Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 106
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR stúlka, en henni er falið að gæta og hlúa að gyðingnum uns búið er að finna honum annan og öruggari samastað. Þótt vesalingurinn, eins og Marie- Sophie kallar hann, sé ekki mikið fyrir augað, horaður slappur og visinn, eiga þau saman undurfallegt ástarævintýri og hnoða saman barni úr undarleg- um, ólögulegum klumpi sem maðurinn hefúr meðferðis áður en leiðir skilj- ast. Þannig er söguþráðurinn í grófum dráttum í Augu þín sáu mig. Hefð- bundin ástarsaga . . . eða hvað? Þetta er vissulega kunnuglegt þema: tvær ókunnugar manneskjur sem mætast í skugga stríðsógnar, verða ástfangnar og „brenna saman“ með hefðbundnum afleiðingum. En þær leiðir sem Sjón fer í þessari sögu eru vissulega öðruvísi en gengur og gerist í venjulegum ást- arsögum. Eins og hans er von og vísa kryddar hann söguna með alls kyns undarlegum fyrirbærum sem eru algjörlega á skjön við veruleikaskynjun hins raunsæja lesanda. En þegar púslinu er raðað saman fellur hver biti á sinn stað. Formgerð skáldsögunnar á sér stað á þremur sviðum: A) sviði sögu- mannsins B) frumspekilegu sviði engla og demóna og C) á sögulegu sviði íbúanna í smábænum Kukenstadt.28 Sá sem segir söguna er sonur aðalper- sónanna, þ.e. Marie-Sophie og gyðingsins, klumpurinn í hattöskjunni sem síðar varð barn. Honum er mikið í mun að segja sem nákvæmast ffá enda hans eigin sköpunarsaga í húfi og í frásagnargleði sinni stígur hann ýmis hliðarspor út af beinni braut frásagnarinnar, segir sögur í sögunni sem við fýrstu sýn virðast alls ekki koma aðalsögunni við. Áheyrandinn, stúlkan sem stöðugt er við hlið hans, vill fá raunsæja sögu, vill að sögumaður haldi sig við efnið og haldi sig frá öfgum og ofbeldi. Hún grípur inn í þegar henni finnst hann fara á of mikið flug en hann rökstyður ákvarðanir sínar með innri rök- vísi sögunnar og vísunum í bókmenntafræði og setur sig þar með í fræði- mannsspor. Sögumaður hefur semsagt fullt vald á sögu sinni þrátt fyrir útúrdúra og þegar öllum brotum er raðað saman stendur eft ir heilleg, merk- ingarbær saga, öfugt við sögurnar í Eftirmála regndropanna. Svið þrjú fjallar um daglegt líf fólksins í Kukenstadt í skugga styrjaldar- innar og það er raunsæjasta svið bókarinnar. Þar segir af „venjulegu“ fólki sem reynir að lifa af við óvenjulegar kringumstæður, þ.e. í skugga stríðsógn- ar en á sviði 2 segir af Gabríel erkiengli og baráttu hans við satan og önnur demónísk fýrirbæri. Líkt og á jörðu niðri ríkir barátta góðs og ills á himnum, þar er hernaðarhyggjan einnig í algleymingi. Sviðin þrjú byggja á einu eða öðru leyti á trúff æðilegum og dulspekilegum textum. Til dæmis er sagan af einkennilegu ástarsambandi Marie-Sophie og gyðingsins unnin upp úr gnostískum og gyðinglegum textum, m.a. hinni gyðinglegu goðsögu um gólemið. 96 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.