Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 8

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 8
8 Breiðholtsblaðið APRÍL 2008 “Ég flutti í Breiðholtið þegar ég var 15 ára 1976. Ég hóf einnig minn búskap sem ungur maður í verkamannabústöðunum í Efra Breiðholtinu. Ég hef reyndar búið út um alla borg ef svo má segja en er nú búsettur í Selja- hverfinu. Ég kann mjög vel við mig þar og er ánægður með að vera kominn aftur á þessar slóð- ir. Það er stutt fyrir mig að fara í Elliðaárdalinn og líka stutt í hest- húsið því ég get labbað þangað. Ég get ekki hugsað mér að búa annars staðar en þar sem ég er. Áhugamál mín snúa einkum að útivist og hestamennsku og því er stutt fyrir mig að fara að hver- ju þeirra sem ég vil sinna,” segir Óskar Bergsson, borarfulltrúi í samtali við Breiðholsblaðið. Göngustígar og sam- göngumiðstöð í Mjódd Breiðholtið hefur verið svo- lítið á milli tannanna á fólki að undanförnu og rætt hefur verið um að lítið hafi verið gert í því hverfi af hálfu borgarinnar á und- anförnum árum. Breiðholtið hafi bara byggst og gleymst. Hvernig sérð þú fyrir þér næstu skref í Breiðholtinu sem íbúi í hverfinu, áhugamaður um borgarmál og borgarfulltrúi? “Áhugi íbúanna í Breiðholti á umhverfi sínu kom snemma fram og sést einkar vel á því hversu flestir húseigendur hafa haldið eignum sínum vel við. Ég vona að þessi hugsjón lifi áfram og fólk verði vel með- vitað um hversu mikilvægt er að huga vel að eigum sínum og því umhverfi sem það býr við. Á sama hátt er mikilvægt að sveit- arfélagið, í þessu tilviki Reykjavík- urborg, vinni með fólkinu og leggi sitt af mörkum til þess að lagfæra umhverfið og fegra. Ég held að það sem nú liggi fyrir sé að endur- gera alla göngustíga í Breiðholts- hverfunum. Einnig verði hugað að endurbyggingu ákveðna gatna sem ekki hafi notið nægjanlegs viðhalds eins og t.d. Seljabrautin og einnig að almenningssamgöng- urnar verið efldar og þá ekkert síður innan hverfisins en utan. Ég held að nú sé orðið nauðsyn- legt bæði fyrir Breiðholtsbúa og raunar Reykvíkinga og íbúa höfuð- borgarsvæðisins að byggð verði samgöngumiðstöð í Mjóddinni. Mér finnst tími kominn til þess að samgöngum innan Breiðholtsins sé þannig háttað að fólk geti kom- ið úr hverfinu niður í Mjóddina hvort sem er á eigin bílum eða með skipulögðum almenningssam- göngum innan hverfisins og síðan átt kost á ferðum þaðan niður í bæ eða til annarra staða. Þetta myndi bæði draga úr umferð og einnig styrkja Mjóddina sem versl- unarmiðstöð og þjónustukjarna eða einskonar miðbæ Breiðholts- ins. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég hef fyrir Breiðholtið auk þess sem íþróttafélögin í Breiðholti hafa setið eftir um ýmsar fram- kvæmdir. Það er mikið hagsmuna- mál fyrir Breiðholtsbúa að búið verði vel bæði að Leikni og ÍR og þegar lokið verður við þær fram- kvæmdir sem stefnt er að þá tel ég að það verði mikil lyftistöng fyrir starfsemi beggja félagana og allt Breiðholtið.” Þjónustuíbúðir og efling Mjóddarinnar “Breiðholtið er að mestu byggt en þó eru nokkrar framkvæmd- ir fyrirhugaðar,” heldur Óskar áfram. “Þar er um að ræða bygg- ingu þjónustuíbúða fyrir aldraða annars vegar í Mjóddinni en hins vegar á svæðinu á milli Gerðu- bergs og Fella- og Hólakirkju. Bæði þessi mál eru komin á fullt skrið hvað undirbúning varðar og engin ástaða er til annars en að ætla að þeim verði unnið eins og stefnt hefur verið að. Nú hefur verið samþykkt stækkun til suð- urs á byggingu Sambíóanna við Álfabakka og einnig þarf að leysa ákveðinn bílastæðavanda sem far- inn er að gera vart við sig í Mjódd- inni og hugsanlega að koma á betri nýtingu bílastæðanna þar sem að starfsemi bíósins fer að miklu leyti fram á öðrum tímum heldur en verslananna og þjón- ustuaðilanna þar. Eins og allir vita þá hafa starfað þrír meirihlutar í borgarstjórn Reykjavíkur frá síðustu sveitarstjórnarkosning- um. Fyrstu tveir meirihlutarnir höfðu báðir ýmsar framkvæmdir á prjónunum sem snertu Breið- holtið. Góðar væntingar og vinnu- semi einkenndu þá báða. Síðan var þriðji meirihlutinn myndaður í raun ekki eftir neinn pólitískan ágreining og enn hefur ekki reynt fyllilega á fyrir hvað hann stendur þegar kemur að framkvæmdum. Ég er búinn að vasast í borgar- málunum um nokkurn tíma eða frá 1994 með hléum þar sem ég var að sinna öðru og þar á meðal námi á árunum frá 2002 til 2006. Ég hef verið varaborgarfulltrúi á þessu kjörtímabili og átt aðild að tveimur meirihlutum sem slíkur en sama daginn og ég varð borg- arfulltrúi þá lenti ég í minnihluta. Því er spurning um