Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 118
RITDÓMAR að þetta sé gert af hugulsemi og kærleika í garð þeirra ómáttulegu manna sem nú eru aldir og sjá ekkert nema svartnætti ef fyrir augu þeirra ber klausa á tungumáli herra- þjóðarinnar sem einu sinni var. Um slíka nærgætni er ekkert nema gott að segja. En það hefði kannske verið enn meiri þörf fyrir hana áýmsum öðrum og mikilvægari sviðum, þar sem þekking hefur farið for- görðum, merking orða breyst eða þau hafa fengið ný hugmyndatengsl og lit, þannig að mikil hætta er á að menn skilji ekki lengur, eða misskilji hreinlega, það sem sagt var fyrir rúmlega einni og hálffi öld. Um það skulu nú nefnd tvö dæmi. Eins og allir menntamenn á þessum tíma var Jónas gegnsýrður af klassískri menningu, hann kunni að sjálfsögðu reiprennandi latínu og hafði á unga aldri mótast af lestri grískra og latneskra bók- mennta, kvæða Hómers, Virgils og ann- arra. Þessi þekking er nú flestum gleymd, því miður, og því er hætt við að alls kyns tilvísanir í klassísk ffæði í verkum Jónas- ar eða þá staða hans gagnvart æfafornri hefð fari ffam hjá lesendum ef þessi at- riði eru elcki skýrð þeim mun betur. Þeg- ar Jónas er á höttunum eftir Kristjönu Knudsen er meðbiðill hans Maurits Bier- ing uppnefndur „Morus“ í bréfi eftir kunningja Jónasar (bls. 68), og myndu menn kannske sjá þessa sögu skýrara ef þeir vissu að „morus“ kemur fyrir í merkingunni „heimskingi“ á latínu („moros“ á grísku, sbr. persónugerving heimskunnar ,,Móríu“). Páll Valsson bendir á að „ísland, farsældafrón" sé nokkurs konar svar við kvæðinu „Is- land“ eftir Oehlenschlager, og komi áhrifin m.a. fram í því að Jónas yrki hér í elegískum bragarhætti eins og danska skáldið. Þetta er tvímælalaust rétt. En það hefur ekki farið fram hjá neinum menntuðum lesanda kvæðisins á þess- um tíma, að með því að yrkja undir þess- um ákveðnabragarhætti (sem hann gerir mjög nákvæmlega, eins og menn heyra hrynjandina í nútímanum) var Jónas líka að skipa sér inn í hefð, sem hófst með hin- um svonefndu „elegísku skáldum" lat- nesku. Eitt þeirra var Óvíd, sem hver menntaskólapiltur þekkti, en annað skáld úr hópnum var Propertius, sem bar sam- an fortíð og nútíð Rómaborgar í sínum „rómversku elegíum“. Hann fer þó öfuga leið við Jónas, því hann ber saman fátæk- lega fortíð og glæsta samtíð. Propertius var að vissu leyti á dagskrá í byrjun 19. aldar, því Goethe hafði tekið hann sér til fyrirmyndar í sínum „Römische Elegien", sem komu út 1795 og svo aftur 1810, og ollu hneykslun, því það sem Goethe líkti eftir var ekki föðurlandsást rómverska skáldsins, heldur blautlegri hliðin. Þetta eru vitanlega smáatriði. En ann- að kynni að skipta meira máh, og það er sú spurning hvort skáldmál Jónasar og brag- tækni kunni ekki að hafa orðið fyrir nokkrum áhrifum af lestri hans á forn- skáldunum. Notkun hans á samsettum orðum (t.d. orðum eins og „klógulur" eða ,,nautgæfur“) á sér fornar rætur í íslensku, en skyldi það ekki hafa örvað ímyndunar- aflið að slík orðasmíð er eitt af grundvall- aratriðum í skáldmáli Hómers? Jónas er einnig nokkuð óvenjulegur meðal ís- lenskra skálda, að hann beitir því sem kallað er „enjambement11, en svo er það kallað þegar setningaskil verða inni í miðri ljóðlínu, og það leiðir hugann að því að þetta fyrirbæri skipar mjög stórt hlutverk í ljóðtækni Virgils, sem Jónas hafði lesið löngu áður en hann kynntist nokkrum erlendum samtímaskáldum. Hvernig sem þessu er nú farið, er ekki hægt að líta ffam hjá þeirri staðreynd að klassískur bakgrunnur er mikilvæg vídd í hugarheimi Jónasar, eins og allra mennt- aðra samtímamanna hans, og hefði mátt varpa á hann einhverju ljósi. Á þessu eru enn fleiri hliðar. Klassíska víddin er nefnilega þáttur af víðtækara 108 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.