Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2
ÍR í Suður Mjódd Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur lagt til við borg- arráð að gengið verði til samninga við ÍR um uppbyggingu íþróttaað- stöðu í Suður-Mjódd. Um er að ræða byggingu fjölnota íþrótta- húss á svæði ÍR. Í húsinu er fyrir- hugað að öll íþróttastarfsemi ÍR vegna æfinga og keppni verði í húsinu, þar á meðal bæði hand- knattleikur og körfuknattleikur. Þá er gert ráð fyrir að Ölduselsskóli og aðrir skólar munu nýta aðstöð- una eftir þörfum. Slökkvistöð við Stekkjarbakka Drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 til 2024 liggja nú fyrir til kynningar. Drögin fela í sér breytta landnotk- un við Stekkjarbakka í Breiðholti þar sem fyrirhugað er að reisa slökkvistöð fyrir höfuðborgar- svæðið. Stekkjarbakkinn þykir hafa þá kosti til að bera að hann liggur nokkuð miðsvæðis þegar tekið er tillit til alls höfuðborgar- svæðisins auk þess sem auðvelt er að komast inn á meginumferð- aræðar. Gert er ráð fyrir að um 0,6 ha. opið svæði norðan Stekkj- arbakka verði tekið til sérstakra nota vegna fyrirhugaðrar slökkvi- stöðvar. Fleiri konur stjórana hjá ÍTR Fleiri konur eru nú við stjórn- unarstörf hjá ÍTR en karlar. Þetta kemur fram í nýlega gerðri könn- un um hlutfall kynja í stjórnunar- stöðum hjá stofnuninni. Konur eru nú 61% stjórnenda hjá ÍTR en karlar 39%. Hlutfall kynja er nokkuð jafnt þegar litið er til alls starfsfólks ÍTR. Hlutfall kvenna er um 54% og hlutfall karla er 46%. Í störfum stjórnenda á skrifstofu tómstundamála eru 72% konur en 28% karlar. Kynjaskipting allra starfsmanna á skrifstofunni er á þann veg að 68% af þeim eru konur en 32% karlar. Á skrif- stofu íþróttamála er skiptingin þannig að 31% stjórnenda eru kon- ur en 69% karlar. Kynjaskipting alls starfsfólks sem vinnur á skrif- stofu íþróttamála er á þann veg að 43% starfsmanna eru konur en 57% karlar. Þetta er fyrsta könnun- in sem gerð er á hlutföllum kynja hjá ÍTR en ætlunin er að gera slíka könnun ársfjórðungslega í fram- tíðinni. Skráning hafin í vinnuskólann Skráning er hafin í Vinnuskóla Reykjavíkur en vinnuskólinn hef- ur það að markmiði að reyna að tryggja öllum unglingum í efstu bekkjum grunnskólans öruggt, hvetjandi og þroskandi vinnu- umhverfi yfir sumarmánuðina. Markmiðið með störfum ungling- anna er að bæta borgarumhverf- ið, skapa skilning á verðmætum í umhverfinu og áhuga á að fræð- ast meira um borgina. Launatíma- bil er frá 11. til 10. hvers mánaðar. Ánægja með þjónustu- miðstöðvarnar Mikill meirihluti þeirra sem nýta sér þjónustu þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar eru ánægðir með hana og hátt í sex af hun- draði þjónustunotenda eru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu Barnaverndar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Capacent-Gallup, sem gerð var á tímabilinu 7. til 14. janúar síðastliðinn. Þar kemur ein- nig fram að 93% eru ánægðir með viðmót og framkomu starfsfólk á þjónustumiðstöðvum og rúm 84% ánægð með viðmót og framkomu starfsfólks Barnaverndar. Á að stórhækka stöðumælagjöld? Kolbrún Jónatansdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar, segir gjaldskrá Bílastæðasjóðs Reykjavíkur langt á eftir miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Gjaldtaka fyrir stöðubrot sé aðeins