Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 125
RITDÓMAR stund glotti hann og leit undan. Að hverju glotti hann? Hvað var hann að hugsa? Um mig?“ (bls. 55-56). Það er fátt jafn óþolandi og að hitta íslendinga í útlöndum. Maðurþykist vera kominn burt, orðinn samasem útlend- ingur, þegar maður skyndilega rekst á spegilmyndina og blekkingin hrynur. Að ferðast um eigið land, að reyna að kynnast eigin þjóð, hlýtur því alltaf að vera ein- hvers konar sjálfskoðun. Og verkið er líka nokkurs konar þroskasaga, því eins og í mörgum góðum ferðasögum, þá er sögu- maður ekki einungis að lýsa raunverulegu ferðalagi, heldur einnig ferðalagi um eigið líf. Hann leggur upp ekki einungis til að kynnast þjóðinni, heldur einnig til að átta sig á sjálfum sér, hann gerir tilraun til þess að ákveða ffamtíð sína, reynir að „finna“ sig. Þannig ferðalag er að sjálfsögðu ekki síður þvælt og lúið viðfangsefni, eins og leitin að íslensku þjóðinni. En Huldari tekst líka að gera það ferðalag að ákaflega skemmtilegri lesningu. í stórkostlegum kafla, sem ætti að vera skyldulesning fýrir alla upprennandi „menntamenn", þar sem sögumaður húkir eini gesturinn á hóteli við Mývatn í vonsku veðri, lýsir hann hvernig hann reynir óspart að finna sig án árangurs, þannig eru í raun allar tilraun- irnar til að kynnast sjálfum sér og þjóðinni ffekar mislukkaðar. Því það má ekki gleyma því áður en lengra er haldið að þetta er ákaflega fyndin bók sem tekur sjálfa sig ekki of alvarlega og sögumaður er vel heppnuð blanda af gamni og alvöru. Huldar sýnir hins vegar líka að hann getur skrifað spennandi ffásögn, sérstaklega er jeppaævintýri hans í Djúpinu vel uppbyggt og dramatísk spenna nær þar hámarki, án þess að hlægilega hlið málsins gleymist. Huldar heldur mjög vel á öllum menn- ingartilvísunum. Hann er vel fjölmiðlalæs og tilvísanirnar hafa alltaf ákveðinn til- gang, ffekar en að vera vitnisburður um hvað hann er vel að sér. Þessar tilvísanir eru notaðar sem dæmi um kynslóðaskipti og menningarmun, eins og þegar hann hittir manninn fýrir austan sem er á stöðugri fféttatímavakt (bls. 159), sem man Maó, meðan sögumaður man River Phoenix (bls. 160). Huldar tengir mjög vel persónu- legt minni og söguna í víðari skilningi. Þetta er líka ferðalag um minni, því minni hlýtur alltaf að vera partur af menningar- arfi. Og Huldar er jafnvígur á bíómyndir og bókmenntir, og minnir mann jafnt á Þórberg og Friðrik Þór. Þetta er nefhilega ein af fáum íslenskum bókum sem tekst að gera þær breytingar sem orðið hafa í fjöl- miðlaneyslu fólks að lifandi veruleika, en ekki bara upptalningu á sjónvarpsþáttum eins og oft vill brenna við þegar rithöfundar reyna að takast á við þann menningararf. Skilningur borgarbarnsins á sveitinni er fenginn úr fjölmiðlum, því upplifir sögu- maður sig sem Ómar að gera Stikluþátt þegar hann hittir einbúann í Skagafirði (bls. 114-115). Landbúnaði hefur hann helst kynnst í Hagkaup, því kindur minna hann á læri í lopapeysum (bls. 105), og landaff æðin er ekkert alltof mikið á hreinu því hann hélt að Djúpivogur væri í Færeyj- um (bls. 166). Þær hættur sem hann lendir í á heiðum og í göngum landsins, hvort sem það er að renna í hálku eða bara lenda á rauðu ljósi, þættu dreifbýlisfólki varla til- tökumál. Þannig er stöðugt bent á muninn ekki einungis á hans hugmynd um landið og raunveruleikanum, heldur hugmynd- um þorps- og sveitabúa um landið og ýmist rómantískum eða hrokafullum hug- myndum borgarbarnsins. Niðurstaða ferðalagsins ef einhver er mætti helst segja að væri viðurkenning á mikilvægi menningarinnar í bensínsjopp- unum. Og án þess að upphefja eða gera litið úr því, því Islendingar eru hvorki snillingar né aumingjar, heldur eitthvað þar á milli. Þetta er hressandi bók, Huldar fer vel með klisjurnar um hetju- TMM 2000:1 www.malogmenning.is 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.