Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12
12 Breiðholtsblaðið APRÍL 2008 Þegar ég var að alast upp á Mel- unum í Vesturbænum var Breið- holtið að byggjast upp. Áhersla var lögð á að byggja vel skipulagt og barnvænt hverfi. Eins og gjarnan er um ný hverfi dró Breiðholtið til sín ungt fjölskyldufólk. Á unglingsárun- um er mér vel minnistætt hversu miklir fordómar ríktu í garð krakk- anna í Breiðholti. Í augum margra í Vesturbænum voru unglingarnir í Breiðholti hinir mestu villingar. Ef fregnir bárust af óknyttum ung- linga einhvers staðar í Reykjavík var gjarnan ályktað að þar hefðu krakkar úr Breiðholti verið að verki. Ofursett fordómum í garð Breiðholtskrakkanna hugsaði ég með sjálfri mér að í Breiðholtið myndi ég aldrei á ævinni flytja. En vísast er að spara allar fullyrðing- ar um hvað lífið ber í skauti sér. Einn fagran sumardag fyrir fáein- um árum flutti ég ásamt fjölskyldu minni í Breiðholtið. Nú er ég stolt- ur Breiðhyltingur og ber hag hverf- is míns alls fyrir brjósti. Þeir eru ófáir íbúar í Breiðholtinu sem finnst að enn séu til fordómar í garð Breiðholtsbúa og að ímynd hverfisins hafi átt undir högg að sækja undanfarin misseri. Áhyggj- urnar eru ekki að ástæðulausu. Fólk er sér meðvitað um að fordóm- ar eru þess eðlis að það getur tekið áraraðir að vinda ofan af þeim nái þeir að myndast. Séu fordómar und- irliggjandi þarf oft ekki nema eina neikvæða uppákomu til að festa þá enn frekar í sessi. Skortur á upplýsingum eða ein- hliða upplýsingar eru ein helsta uppspretta fordóma og einnig það sem viðheldur þeim einna helst. Ef hrekja á fordóma þurfa nýjar jákvæðar upplýsingar að berast. Þess vegna er svo mikilvægt að vandað sé til allrar umfjöllunar um hverfi eins og Breiðholt og að þeir sem flytja fréttirnar fari vel með þær upplýsingar sem þeir byggja frétt sína á. Umfjöllun fjölmiðla skiptir sköpum því fréttaflutningur, þar sem áherslan er e.t.v. að draga upp dökkar myndir af mannlífinu í hverfinu, litar eðlilega huga og við- horf almennings. Í Breiðholtinu finnst margbrotið mannlíf. Ástæðan fyrir því að fólk velur að búa þar er vegna þess að því finnst hverfið uppfylla vænting- ar sínar og barna sinna. Vissulega má margt betrumbæta eins og geng- ur og gerist í hverfum sem komin eru af yngsta skeiði. Börn og ung- lingar sem alast upp í Breiðholtinu mynda tengsl við umhverfi sitt. Í stað þess að mæta fordómum eins og börnin á sjöunda og áttunda áratugnum, vilja Breiðhyltingar að börnunum líði vel í hverfinu sínu og geti stolt sagst búa í Breiðholti. Til að svo megi verða þarf að leggj- ast á eitt með að flytja almenningi upplýsingar sem eiga sér stoð í raun- veruleikanum og eru lýsandi fyrir heildina. Með því er sýnt fram á að hæpið sé að mynda sér skoðun á þrið- ja tugþúsund íbúum í Breið- holti byggða á neikvæðum upplýsingum um e.t.v. afmörkuð tilvik. Það er tímabært að losa um áratuga fordóma gagnvart íbúum í Breiðholti og Breiðholts- hverfi öllu. Í svo fjölmennu og marg- breytilegu hverfi sem Breiðholtið er, býr þverskurður samfélagsins. Þeir sem kynnst hafa á eigin skinni hvernig það er að búa í Breiðholti bera hverfinu góða sögu og geta jafnvel hvergi annars staðar hugs- að sér að búa. Margbrotið mannlíf í Breiðholti - Hlúa þarf að ímyndinni Kolbrún Baldursdóttir, stjórnarmaður Íbúasamtakanna Betra Breiðholt skrifar: Kolbrún Baldursdóttir. María Ásgeirsdóttir er lesandi Breiðholtsblaðsins að þessu sinni. Hún er verslunarstjóri hjá Eymunds- son í Mjódd. Ég er eins og svo margir Íslend- ingar forfallinn bókasafnari og á orð- ið ansi gott safn af ýmsum bókum sem ég er svo í vandræðum með að koma fyrir á heimili mínu. Það hreinlega vellur út úr bókahillunum þó ég sé búin að koma eldri bókum fyrir ofan í kassa og inn í geymslu. Því ekki hendi ég góðum bókum eins og bókafíklar vita, maður veit aldrei hvenær maður þarf á þeim halda síðar. Annars held ég frekar upp á fræðibækur, listaverkabækur og ýmsar handbækur, þær eru mitt gull. Um þessar mundir safna ég mikið af bókum sem tengjast áhuga- málum mínum, það er að segja allt um óhefðbundnar lækningar eins og jurtalækningar, ilmolíukjarnafræði, nálastungur, um austurlensk fræði eins og Ayurveda og yoga. Nú nýver- ið festi ég kaup á bók hér í Eymunds- son sem fjallar um mannslíkamann hún heitir THE HUMAN BODY BOOK, AN ILLUSTRATED GUIDE TO ITS STRUCTURE, FUNDTION AND DISORDER. Frábær bók með flottum litmyndum og góðum skýringum