brot af því sem gerist annars staðar. Verð fyrir bílastæði í bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs er 80 krónur fyrir fyrsta klukkutímann og 50 krónur eftir það. Hálfur dagur kostar því 230 krónur. Til samanburðar kosti hálfur dagur í Osló 2.520 krónur. Hún segir að lagt sé 1500 kr. gjald á bifreið ef gjaldmælir sé fallinn, gjald sem lækki í 950 kr. ef það sé greitt innan þriggja daga. Í Kaup- mannahöfn þurfi hins vegar að greiða 8.364 kr. fyrir sama athæfi. Hún segist einnig vilja bæta við- horf borgarbúa til Bílastæðasjóðs og ekki síst stöðuvarða sem eru eingöngu að sinna vinnu sinni. Leiðarljós sjóðsins sé að sýna lip- urð í samskiptum og jafnræðis- reglan í hávegum höfð. Aukin stuðningur við fötluð börn Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti á dögunum að auka stuðn- ing við fötluð börn á frístunda- heimilum Reykjavíkurborgar frá því sem fjárhagsáætlun ársins 2008 gerði ráð fyrir. Af þeirri 56 milljón króna aukafjárveitingu sem ÍTR fær til reksturs heilsárs frístundaheimila renna 31,7 millj- ón króna til stuðnings barna með sérþarfir. Með þessari fjárveit- ingu og fjármunum sem fyrir eru í fjárhagsáætlun ÍTR verður kleift að reka frístundaheimili í sumar þannig að þau verði rekin á heils- ársgrunni. Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni Ólafur F. Magnússon, borgar- stjóri kynnti tillögur að lausn sam- göngumála í Vatnsmýri sem miða að byggingu samgöngumiðstöðv- ar á fundi með Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra. Samgöngu- miðstöðinni er ætlað að hýsa alla samgöngustarfsemi og skal hún vera miðstöð flugstarfsemi, almenningssamgangna, hópferða- bifreiða, leigubifreiða o.s.frv. Framkvæmda- og eignasvið flytur og heiðrar starfsmenn Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar hefur flutt starf- semi sína úr Skúlatúni 2 yfir í nýtt og glæsilegt húsnæði að Borgar- túni 10 til 12. Alls hafa 65 manns unnið í tuttugu ár eða lengur hjá Framkvæmda- og eignasviði hlutu 11 manns viðurkenningu fyrir 40 ára starf eða lengur í tilefni dags- ins þegar flutningurinn fór fram. Einn þeirra, Gunnar Ágústsson, sem hefur unnið hjá Reykjavíkur- borg í 52 ár. Átján voru heiðraðir fyrir starf í 30 til 39 ár og þrjátíu og sex hafa unnið í 20 til 29 ár. 2 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími 551 1519, 893 5904 Netfang: thord@itn.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Íslandspóstur 4. tbl. 15. árgangur Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R A ð undanförnu hefur ritstjórn Breiðholtsblaðsins borist nokkuð af símtölum frá fólki í Breiðholtinu sem látið hefur í ljósi áhyggjur af þeirri ímynd sem það telur að hverfið sitt búi við. Þetta á sér að hluta til rætur í því að nokkuð hefur verið um óhappaverk í Breiðholtinu að undanförnu. Í máli þessa fólks hefur komið fram að fjölmiðlar tíundi Breiðholtið í hvert sinn sem óhappaverk verður í hverfinu en láti sér nægja að tilgreina austur- eða vesturborgina eigi þau sér stað annars staðar. Nú sé svo komið að fólk veigri sér við að taka orðið Breið- holt í munn vegna þess hversu neikvæðan blæ það beri með sér en segist fremur búa í Seljahverfi, Bökkum, Hólum og Fellum. Óhappaverk verða hvarvetna þar sem ógæfufólk er og Breið-holtið verður ekki undan því skilið frekar en aðrir borgar- hlutar