Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 66
RÓBERT H. HARALDSSON olli því að hann sökk dýpra ofan í smáborgaralegt eiginmannshlutverk sitt. Hins vegar tel ég að samanburður á þessum tveimur gerðum leiði berlega í ljós að Ibsen hefur fyrst og fremst dregið ffam og undirstrikað orðagjálfur Helmers, skerpt á andstæðunni milli orða hans og gerða, - sýnt hversu merk- ingarlaus orð Helmers verða í því samhengi sem gæti gefið þeim raunveru- lega merkingu. Fyrsta dæmið um tvíræða samræðu sem tekið var hér að framan (upphaf þriðja hluta), þar sem Torvald hugleiðir afleiðingar þess að hann, skuldsettur maðurinn, fái þakstein í höfuðið, er t.d. ekki í upp- kastinu.24 Þar spyr Krogstad Nóru hvað hefði orðið um greiðslur til sín ef þau hjón hefðu dáið í Ítalíuferðinni.25 í lokagerðinni færir Ibsen þessar hug- leiðingar fremst í leikritið og eignar þær Helmer. Innantómar setningar Helmers um Rank lækni eru að vísu í uppkastinu en í lokagerðinni hefur mjög verið skerpt á því samhengi sem afhjúpar merkingarleysi þeirra, m.a. er þar komin spurning Nóru um hvort ekki sé best að hafa engin orð um það sem verður að gerast. Sjálfbirgingsleg ummæli Helmers um að vernda Nóru litlu hvað svo sem á muni dynja eru ekki í uppkastinu. Og ekki heldur grát- broslegustu ummæli hans, sú ósk að Nóra væri í lífshættu svo hann gæti fórnað lífi sínu og öllu fyrir hana. Þar segir Helmer einungis: Nú höfum við allt; erum sjálfstæð. Hvað ég hlakka til að láta hendur standa fram úr ermum; vera minn eiginn sjálfstæði herra - hafa frjáls- ar hendur. (435) Ibsen hefur greinilega álitið að hann gæti gengið ennþá lengra í að afhjúpa merkingarleysi orða Helmers í ljósi þess hversu magnað átakaatriði fylgdi strax í kjölfar orðanna grátbroslegu. Það er kominn tími til að skoða það fræga atriði betur. Alvarlegar samrœður Eftir að Helmer hefur fengið bæði slæmu tíðindin (fyrra bréf Krogstads) og góðu tíðindin (seinna bréf Krogstads) ræða þau hjónin um vandamál sín og framtíðarhorfur. Nóra beinir athyglinni síðan að sjálffi samræðunni: NÓRA [...]:Finnstþérekkie/ffnýstárlegtnúþegarviðsitjumhér? HELMER: Hvað ætti það að vera? NÓRA: Við höfum verið gift í átta ár. Hefurðu ekki tekið eftir að þetta er í fyrsta sinn sem við tvö, þú og ég, maður og kona, tölum alvarlega saman? HELMER: Ja, alvarlega - hvað áttu við? (201) 56 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.