Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 4

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 4
Alþjóðahúsið er að hefja starf- semi í Breiðholti. Fólk af ýmsum þjóðernum hefur fest sér bústaði þar á undanförnum árum og margt af því er komið hingað til að byggja sína framtíð og afkomenda sinna á atvinnulífi og öðrum aðstæðum til mann- lífs hér á landi. Þetta fólk er af ýmsum þjóðernum og á sér fjöl- breyttan menningarlegan bak- grunn. Eðlilega á fólk af ólíku bergi stundum í erfiðleikum með að aðlagast þeim venjum og hefðum sem íslenskt samfé- lag byggir á og einnig að ná tök- um á íslensku tungumáli sem er talsvert frábrugðið mörgum þeim tungum sem aðflutt fólk á að móðurmáli. Alþjóðahúsinu var komið á fót til þess að veita fólki sem hingað kemur ýmsa þjónustu og með starfinu í Breið- holtinu er ætlunin að víkka þetta starf út. Einar Skúlason, forstöðu- maður Alþjóðahúss er uppalinn í Fellahverfinu í Breiðholti og þekkir því vel til aðstæðna þar. Hann spjallar við Breiðholtsblað- ið að þessu sinni um kynni sín af Breiðholtinu og einnig það starf sem fram fer á vegum Alþjóða- hússins. Á fjórða árinu í Breiðholtið “Ég var á fjórða árinu þegur við fluttum í Breiðholtið. Fyrst áttum við heima í Æsufellinu en fluttum síðan yfir í Keilufellið. Ég var í leik- skóla í Fellahverfinu og byrjaði svo í sex ára bekk í Fellaskóla og var þangað til framhaldsskólinn tók við. Ætlunin var að fara í FB en árinu áður en að því kom flutt- ist fjölskyldan niður í Miðborgina. Ég lauk grunnskólanum engu að síður í Fellaskóla og tók strætó uppeftir á hverjum degi í hálfan vetur. En ég var eiginlega búinn að fá nóg af þeim ferðum og gat ekki hugsað mér að ferðast á milli hverfa með þessum hætti næstu fjögur árin. Því varð úr að ég lagði hugmyndir mínar um FB til hliðar og fór í MR sem var í um fimm mínútna göngufæri frá heimili mínu. Ég var eini nemandinn úr Fellaskóla sem kom í MR þetta haust þannig að þetta var alger- lega í nýtt umhverfi fyrir mig og ég þekkti engan í byrjun.” Umræðan var verulega ýkt Einar segist muna vel eftir þeim tíma sem talað var um Fellavilling- ana og krakkar þorðu ekki á milli hverfa í Breiðholtinu. “Ég man líka eftir því að einhverjir af fjölskyldu- vinum okkar voru hræddir við að koma í heimsókn. Hræddir við að koma inn í hverfið. Þetta sýnir glöggt hvernig almenn umræða og fjölmiðlun geta skapað ákveð- na ímynd þótt hún eigi sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum. Eins og ég man hverfið og mína bernsku þá var þessi umræða ýkt á alla vegu og mun meira gert úr vandamálum en nokkur efni stóðu til. Ég held að slæmir hlut- ir sem áttu sér stað og voru að einhverju leyti undirrót þessar- ar umræðu og ímyndarsmíði hafi einkum tengst óhamingju og sorg ákveðinna einstaklinga og fjöl- skyldna sem áttu við óreglu eða önnur vandamál að stríða. Þetta var mikill minnihluti og langflestir nágrannar okkar voru besta fólk og ég man ekki eftir því að vandi einhverra í hverfinu hafi bitnað á okkur. En umræðan magnaðist engu að síður og oft þarf ekki mik- ið til og svo bólgna fréttirnar út eftir því sem þær fara um fleiri munna.” Fellahellir hafði mikil áhrif Talið barst að Fellahelli sem var á meðal nýjunga í félags- og æsku- lýðsstarfi í Reykjavík. Einar segir Fellahelli hafa verið nokkuð sér á parti vegna þess að þangað hafi ráðist mjög öflugt fólk til starfa sem náð hafi vel til krakkanna auk þess að vera uppfindningasamt, frumlegt og innleitt ýmsar nýjung- ar sem þau hafi kunnað að meta. “Margt af þessu fólki hefur líka lát- ið að sér kveða á öðrum sviðum síðar á lífsleiðinni. Margrét Sverr- isdóttir, varaborgarfulltrúi var þar um tíma og einnig ýmsir skapandi listamenn á borð við Þór Eldon, tónlistarmann, sem var í Sykur- molunum og Sigurjón Sigurðsson, Sjón, skáld og rithöfund. Ég held að það hafi gert gæfumuninn fyrir æskulýðsstarfið í Fellahelli hver- su margir jákvæðir og skapandi einstaklingar komu þar að verki. Þetta starf hafði góð áhrif og ég held að Fellahellir hafi haft mikil og jákvæð áhrif á marga sem voru að alast upp í Efra Breiðholtinu á þessum tíma. Ég stundaði