Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 48
RÓBERT H. HARALDSSON þau álitamál sem verkið glímir við, en leysir ekki, verða ljós er við skoðum hvernig persónur Ibsens tala saman, lýsa dagdraumum sínum og fyrirætlun- um, koma orðum að hugsunum sínum og metnaði. Á þetta sérstaklega við sé orðræða einnar aðalpersónu verksins, Torvalds Helmer, skoðuð og hún borin saman við orðræðu annarra persóna. Að því búnu verður leitað svara við því hvað hin aðalpersóna verksins, Nóra Helmer, meini þegar hún kvartar undan skorti á alvarlegum samrœðum í hjónabandi sínu og einnig hvað hún eigi við með orðunum „hið undursamlega“ og „hið undursamlegasta“. í niðurlagi greinarinnar verður síðan vikið að fáeinum skilyrðum alvarlegrar samræðu. Siðjrœði Brúðuheimilis - leyndarmál Nóru Brúðuheimili, líkt og fleiri leikverk Ibsens, er þaulhugsað og fágað. Sérhvert orð þjónar tilteknu hlutverki í framvindu leikritsins og ekki verða fundin stök orðaskipti sem mega missa sín án þess að heildin raskist að einhverju leyti.6 Brúðuheimili er eins og ljóð sem öðlast nýja og dýpri merkingu eftir hvern lestur. Ekki er því auðvelt eða áhættulaust að gera verkinu skil í stuttu máli. Þó má segja að leyndarmál knýi atburðarás Brúðuheimilisí átt að sögu- frægu uppgjöri og auðveldi okkur að halda í hina fjölmörgu þræði og glöggva okkur í senn á fortíð persónanna og þankagangi. Forsaga verksins er sú að söguhetjan Nóra Helmer hefur á laun tekið hátt lán til að standa straum af kostnaði við Ítalíuferð fjölskyldunnar eftir að læknar höfðu tjáð henni að líf eiginmanns hennar, Torvalds Helmer, ylti á að hann kæmist í suðrænna loftslag. Leyndarmál leyndarmálsins er hins vegar að Nóra falsaði undir- skrift dauðvona föður síns á skuldabréfið. Hún vildi hlífa honum við áhyggj- um af heilsufari tengdasonarins; þess vegna fékk hann aldrei að vita af skuldabréfmu. Þegar frú Linde, æskuvinkona Nóru, kemur í bæinn að leita sér atvinnu trúir Nóra henni fyrir leyndarmáli sínu (fyrst að hluta, síðar í heild). Hún útvegar henni einnig starf við Hluthafabankann, þar sem Hel- mer er nýráðinn bankastjóri. Þó vill svo óheppilega til að Helmer lætur frú Linde fá stöðu lögmanns nokkurs, Krogstads, þess sem veitti Nóru lánið. Krogstad hótar að leysa frá skjóðunni beiti Nóra ekki áhrifum sínum til að hindra að hann missi starfið við bankann. Helmer er hins vegar óhagganleg- ur enda vill hann nýta fyrsta tækifæri sem gefst til að losna við Krogstad. Frú Linde grunar að Rank læknir, nánasti fjölskylduvinur Helmerhjónanna, og daglegur gestur á heimili þeirra, hafi lánað Nóru peningana en áttar sig síðar á því að það er Krogstad, fyrrum ástmaður frú Lindu. Uppljóstrun leyndar- málsins leiðir síðan á endanum til þess að Nóra yfirgefur eiginmann sinn og börn, og einnig þess að með Krogstad og frú Linde takast ástir að nýju og þau stofna fjölskyldu. 38 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.