um hvernig mannslíkaminn virkar, ein- nig fylgir DVD diskur með sem sýnir öll líkamskerfin og hvernig líffærin starfa. Ég var líka svo heppin að fá í afmælisgjöf bókina Maðurinn sem JPV útgáfa gaf út nú fyrir jólin. Þess- ari bók er skipt niður í átta kafla sem fjalla um öll svið mannlegrar tilveru eins og starfsemi mannslíkamans, um æviskeið mannsins, menningu, trúarbrögð og þess háttar. Þetta er ein af þessum bókum sem maður flettir upp í aftur og aftur. Ég verð all- taf svo glöð þegar svona flottar bæk- ur eru þýddar yfir á íslenska tungu, önnur athyglisverð bók í sama bóka- flokki er bókin Jörðin. Hún er einnig prýdd stórkostlegum myndum og er hafsjór af fróðleik um umhverfi okk- ar og andrúmsloft. Ég verð nú að nota tækifærið og hrósa bókaútgefendum fyrir hvað þeir eru orðnir duglegir við að gefa út skáldsögur og ævisögur í kilju- formi. Nú er landinn loks farinn að kunna að meta þetta ágæta bókar- form sem er bæði miklu ódýrara og þægilegra í meðförum og þess vegna kaupir maður mun oftar bækur fyrir sjálfan sig en áður. Ég hef nýlokið við lesningu á bók- inni Bíbí Ólafsdóttir sem skrifuð er af Vigdísi Grímsdóttir. Mjög vel heppn- uð bók, Vigdísi tekst svo vel að koma persónunni Bíbí á blað að ég hrein- lega heyrði rödd Bíbar þegar ég las bókina, í orðsins fyllstu merkingu. Lyktarskyn mitt fór líka algjörlega á stað og ég fann ilminn af aðstæðum hennar hvort sem var í Múlakampi eða í sveitinni að Fossi við Bíldudal. Bíbí hefur átt án efa skrautlega ævi og þurft að takast á við mikið and- streymi, en samt er engin vælutónn í Bíbí og glettin húmor hennar kemur svo vel fram í bókinni. Ég hvet alla sem hafa gaman af skemmtilegu fólki til að lesa þess dásamlegu bók. Næst ætla ég lesa Minnisbók Sigurðar Páls- sonar ljóðskálds þar sem hann segir frá endurminningum sínum í Frakk- landi á árunum 1967 til 1982. Þessi bók hlaut íslensku bókmenntaverð- launin 2007 og hefur fengið frábæra dóma. Önnur bók sem ég mæli með er Yacoubian Byggingin sem Bjartur gaf út eftir Alaa al- Aswany. Þetta er saga sem gerist í Egyptalandi og fjallar um ólíka hópa fólks sem býr í gömlu háhýsi í miðborg Kairó. Bók sem fjallar um völd, peninga, kynlíf, stjórnmál og trú. Öðruvísi bók sem leynir á sér. Aðrar bækur sem bíða lesningar eru Bréf til Láru eftir Þór- berg Þórðarson og Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen sem nú hafa verið endurútgefnar. Þarna eru tvær klassískar en ólíkar bækur á ferð sem vert er að kunna skil á. Tímastjórnun í starfi og einkalífi eftir Ingrid Kuhlm- an er bók sem ég er með við hönd- ina í augnablikinu. Ingrid Kuhlman er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlun- ar og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um starfsmannamál, markmiðasetningu og samhæfingu vinnu og einkalífs. Þetta er ekki bók sem ég mundi venjulega velja mér, en vinnunnar vegna þarf ég að lesa svona bókmenntir líka og viti menn þetta er hin fínasta bók, fljótlesin og auðskiljanleg. Í þessari bók eru ýmsar góðar ráð- leggingar sem ég get nýtt mér til að skipuleggja tíma minn betur. Ef til vill mun ég hafa meiri tíma til að lesa fleiri bækur. Hvaða bók/bækur ertu að lesa? María Ásgeirsdóttir Einstakur megrunarkúr með öllum efnum, sem líkaminn þarfnast. Einfalt að halda kjörþyngd. LR kúrinn er eftirfarandi: 6*450 g dósir Figu Aktiv, Probalance 360 töflur,Te, Aloe Vera djús 1L og Ph mæli strimlar. Dugir í 5-6vikur. Þýskar hágæða Aloe Vera, næringar og snyrtivörur á lágu verði. Tækifæri þitt til hagsældar!! Eiríkur Einarsson s. 5626261 og 8693846 eirikureinars@simnet.is LR Henning kúrinn Heilsu demanturinn. Forvarnir, líkamsvöxtur og lausnir. Draumalíkaminn Þjónustumiðstöð Breiðholts, Barnavernd, Heilsugæslan í Efra-Breiðholti og BUGL hafa gert með sér samstarfssamning um þverfaglega samvinnu. Meginmarkmið samningsins er að samhæfa úrræði og þróa nýjar leiðir í þjónustu fyrir ein- staklinga, börn með hegðunar- og geðraskanir og fjölskyldur þeirra. Barna og unglingageð- deildin hefur jafnframt sýnt áhuga á að taka þátt í samstarf- inu sem er mikið framfaraspor sem styttir vonandi biðlista og gerir þjónustuna enn heild- stæðari og markvissari. Að sögn Þorsteins Hjartarsonar hefur Þjónstumiðstöð Breiðholts sett sér það markmið á árinu að ná samskonar samstarfi við Heilsu- gæsluna í Mjódd. Samstarf um þjónustu vegna geðraskana NETSAGA.IS

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.