Fella- helli á uppvaxtarárum mínum og þar var eitt af fyrstu diskótekun- um. Því hafði verið komið fyrir í búri sem var byggt úr fremsta partinum af flugvél og JD-inn sat þar og stjórnaði tónlistinni. Ég var þar einn vetur en var held ég aldrei neitt sérstaklega góður. Ég var meira í stuðinu en í diskó- inu og vildi heldur spila stuðtón- list. Við vorum þó aðeins farnir að mixa og að láta taktinn ganga upp á milli laga þannig að fólk tók ekki eftir því þegar byrjað var á nýju lagi því sami takturinn hélt áfram. Það var líka keppni í DJ á milli félagmiðstöðvanna á hverju ári. Þetta var góður tími. Krakk- arnir skemmtu sér á uppbyggi- legan hátt og einhverjir fóru á fyrsta sjensinn í Fellahelli eins og gengur. Starfsemi Fellahellis var svo hætt og starfsemin sameinuð Miðbergi einhverjum árum síðar. Nú er búið að endurnýja gamla Fellahellissalinn og á að koma tónlistarstarfi þar fyrir sem er af hinu góða.” Einar segist hugsa með hlýju til áranna í Fellunum. “Þetta var ákaflega skemmtilegur tími og gaman að alast upp þarna. Það var mikið af krökkum og ég held að það hafi verið allt að 1800 börn í Fellalskóla þegar flest var þegar ég var í skólanum. Þetta hef- ur breyst og mig minnir að nú séu um 400 börn þar. Hinir skólarnir voru líka mun fjölmennari en í dag því það var ótrúlega mikið af krökkum þarna á þessum tíma og endalaust hægt að finna sér eitthvað til þess að gera. Krakkar voru líka meira úti en í dag. Fyrstu tölvurnar voru reyndar að koma. Tölvur eins og Sincler Spectrum og Commandor en þær voru ekki eins einfaldar og háþróaðar og tölvur eru í dag og netið var að sjálfsögðu ekki komið til sögunn- ar. Vídeóið var komið og stutt að fara út í leigu og ná sér í spólu. En þetta voru aðrir tímar.” Níutíu prósent í fjáröflun en tíu í æfingar og keppni Einar sagði að fyrir skömmu hafi hann verið að róta í dóti frá þessum tíma og fundið gamla keppnistreyju. “Þá rifjaðist upp fyrir mér að við stofnuðum keppn- islið nokkrir strákar. Við héldum hlutaveltu til þess að fjármagna kaup á búningum og svo æfðum við eitthvað en ég held að við höf- um bara spilað einn leik. Þegar ég fór að hugsa þetta til baka þá minnir mig að 80 til 90 prósent af tímanum sem við eyddum í liðið hafi farið í undirbúning, í hluta- veltu, peningasöfnun og kaup á búningum og að láta prenta á þá en restin síðan notuð til að æfa og keppa. Við vorum alltaf að leita okkur að einhverju til þess að gera. Við gáfum út blað. Ég og félagi minn. Það hét Keilufellsblað- ið. Mig minnir að það hafi komið út fimm hefti af því og við seld- um það m.a. til þess að fjármagna búningana. Mér fannst Keilufellið alltaf vera ein og lítið þorp. Svona veröld út af fyrir sig. Það var byggt upp af litlum einbýlishús- um sem flutt voru hingað til lands vegna Vestmannaeyjagossins og kölluðust Viðlagasjóðshús. Mað- ur þekkti alla í Keilufellinu og við krakkarnir vorum mikið að þvæl- ast heima hjá hverjum öðrum. Vantaði vinnu og sótti um Einar hefur að undanförnu starfað sem framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Hvernig kom til að kann kaus að starfa með erlendum aðilum sem hafa flust hingað og sinna þjónustu fyrir fólk sem er að laga sig að íslensku samfélagi. “Það á sér enga sérstak forsögu. Ég sá starfið auglýst og sótti um. Ég las stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og tók síðan MBA gráðu við Háskólann í Edin- borg. Ég var á leiðinni heim frá Edinborg þegar ég sá þessa aug- lýsingu. Ég var á þeim tímapunkti að þurfa að finna mér vinnu og ég sló bara til og sótti um. