Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 15
15BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2008 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Borgarráð samþykkti nýlega samning Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR), um uppbyggingu íþróttamann- virkja í Suður-Mjódd. Þá var samþykkt tillaga borg- arstjóra um mikilvægi þess að tryggja gönguleið við Suður- Mjódd sem fyrst til að auðvelda öruggt aðgengi barna og annarra vegfarenda í tengslum við upp- byggingu íþróttamannvirkja og íbúða á svæðinu. Í samningnum er gert ráð fyr- ir að Reykjavíkurborg verji allt að 1.550 mkr til uppbyggingar íþróttahúss ÍR auk tengibygginga á svæði félagsins í Suður-Mjódd á næstu fimm árum, 2008 - 2012, þar af 150 mkr á árinu 2008. Þá mun ÍR fá rekstrarstyrk í sam- ræmi við gildandi reglur og er áætlað að þegar mannvirkin verða að fullu byggð upp nemi styrkurinn um 40 mkr. á núgild- andi verðlagi. Menntasvið Reykja- víkurborgar gerir samning við félagið um notkun íþróttahússins fyrir nemendur grunnskóla. Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið er þegar komið í auglýs- ingu og má sjá það á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykja- vik.is. Breyting er gerð á athafna- svæði ÍR sem gerir ráð fyrir að í jaðri íþrótta- og útivistarsvæðis- ins verði íbúðir fyrir eldri borgara og blandaða atvinnustarfsemi. Aðilar hafa ennfremur orðið ásátt- ir um að haga hönnun og bygg- ingu íþróttahúss svæðisins þan- nig að það geti hýst landsleiki. Uppbygging Íþróttamannvirkja ÍR í Suður-Mjódd Á dögunum var ritað undir fjög- urra ára samstarfs samning við Hummel en þeir munu þjónusta allar deildir ÍR hvað æfinga- og keppnisfatnað varðar. Þetta er fyrsti samningurinn sem ÍR gerir fyrir allar deildir félagsins og telj- um við að þetta sé stórt stökk með að sameina félagið enn frekar þ.e. að allar deildir skulu vera í sams- konar íþróttafatnaði. Undanfarin ár hafa deildir verið að semja hver og ein en nú er sem sagt breyt- ing á og vonandi til batnaðar fyr- ir alla. Við teljum einnig að þetta sé sparnaður fyrir foreldra því ef barn er í fleiri en einni íþróttagrein hjá ÍR þarf ekki að kaupa nema einn utanyfirgalla í staðinn fyrir tvo eða fleiri. Bragi eigandi Leik- sport í Hólagarði mun vera með vörurnar til sölu og hvetjum við alla til þess að hafa samband við hann eða viðkomandi deild þegar vörur eru verslaðar. Einnig getur Hörður framkvæmdastjóri gefið ykkur nánari upplýsingar. Með von um að þetta sé hagur fyrir alla ÍR-inga. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri ÍR Samningur við Hummel! ÍR lék sinn síðasta leik mið- vikudaginn 16. apríl í körfunni á þessari leiktíð en þá töpuðu þeir fyrir Keflvíkingum í oddaleik um hvort liðið kæmist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Lið ÍR-inga var búið að slá út KR-inga í átta liða úrslitum en þeir töpuðu einmitt fyrir þeim í úrslita- keppninni í fyrra. Okkar menn stóðu sig með prýði og gáfu allt sem þeir áttu í þessa lokaviður- eign. Mikil og góð reynsla og frá- bær frammistaða í úrslitakeppn- inni er eitthvað sem lið ÍR hefur öðlast og hlökkum við til næsta tímabils. Gaman var að sjá hversu fjöl- menn stuðningssveit fylgdi ÍR lið- inu í gegnum þessa úrslitakeppni. Þeir mæta hundruðum saman á alla leikina, láta vel í sér heyra og eru félaginu okkar til mikils sóma. Þarna voru ungir piltar sem söfn- uðust saman fyrir leiki og sáu til þess að allir á pöllunum tækju undir hvatningaróp þeirra. Þetta er eitthvað sem við vonumst til að verði áfram og þá hjá fleiri deildum félagsins. Það er klárt að svona stuðningur þjappar öllum saman þegar mikið er í húfi. Frábærri úrslitakeppni lokið Fyrsta skóflustunga að nýjum skíðaskála skíðadeilda ÍR og Vík- ings í Bláfjöllum var tekin Laug- ardaginn 12. apríl. Framkvæmd- ir hefjast á næstu dögum og er áætlað að skálinn verði afhentur fyrir 1. desember 2008. Um er að ræða parhús á tveim- ur hæðum auk kjallara en skíða- deildir ÍR og Víkings munu hafa aðstöðu í sitt hvorum enda húss- ins. Aðstaða er fyrir um 50 manns í gistingu, góð nestisaðstaða fyrir iðkendur og almenning auk skíða- geymslu og viðgerðaraðstöðu. Frá því að skíðadeildin flutti af Hengilssvæðinu fyrir um tveimur árum hefur hún haft aðstöðu í gámum á Bláfjallasvæðinu og því ljóst að skálinn mun gjörbreyta aðstöðu iðkenda og foreldra. Nú er skíðaveturinn farinn að stytt- ast en þessi vetur hefur verið einn sá besti í langan tíma fyrir skíðaiðkendur. Reynslan af Blá- fjöllum síðustu tvo vetur hefur verið góð og bíður svæðið upp á mikla fjölbreytni fyrir iðkendur og foreldra. Þegar þessi orð eru skrif- uð er nægur snjór og því er bara að skella sér á skíði. Skóflustunga tekin að nýjum skíðaskála ÍR Þjálfurum og starfsfólki hjá ÍR var boðið á nám- skeið til að fá leiðsögn í notkun á hjartastuðtæki ásamt nokkrum grundvallaratriðum í skyndihjálp laugardagana 29. mars og 5. apríl. Atorka og Íþróttabandalag Reykjavíkur tóku hönd- um saman og gáfu flestum íþróttamannvirkjum í Reykjavík slíkt tæki en Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins sér um kennslu í notkun á tækinu. ÍR æfir víðs vegar um bæinn en eins og er eru þessi tæki sem að okkur snúa til í ÍR-heimilinu, Austurbergi, Seljaskóla og Frjálsíþróttahöllinni Laugardal. Vonandi verða þau komin í Fellaskóla, Breiðholtsskóla og Keiluhöll- ina áður en langt um líður. Hjartastuðtækið er eins einfalt og fullkomið og hugsast getur, tækið er búið einföldum búnaði með mjög góðum leiðbeiningum á íslensku og talar það fólk skref fyrir skref í gegnum aðgerðina. Tækið met- ur og greinir takt hjartans. Þetta getur skipt sköpum þegar bregðast þarf við á vettvangi áður en sjúkra- bíll kemur á staðinn. Hjartastuðtækið er notað við hjartastoppi, þ.e. þegar einstaklingur missir meðvit- und, hefur engan púls og andar ekki eðlilega. ÍR vill nota tækifærið og þakka Atorku, ÍBR og SHS fyrir frábært framtak. Kennt á Hjartastuðtæki í ÍR heimilinu Fyrsta skólfustungan tekin. GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Aðalfundur Íþróttafélags Reykjavíkur verður miðvikudag- inn 30. apríl 2008 kl. 19.30 í ