Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 9

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 9
9BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2008 Hátt í tvö þúsund manns í páskaeggjaleit Árleg páskaeggjaleit á vegum Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti og Árbæ fór fram Laugardaginn fyrir páskadag. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson formaður borgarráðs og oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn setti páskaeggjaleit- ina af stað. Margir lögðu leið sína í Elliðaár- dalinn þennan dag eða hátt í tvö- þúsund manns. Börnin leituðu að fagurlega skreyttum hænueggjum og fengu að launum súkkulaðiegg. Keppt var í húlahoppi og fengu sig- urvegararnir stór súkkulaðipáska- egg í verðlaun. Allir fóru glaðir og ánægðir heim eftir skemmtilegan páskaleik. Vilhjálmur Þ. ræsir fólk til leitar. Sebastian Jeczelenski hóf nám í Fellaskóla um síðustu áramót. Sebastin er 14 ára og nýlega kom- inn frá Póllandi þegar hann hóf námið. Faðir hans Daníel Jeczel- enski hefur búið hér á landi og starfað um tveggja ára skeið en móðir hans nokkru skemur. Með komu drengsins hingað til lands er fjölskyldan því sameinuð að nýju. Sebalstian segir að þótt hann hafi ekki verið hér nema í nok- kra mánuði þá kunni hann vel við landið og skólinn sé mjög góður. Hann er farinn að tala svolitla íslensku og skilur þeim mun meira. “Ég byrjaði að læra ensku í Póllandi þegar ég var tíu ára en hafði ekki heyrt íslensku fyrr en að ég kom hingað. Íslensk- an er nokkuð erfið en ég held að ég muni alveg ná tökum á henni. Þetta er svolítið vandasamt í byrj- un en ekkert erfitt og ég er far- inn að fylgjast nokkuð vel með í skólanum.” Stærðfræði er eitt af uppáhalds fögum Sebastinans og hann leggur mikla rækt við hana auk þess að fylgjast með í öllu og að ná tökum á íslenskunni.” Hann segist farinn að eignast vini hér á landi, bæði í skólanum og einnig í fótbolta sem hann stundar með ÍR. “Ég hef gaman af fótbolta og þar hitti ég líka aðra stráka.” Dani- el faðir Sebastians segir fjölskyld- una komna til þess að vera. Þau kunni vel við sig og vilji skapa sér góða framtíð hér á landi. Sebast- ian bætir við að trúlega verði FB næsta skref þegar náminu í Fella- skóla ljúki og síðan taki háskóla- nám við. “Hér eru mörg tækifæri til háskólanáms og svo get ég líka hugsað mér að fara í háskólanám til Evrópu eða jafnvel Bandaríkj- anna,” segir þessi áhugasami drengur sem er sestur að með fjöl- skyldu sinni hér á landi. Hér eru mörg tækifæri Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Fjölbrautaskólinn í Breiðhol� býður mjög �ölbrey� nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám. Bóknám leiðir �l stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsré�ndi og/eða undirbúning fyrir frekara nám. Bóknám �l stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Ná�úrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Þriggja ára ná�úrufræðibraut Listnámsbrau�r Myndlistarkjörsvið Tex�l- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut Snyr�braut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Sjúkraliðabrúin Eins �l tveggja ára starfsnám Grunnnám rafiðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Íþró�abraut Viðskiptabraut Almenn námsbraut Starfsbraut Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum. Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti er á netinu eða á skrifstofu skólans frá 09:00 til 15:00 og lýkur 11. júní. Umsóknir, þeirra sem vilja skipta um framhaldsskóla, verða að berast fyrir 1. júní. Öll innritun í skólann er rafræn á heimasíðu skólans. Dorta Jeczelenska, Sabastian Jeczelenski og Daniel Jeczelenski Á fundi í menntaráði Reykjavík- ur þann 19. febrúar 2007 lagði ég fram tillögu um að efnt yrði til tveggja umhverfisdaga í grunn- skólum borgarinnar og að þeir dagar yrðu skilgreindir sérstak- lega á skóladagatali. Tillagan var samþykkt samhljóða. Skólar borg- arinnar hafa síðan varið tveimur dögum á skólaárinu sérstaklega til umhverfistengdra verkefna eins og útivist og umhverfisfræðslu. Fyrri daginn voru börnin hvött til að fegra og hreinsa skólalóðina og nánasta umhverfi sitt. Þann seinni sem var sl. haust voru svo börnin hvött til að ganga eða hjóla í skólann. Börn og foreldr- ar tóku vel í þessa hvatningu og mátti víða sjá börnin í Breiðholti annaðhvort ganga eða hjóla í skól- ann þennan dag. Auk þess fengu allir nemendur 2. bekkjar að gróðursetja haustlauka sl. haust og lögðu þar með heilmik- ið af mörkum við að fegra umhverfi sitt. Nú má sjá víða afraksturinn við skóla borgarinnar þar sem krók- usarnir eru einmitt þessa dagana að skjóta upp kollinum. Þá hafa margir skólar farið skemmtilegar leiðir við að útfæra þessa daga með fjölbreyttum verk- efnum. Í einum skóla mældu nemendur vegalengdir sem gengnar höfðu verið og tímann sem það tók á meðan annar skóli stóð fyrir umhverfiskynningu í skólanum sín- um. Nú fer að styttast í næsta umhverfisdag grunnskólanna sem verður föstudaginn 25. apríl nk. sem helgaður verður fegrun og hreinsun. Það er mikilvægt að það fari fram jákvæð umræða bæði í skólanum og á heimilunum um þessa umhverfisdaga þvi megin- markmið þessara umhverfisdaga er að glæða skilning okkar á mikilvægi umhverfis og ábyrgð okkar, hvers og eins, gagnvart því. Höfundur er varaborgarfulltrúi og situr í menntaráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn Umhverfisdagar í skólum borgarinnar Marta Guðjónsdóttir, varaborgar- fulltrúi. Marta Guðjónsdóttir skrifar: Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.