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á samfé- lagsmálum og málefni nýbúa eru hluti af því. Þetta átti sér því enga forsögu eða að ég tengdist nýbú- um með neinum beinum hætti. Ég hafði reyndar unnið hjá veffyr- irtæki um nokkrum tíma áður en að ég hélt til náms í Edinborg og ég var búinn að telja vinnufélaga mína inn á að velja Alþjóðahús til þess að hanna heimasíðu. Mér fannst síðan hjá þeim ekki nógu góð miðað við þær upplýsingar sem hún þyrfti að veita. Ég setti mig í samband við Alþjóðahúsið á þeim tíma og þó að þessi hug- mynd um vefsíðugerðina hafi ekki orðið að veruleika þá sýnir þetta kannski að áhugi minn á þessari starfsemi var vaknaður á þeim tíma.” Um þrír fjóru hlutar tekna Alþjóðahúss frá einkageiranum Starfsemi Alþjóðahússins hafði varað um tveggja ára skeið þegar Einar kom til starfa en Miðstöð nýbúa hafði áður starfað frá árinu 1996. Einar segir að þar hafi ver- ið á ferðinni félagsmiðstöð fyrir nýbúa en sú starfsemi hafi í raun verið of takmörkuð þegar fólki af erlendu bergi tók að fjölga. “Ástæða þess að ráðist var í stofn- un Alþjóðahússins var einfaldlega sú að mikið þörf var orðin fyrir upplýsingamiðlun og þjónustu við fólk sem flutt var hingað til lands eða var að flytja hingað. Nokk- ur sveitarfélög komu að stofnun hússins. Þar á meðal Reykjavíkur- borg, Kópavogur og Seltjarnarnes auk fleiri sveitarfélaga og alþjóða- deild Rauða krossins. Eftirspurn- in eftir þjónustu okkar er alltaf að aukast og við höfum reynt að mæta henni af fremsta megn. Vandamálið er að okkur hefur gengið illa að sannfæra stjórnvöld um nauðsyn þess að efla þetta starf í takt við fjölgun þess fólks sem flytur hingað. Við höfum ekki geta fengið fleiri sveitarfélög til liðs við okkur og Alþjóðahús komst í fyrsta skipti inn á fjárlög á síðasta ári með fjögurra milljón króna framlag. Það hrekkur þó skammt miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og fara stöðugt vaxandi. Þess vegna höf- um við gripið til þess ráðs að leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og á síðasta ári var staðan sú að um 75% af tekjum Alþjóðahúss komu frá einkageiranum en aðeins um fjórðungur frá ríkis- og sveitarfé- lögum.” Einar kveðst ekki kunna skýringar á af hverju þetta starf skuli ekki hafa fengið hljómgrunn hjá ríki og sveitarfélögum þrátt fyrir fagurt tal um að auðvelda þurfi fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og ekki síst að kenna því íslensku. Hann segir opinbera aðila þó hafa lagt fjömenningarsetri á Ísafirði lið og fái það nú um 50 milljónir króna af opinberum fjármunum til starfs síns á yfirstandandi ári. “Ég get hins vegar ekki horft fram hjá því að ekki skuli vera brugðist við með meiri krafti hér á þessu svæði því þótt fólk hafi sest að á Vestfjörðum og þar hafi mynd- ast fjölmenning þá eru langflestir þeirra sem eru af erlendum upp- runa búsettir hér á höfuðborgar- svæðinu.” Getum túlkað og þýtt úr um 60 tungumálum Margvísleg erindi berast til Alþjóðahússins og Einar segir að skipta megi verkefnum þess í nok- kra hluta. “Veigamesti hlutinn í starfi okkar er almenn ráðgjöf og við erum með tvo ráðgjafa í fullu starfi. Síðan starfar lögfræðingur á vegum okkar sem veitir lögfræði- lega ráðgjöf sem er fólki að konstn- aðlausu rétt eins og almenna ráð- gjöfin. Síðan veitum við almenna fræðslu sem snýr einnig að Íslend- ingum og svo er kennd íslenska og samfélagasfræði fyrir útlend- inga. Í því efni einbeitum við okk- ur að samstarfi við fyrirtæki. Við heimsækjum fyrirtæki þar sem fólk af erlendum uppruna starfar og fellum kennsluna inn í vinnu- tíma þess. Við erum einnig að fást við ólæsi á meðal aðflutts fólks. Við vitum ekki til fulls um umfang þess er því hefur verið haldi fram að allt að 10% þess fólks sem kem- ur hingað sé ekki læst á latneskt letur en þar er þá einkum um að ræða fólk frá þeim heimshlutum þar sem myndletur er notað. Þar kemur einnig til gjörólík uppbygg- ing tungumála. Tónar í framburði skipta t.d. miklu fyrir málsskilning sumra Asíumála en er mjög fram- andi fyrir Evrópubúa. Sama orðið getur haft gjörólíka merkingu eftir því í hvaða tónhæð það er borið fram. Túlkanir og þýðingar eru einnig mikilvægur þáttur í starfi okkar og getum við nú annast túlk- anir á um 60 tungumálum.” Þetta á að verða grasrótarstarf En aftur að Breiðholtinu. Einar leggur áherslu á að starfið sem þar er fyrirhugað sé með nok- krum öðrum hætti en hjá Alþjóða- húsinu við Hverfisgötu. “Við ætl- 4 Breiðholtsblaðið APRÍL 2008 Þetta á að verða grasrótarstarf Einar Skúlason ásamt Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóri eftir undirskrift um stofnun Alþjóðahús í Breiðholti. V I Ð T A L I Ð

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.