hvort ég hef haft meiri áhrif sem varaborgar- fulltrúi í meirihluta eða sem borg- arfulltrúi í minnihluta. Þetta er auðvitað nýtt hlutverk fyrir mig að vera í þessari borgarstjórn nú sem aðalfulltrúi og einnig að vera í minnihluta í fyrsta skipti. Þetta nýja hlutverk felst í því að veita þessum nýja meirihluta aðhald og sýna málefnalega stjórnarand- stöðu. Flugvöllurinn út á grynn- ingarnar eða áfram þar sem hann er Flugvallarmálið hefur verið til umræðu að undanförnu og er umdeilt í borarstjórninni. Ósk- ar bendir á að framsóknarmenn hafi lengi talað um mögulega flugvallargerð á Lönguskerjum. “Þetta er gömul hugmynd sem Trausti Valsson, arkitekt og skipu- lagafræðingur setti fram fyrstur manna. Guðmundur G. Þórarins- son tók þessa hugmynd upp fyrir um 35 árum og Steingrímur Her- mannsson íhugaði hana einnig af alvöru. Ég held að ef farið hefði verið í skipulagsvinnu á þeim tíma með langtímaverkefni í huga þá væri þessi flugvöllur kominn og menn þyrftu ekki að takast á um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Nægur uppgröft- ur hefði lagst til á undanförnum árum til þess að mynda þær land- fyllingar sem til þarf. Við höfum viljað halda þessari hugmynd opinni vegna þess að við skiljum alveg þau sjónarmið að byggja upp borgarhluta í Vatnsmýrinni þar sem flugvöllurinn er nú. En náist ekki samkomulag um að þróa flugvöllinn með einhverjum hætti út á grynningarnar í Skerja- firði þá er afstaða okkur sú að hann verði áfram á þeim stað sem hann er og hefur verið. Ég sé þá framtíð ekki fyrir mér að Reykja- vík verði algerlega án flugvallar og allt flug flutt út á Keflavíkurflug- völl. Ég held að hugmyndin um að færa flugvöllinn að einhverju leyti að minnsta kosti út á grynn- ingarnar sé vel framkvæmanleg og þá ekki síst í ljósi þess hvern- ig Reykjavíkurhöfn hefur fengið að þróast með sínum hætti á norðanverðu nesinu. Höfuðborg- in er samgöngumiðstöð eins og höfuðborgir eru jafnan og Reykja- víkurflugvöllur er þannig ein af lífæðum hennar hvort sem um innanlandsflug eða millilandasam- göngur er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir borgina að halda flugsamgöngum hvort sem notast verður við núverandi flug- völl með óbreyttu sniði eða að hann verður færður að einhverju eða öllu leyti út í Skerjafjörðinn til þess að skapa byggingarými og möguleika á nýju borgarhverfi sem vissulega getur verið hag- stætt.” Stofnun eignasjóðsins var stórt og mikilvægt skref Nú eru ákveðnar blikur á lofti í efnahagsmálum og hugsanlega einhver samdráttur framundan í atvinnulífinu. Getur Reykjavíkur- borg eða sveitarfélögin almennt komið til móts við atvinnulífið t.d. með auknum framkvæmdum? “Á tímapunkti sem þessum tel ég mik- ilvægt að aðili eins og Reykjavíkur- borg stígi fram og noti þann tíma til þess að auka við framkvæmdir sínar. Ég álít að ávinningur geti fal- ist í því fyrir borgina að fara í stór verkefni við slíkar aðstæður. Þær auka við atvinnustigið og minni hætta er á að þær skapi óeðlilega þenslu auk þess sem auðveldara ætti að vera að fá hagstæð tilboð í verk en það hefur reynst erfitt í því ástandi sem verið hefur að undanförnu. Með tilkomu Eigna- sjóðs Reykjavíkurborgar urðu þær breytingar að framkvæmdir koma inn í reikningshald á mun lengri tíma og hafa ekki áhrif á rekstur aðalsjóðs borgarinnar frá degi til dags eins og áður var. Af þeim ástæðum er auðveldara að stýra framkvæmdum og nýta þann tíma sem getur verið hag- stæður út frá almennum og einnig tímabundnum aðstæðum í þjóð- félaginu án þess að það komi við stöðu reikninga borgarinnar frá einu ári til annars. Á meðan þetta var allt undir einum rekstri þá gat verið freistandi fyrir borgarstjórn að skera stofnframkvæmdir nið- ur til þess að spara og ná þannig hagstæðari niðurstöðutölum í árs- reikningi. Menn jafnvel sparað sér til tjóns með þeim hætti en með þessar breytingu er það ekki leng- ur hægt og breytingin auðveldar borginni einnig að vinna að stofn- framkvæmdum eftir aðstæðum í þjóðfélaginu hverju sinni. Kostn- aður við stórframkvæmdir á veg- um borgarinnar nú getur skapað tekjur fyrir borgarstjóð á næstu árum og einnig til framtíðar. Stofn- un eignasjóðsins er því í mínum huga bæði stórt og mikilvægt skref fyrir rekstur borgarinnar og ég hef mikla trú á þessum skipu- lagsbreytingum,” segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi. Eigum að nýta tímann nú til framkvæmda Óskar Bergsson. Séð yfir hluta Vatnsmýrarinnar og Reykjavíkurflugvallar. Sjónmælingar linsumælingar �������������

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.