið reifað ýmist byggð á fyrirframgefnum hugmyndum um föðurstöðu Sigurðar í ffæðunum eða á hugmyndinni um verk hans sem safnþró viðtekinna hugmynda borgaralegra menntamanna um lífið og skip- an þess. Hvað varðar safnþróna er vissulega margt þar sem þarf að skoða 24 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.