Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 6
6 Breiðholtsblaðið APRÍL 2008 Hátt á annað hundrað manns mættu á samráðsfund borgar - stjóra og Breiðhyltinga sem var haldinn í Seljaskóla laugardag- inn 12. apríl sl. Fundurinn tókst vel í alla staði og athyglisvert var að fólk á öllum aldri mætti. Af því má sjá að málefni borg- arinnar og Breiðholtsins snerta alla aldurshópa í hverfinu og eftirtektarvert var hversu mikil virkni var á meðal fundargesta þegar kom að fyrirspurnum og óformlegum umræðum á fund- inum. Um 250 ábendingar Í máli Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra kom m.a. fram að Breiðholtið búi yfir ríkri hverfis- vitund íbúa, mikilli náttúrufegurð og útsýni til allra átta enda hafa borgaryfirvöld ákveðið að koma upp tveimur útsýnismyndum í sumar, annarri við Höfðabakka en hinni við Selás með nöfnum hels- tu kennileita í umhverfinu. Ólafur vék síðan að því hvað framundan væri í Breiðholtinu af hálfu borgar- yfirvalda. Hann sagði að framlag íbúa á samráðsfundi sem þessum ætti eftir að hafa áhrif á þann óska- lista með 10 atriðum sem hverfis- ráð myndi senda til borgarinnar í byrjun maí. Katrín Ásmundsdótt- ir, nemandi í 10. bekk Seljaskóla, flutti ávarp á fundinum og lagði fram nokkrar ábendingar til borg- arstjóra en lýsti jafnframt yfir ánægju með skólann sinn. Egill Örn Jóhannesson, formaður hverf- isráðs Breiðholts og Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, varaformað- ur hverfisráðs kynntu helstu ábendingar sem höfðu komið fram á ábendingavefnum “1, 2 og Reykjavík” og voru orðnar hátt í 250 að tölu að morgni laugardags- ins en að kvöldi fimmtudagsins 10. apríl höfðu borist 231 ábending úr Breiðholtshverfum sem verður að teljast mjög góð þátttaka. Umræð- ur gáfu ábendingum ekkert eftir og voru mjög líflegar þar sem fund- armenn létu sitt ekkert eftir liggja. Skemmtiatriði og kaffiveitingar Nemendur úr grunnskólum Breiðholts, Tónskóla Eddu Borg og frá Fella- og Hólakirkju sýndu dans, lásu ljóð, spiluðu á hljóð- færi og sungu undir stjórn og með aðstoð kennara, djákna og foreldra. Skemmtiatriðin lífguðu verulega upp á annars ágætan fund og eins veglegar kaffiveiting- ar sem voru á boðstólum í umsjón kvenna í Kvenfélagi Breiðholts og starfsfólks Seljaskóla. Mikill áhugi á málefnum Breiðholtsins Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri og Ólöf Guðný Valdemarsdóttir, aðstoðarmaður hans hlíða á umræður á samráðsfundinum. Myndir frá samráðsfundinum: Ágústa H. Gísladóttir. borgarblod.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ragnhildur Björk Guðjónsdóttir, Egill Örn Jóhannesson, Halldór H. Árnason og Guðrún Jónsdóttir á samráðsfundinum. Kolbrún Baldursdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson ræða málin í kaffihléi. Katrín Ásmundsdóttir, nemandi í 10. bekk Seljaskóla, flytur ávarp á samráðsfundinum Kennsluráðgjafi fyrir börn af erlendum uppruna Þjónustumiðstöð Breiðholts hefur ráðið kennsluráðgjafa til þess að vinna með nemendum af erlendum uppruna. Hún heitir Arnbjörg Eiðsdóttir og vinnur að því að efla stuðning og fræðslu í þessum málaflokki í grunnskól- um hverfisins. Þegar hefur ver- ið haldinn fræðslufundur fyrir kennara á yngsta stigi sem var vel sóttur og fleiri slíkir fundir verða í boði á næstunni. Arnbjörg getur aðstoðað við skipulag þróunarverkefna og veitt ráðgjöf í kennslu íslensku fyrir innflytjendur. Ennfremur er markmið þjónustunnar að efla samstarf Þjónustumiðstöðvar Breiðholts við þá aðila og stofn- anir sem vinna í þágu fólks af erlendum upp- runa. Arnbjörg býður meðal annars upp á fyrirlestra sem tengjast þessu málefni og eru skólar hvattir til að setja sig í samband við hana. Ráðning kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu í Breiðholti er í góðu samræmi við nýsamþykkta stefnu Menntaráðs í málefnum innflytjenda og styrk- ir jafnframt þekkingu í fjölmenn- ingarfræðum innan Þjónustumið- stöðvar Breiðholts. Arnbjörg Eiðsdóttir. Frístundaheimili og skóli við Kleifarsel Borgarráð hefur ákveðið að festa kaup á húseigninni Kleifar- seli 18 í Seljahverfi í Breiðholti. Um er að ræða verslunarhús- næði og íbúðir sem ætlunin er að breyta í frístundaheimili ÍTR og starfsemi heilsdagsskóla fyr- ir fötluð börn. Einnig kemur til greina að annars konar skóla- starf verði í húsinu. Áform voru uppi um að breyta húsinu alfarið í íbúðarhús og byggja við það en því mótmæltu íbúar hverfisins og komu fram óskir þeirra um að húsið yrði nýtt íbúum hverfisins í hag. Með því að nýta húsið í þágu skólastarfs vill borgin koma til móts við íbúana og efla þjónustu við börn og foreldra í hverfinu.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.