og borgarhverfi. Hins vegar felst engin lausn í að þegja slík verk í hel. Stinga tilvist þeirra undir stól eða sópa þeim und- ir teppi. Um þau verður að fjalla eins og annað sem verða vill og hugleiða á opin hátt hvernig bregðast megi við slíkum verk- um þótt stundum geti verið við ramman reip að draga - einkum þar sem fíkn hefur tekið öll völd. V issulega geta óhappaverk af þeim toga sem nýlega urðu í Breiðholtinu haft áhrif á ímynd borgarhluta eða borgar- hverfis. Þann ímyndarvanda, sem fólk telur sig finna gangavart Breiðholtinu, má þó rekja öllu lengra aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma sem yngri hlutar þess voru í byggingu. Þessi vandi varð til vegna mikils skipulagsslyss við hugmyndasmíði Fellahverfisins og þá einkum efri hluta þess og afleits arkitekt- úrs sem erfitt er að skilja til nokkurrar hlítar. Byggingarmátinn er vægast sagt undarlegur og einnig sá háttur að raða íbúðum ætluðum fólki með félagsleg vandamál í heila spilaborg eins og gert var í Fellunum á sínum tíma. Þótt umtalsverður hluti þess- ara íbúða hafi verið seldur á almennum markaði þá lifir lengi í fyrstu glæðum og íbúðaverðið hefur aldrei náð jöfnuði við önn- ur hverfi borgarinnar. E inar Skúlason, forstöðumaður Alþjóðahússins, sem er uppal-inn í Fellahverfi, segir í viðtali hér í blaðinu að slæmir hlutir sem átt hafi sér stað hafi að einhverju leyti orðið undirrót þess- arar umræðu. Ímyndarsmíðin hafi einkum tengst óhamingju og sorg ákveðinna einstaklinga og fjölskyldna sem áttu við óreglu og önnur vandamál að stríða. En þetta hafi verið mikill minni- hluti og langflestir nágrannar fjölskyldu hans verið besta fólk. En umræðan hafi engu að síður magnast. Oft þurfi ekki mikið til að fréttir bólgni út þegar þær fara um fleiri munna. Þetta eru orð að sönnu. Þessi umræða og ímynd hefur orðið lífseig og raunar lagst á allt Breiðholtshverfið. Íbúi í Breiðholtinu lét það sjónarmið í ljósi við Breiðholtsblaðið á dögunum að líklegast yrði þessu ekki breytt nema að jafna kastalann og lönguvitleysurnar tvær gegnt Fellaskóla við jörðu og skipuleggja þann hluta Fellahverf- is upp á nýtt. Þarna er líklega um allt að 800 íbúðir að ræða og sýnt að slíkt verkefni yrði risavaxið á Reykvískan mælikvarða. Því miður virtust borgaryfirvöld gleyma þessu fjölmennasta hverfi Reykjavíkur eftir að byggingu þess lauk og fátt var framkvæmt þar um árabil. Nú virðast þau vera að vakna til lífs- ins samanber samráðsfund borgarstjóra með íbúum Breiðholts á dögunum. Margt jákvætt er einnig að gerast í hverfinu og má í því efni nefna starf allra skólana þar og einnig ýmis félagasam- tök sem vinna góð verk í þágu hverfisins og íbúanna. Þótt ekki verði farið í svo róttækar aðgerðir að brjóta niður hundruð íbúða og endurbyggja er ljóst að borgaryfirvöld og íbúasamtök í hverfinu verða að taka höndum saman um að breyta þessari ímynd. Nauðsynlegt er að efna til þrauthugsaðra verkefna sem geta verið til þess fallin og að efla kynningarstarf og jákvæða umræðu um Breiðholtið í heild sinni. Þetta þolir enga bið og gætu hverfisráðið og íbúasamtökin Betra Breiðholt byrjað á að velta þessum málum fyrir sér. Ímynd Breiðholtsins APRÍL 2008 Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar? borgarblod.is borgarblod@simnet.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.