Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 10

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 10
10 Breiðholtsblaðið APRÍL 2008 Bernskuminningar úr Breiðholtinu Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari og leikstjóri, betur þekktur sem Denni, sleit barnsskón- um út í sveit en fluttist með foreldrum sínum í Breiðholtið 13 ára. Hann bjó í Blöndubakkanum þangað til að flökkueðlið tók yfir og hann fluttist langdvölum erlendis. Guðjón rifjar bernsk- una í Breiðholtinu upp að þessu sinni. Það var í byrjun júlí árið 1987 að mamma og pabbi sögðu mér og bróður mínum að við þyrftum að flytja í bæinn. Við bjuggum í Braut- arholti á Skeiðum, sem er rétt hjá Selfossi, en pabbi var skólastjóri í Skeiðaskóla og hafði verið síð- an 1972. Það var frábært að alast upp út í sveit og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Við gátum farið að veiða þegar við vildum, smíðað það sem okkur datt hug í smíða- húsinu, farið á fleka á mýrarpoll- inum fyrir neðan bæinn, hangið á verkstæðinu hjá nágrönnunum og hjálpað til við viðgerðir, gert það sem okkur datt í hug. Við bræðurn- ir vorum ekki par ánægðir með að vera skikkaðir til að flytja í Breið- holtið og mótmæltum af hörku. En það var ekki til umræðu og mánuði seinna vorum við mætt í Blöndubakkann. Það var þröngt hjá fjölskyldunni fyrsta árið, en við bjuggum sjö saman í íbúðinni; mamma, pabbi, bróðir minn, syst- ir mín, kærastinn hennar og sonur þeirra sem þá var rétt eins árs. Sambúðin gekk ótrúlega vel og fjöl- skyldan styrktist í gegnum þetta allt saman. Það leið ekki á löngu þangað til við bræðurnir vorum orðnir hressir með flutningana. Með miklu eðalfólki En svo fór maður í Breiðholts- skóla og þar lenti ég í bekk með miklu eðalfólki. Maður kynntist fullt af fólki á mjög skömmum tíma. Sérstaklega minnisstætt er þegar ég kynntist Villa vini mínum. Hann bjó á númer 15. Hann var út á túni að leika sér með flugdreka þegar ég og bróðir minn hittum hann fyrst. Bróðir minn hélt að hann væri þroskaheftur, en það kom fljótt í ljós að hann var bara sérstakur en ekki fatlaður. Það var mjög skemmtilegt að vera í Breið- holtsskóla. Við stofnuðum hljóm- sveit og deildum æfingaplássi með Lúðrasveitinni. Það var lítill kær- leikur á milli þessara sveita, enda ólíkar að uppbyggingu og með ólík markmið. Við spiluðum einhvers- konar pönk og aðeins frumsamið efni. Við nefndum hljómsveitina N.D.F. í höfuðið á Nínu Dögg Filipp- usdóttur, sem er núna ein af okk- ar allra bestu leikkonum. Hún var ein af fjölmörgum söngkonum sem voru í bandinu. Aðalmennirnir í bandinu voru Edilon Hellertsson sem spilaði á trommur, Magnús Ármann sem söng og hélt uppi stuði og ég sem spilaði á gítar. Ég man hvað ég var brjálæðislega feiminn á þessum tíma. Maður var pínulítill með risastóran gítar, í rifn- um gallabuxum, með sítt ljóst hár í gömlum kjólfatajakka sem afi minn heitinn, Björn Jónsson ráðherra, átti. Það komu fleiri góðir við sögu. Árni Þór Jónsson, karatesnillingur og myndlistamaður söng með okk- ur. Helgi “skáti” Kristinsson spilaði á hljómborð með okkur og Eirík- ur “Faxi” plokkaði bassann á nok- krum tónleikum. Fjölmargar söng- konur þöndu raddböndin með okk- ur; Margrét, Ragna, Ingunn, María Lovísa og fleiri góðar stúlku, en þær vöktu alltaf mikla athygli á tónleikum enda glæsilegar með afbrigðum. Hljómsveitin var heil- mikið fyrirtæki og spilaði tvisvar niður á torgi. Ekki má gleyma Jóni Eyþóri sem sá um ljós og allt sem við kom rafmagni. Jón Eyþór smíð- aði, þá 14 ára gamall, ljósamixer sem hann notaði til að gera alveg magnað ljósasjó á fyrstu tónleik- unum okkar. Hann hafði handlagn- ina ekki langt að sækja en hann er barnabarn Jóns E. Guðmundsson- ar brúðugerðarmeistara. Hljómsveitin sveifst einskis Hljómsveitin sveifst einskis til að gera þessa viðburði sem glæsi- legasta og segja má að botninum í því hafi verið náð þegar við stál- um jólaseríu af tréi úr einhverjum garðinum í Stekkjunum. Það var ekki fallega gert, en serían tók sig svakalega vel út á trommusettinu. Hljómsveitin var ekki alltaf sam- mála kennurunum hvenær tónleik- um sveitarinnar ætti að ljúka og var oftar en einu sinni dregið fyrir tjaldið þegar við hljómsveitin töld- um okkur eiga heilmikið eftir. Það fór lítið fyrir góðærinu á þessum árum og flest allir skítblankir. Það kostar sitt að vera í hljómsveit og til að fjármagna gítarkaupin fór ég að bera út Moggann. Það leið ekki á löngu þar til maður var búinn að eignast eðalhljóðfæri, amerísk- an Fender Stratocaster og Peavey magnara og Blöndubakkinn far- inn að nötra. Stundum heyrði ég í stelpunum á hæðinni fyrir ofan okkur æfa sig á píanóið. Þá stakk maður bara í samband og spilaði með þeim í gegnum steypuna. Breiðholtið skemmtilegt og Bakkarnir sérstaklega En það var margt fleira en hljóm- sveitin. Maður tók ríkan þátt í félagslífinu í skólanum, og svo var það auðvitað Breiðóvision, sem var hinn upprunalegi Skrekkur, og það æði byrjaði einmitt í Breið- holtsskóla og smitaðist síðan yfir til hinna skólanna og breyttist í Skrekk eins og hann er í dag. Þar má segja að maður hafi lagt grunn- inn að því sem maður er að gera í dag. Það var alltaf nóg að gera, enda Breiðholtið skemmtilegt svæði, og bakkarnir sérstaklega vel skipulagt svæði, sérstaklega þegar maður er unglingur og vill ólmur taka þátt í óæskilegri hópa- myndun. Ekki var allt gáfulegt sem við tókum okkur fyrir hendur, en við vorum svo sem ekki að reyna að kljúfa einhver atóm. Núna er maður kominn niður í Hlíðarnar og hefur það bara skrambi gott. En engu að síður gæti ég vel hugs- að mér að flytja þangað aftur. Hver veit hvað gerist. Það var góður skóli að eyða unglingsárunum í Breiðholtinu og ég er dauðfeginn að hafa ekki dagað uppi í sveitinni. Dauðfeginn að hafa ekki dagað uppi í sveitinni Denni litli nýlega fluttur af Skeiðum í Bakkana. Með skólasystkinum á leiklistarnámsárum í Bretlandi. Með Magnúsi Ármann að keppa í Breiðóvision. Denni í dag.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.