Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 69
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR Strindberg virðist líta á Brúðuheimili sem siðferðilega rökfærslu sem miði að því að breyta hugmyndum okkar um einstaka þætti siðferðisins, leggja okkur til nýjar hugmyndir um rétt kvenna eða endurorða einhver boð eða bönn samfélagsins. Hann telur að Helmer tapi rökfærslunni en Nóra sé látin standa uppi sem sigurvegari. Og hann harmar hvort tveggja, enda geti verkið haff ýmsar slæmar afleiðingar. Það sem Strindberg áttar sig ekki á er að sið- ferðilega vandamálið sem Ibsen gegnumlýsir er ffumlægara en spurningar sem lúta að innihaldi einstakra siðferðilegra skoðana okkar. Hann áttar sig t.d. ekki á því af hve mikilli nákvæmni Ibsen úthlutar Helmer ásættanlegum skoðunum - skoðanir sem ég efa stórlega að Ibsen hafi nokkurn áhuga á að hnekkja. Helmer telur t.d. rétt að leyfa Nóru að vera hún sjálf, segist taka vilj- ann fýrir verkið, að mikilvægt sé að afbrotamaður fái annað tækifæri, rangt sé að steypa sér í skuldir og ennþá verra að ljúga. Leið Helmers til að verða betri manneskja felst samkvæmt þessu ekki í því að hann breyti einstökum skoðunum sínum. Endurfæðing hans felst frekar í því að hann breyti afstöðu sinni til sérhverrar skoðunar sinnar. Eitthvað er athugavert við þær allar, þótt engin þeirra sé beinlínis röng.27 Og það er einnig ónákvæmt að líta svo á að í leikritinu réttlæti Ibsen afbrot Nóru. Aðalatriðið um persónu hennar er, eins og áður sagði, að hún breytist í rás verksins. Viðbrög Strindbergs eru ekki einstök.28 Raunar tel ég að verkið miði bók- staflega að því að kalla fram slík „mórölsk" viðbrögð og afhjúpa þau. Ein leið sem Ibsen beitir til þess og enn hefur ekki verið nefnd er sú hvernig hann kynnir og meðhöndlar persónur Helmers og Krogstads. Krogstad er kynntur til sögunnar sem siðferðilegt úrhrak og hann virðist hegða sér í samræmi við það. Helmer hefur hins vegar hreinan skjöld og virðir siðareglur samfélags- ins. Krogstad reynist þó traustari og kjarnmeiri maður en Helmer, og verð- ugri aðnjótandi hamingjunnar. Með þessum hætti virkjar leikritið siðferðiskennd okkar m.a. til að fá okkur til að endurskoða það hvernig við leggjum siðferðilegt mat á orð og gerðir einstaklinga. Önnur aðferð sem Ib- sen beitir felst í því að sýna fram á takmarkanir vissra siðadóma okkar. Eftir því sem við kynnumst Helmer betur, tökum betur eftir orðum hans og at- höfnum, er líklegt að við styrkjumst í þeirri trú að hann sé falskur maður, tali þvert um hug sér. Hins vegar er þess gætt, eins og áður sagði, af einstakri ná- kvæmni (leikritsins) að tilefnin til að staðfesta þá trú séu sem fæst. Þegar við áttum okkur á því að vandi Helmers er dýpri og erfiðari viðureignar en hræsni, verðum við um leið að viðurkenna að of ströng siðferðiskennd hafi komið í veg fyrir að við sáum hinn eiginlega siðferðisvanda. Átakanlegasta dæmið um tvíræða samræðu í Brúðuheimili verður að mínum dómi að nokkurs konar prófraun fyrir lesandann/áhorfandann, þar sem á það reynir hvort hann sé fær um að skoða orð og gerðir Nóru í öðru en TMM 2000:1 www.malogmenning.is 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.