Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 24
SICRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR íslensku þjóðinni hefði frelsi og frjáls hugsun í ýmsum myndum blómstrað í öðrum og meira mæli en í nágrannalöndunum. Fornbókmenntirnar virðist hann telja að megi rekja til þessa einkennis19 en hér vil ég hins vegar beina at- hyglinni að hugmynd hans um forníslenska stjórnarhætti. I því sambandi er grundvallaratriði hjá Sigurði að einstaklingshyggja, lýðræðislegir stjórnar- hættir og hugmyndir um frelsi og jafnrétti allra manna sem upphaf sitt eiga á upplýsingartímanum á Vesturlöndum hefðu á einhvern hátt einkennt íslendinga og íslenskt þjóðfélag til forna.20 Víkingatímabilið og landnám á íslandi sér hann sem dæmi um uppreisn einstaklingsins gegn fornum venj- um og hömlum, sigur einstaklingsins á því viðhorfi að maðurinn sé einungis hlekkur í stærri heild.21Á íslandi til forna voru sömuleiðis einstök skilyrði til að hver og einn maður fengi notið sín, „ekkert ríkisvald skerti frelsi einstak- lingsins, [né] hamlaði framtaki hans“. Jafnrétti og frelsi eru lykilorð í þessum hugmyndum, m.a. telur hann að hin íslenzku þjóðveldislög bendi til „jafn- réttishugsjónar" á víkingaöld og einnig var, samkvæmt Sigurði, á íslandi „svo í garðinn búið, að óvenjulega mörgum mönnum virtist gefinn kostur jafnaðar og sjálfráða.“22 Þá byggðist menning víkingaaldar samkvæmt hon- um á vissan hátt á svipuðum grundvallarhugmyndum og lýðræðisþjóðfélög nútímans, þ.e.a.s. hugmyndum um frelsi og jafnrétti.23 Og ekki verður ann- að séð en að hann líti á víkingaöldina sem undanfara vestræns nútíma- lýðræðis, „til hennar [má rekja] ræturnar að þjóðskipulagi Englendinga, þar sem hinar merkilegustu tilraunir hafa verið gerðar að sameina einstaklings- frelsi og samheldni, höfðingjavald og almenn mannréttindi."24 Eins og rætt var hér að framan má hins vegar líta á íslenzka menningu sem hluta af hefð sem átti sér u.þ.b. aldar langa sögu í evrópskri þjóðernissinn- aðri fræðimennsku. Þannig byggja Tékkar sína þjóðernisgoðsögn á svipaðan hátt á hugmyndum um að vestrænar stjórnmálahugsjónir um frelsi og jafh- rétti allra manna hafi einkennt hina tékknesku þjóð þegar á miðöldum.25 Það tímabil sem sérstaklega er tekið út í tékkneskri sögu sem tákn um virð- ingu Tékka fyrir frelsi einstaklingsins er hin trúarlega siðbótarhreyfing hinna svokölluðu Hússíta á 14. og 15. öld. Helstu þjóðernishugmyndafræð- ingar Tékka, ekki síst heimspekingurinn og forsetinn Tómas Masaryk, túlk- uðu Hússítahreyfinguna á þann veg að með henni hefði Bæheimur orðið fyrsta landið í Evrópu þar sem varð til fjöldahreyfing með frelsi mannsins að leiðarljósi, og þar sem einstaklingurinn reis upp gegn „máttarstólpum miðaldaþjóðfélagsins, blindri trú á yfirvöld, híerarkískri þjóðfélagsskipun og lénsveldisfyrirkomulagi11.26 En mörg fleiri líkindi má finna með tékk- neskri þjóðernisgoðsögn og þeim þjóðernishugmyndum sem birtast í íslenzkri menningu, sem og í almennum íslenskum þjóðernishugmyndum á fyrri hluta þessarar aldar. Þar má telja það viðhorf að einstaklingshyggja og 14 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.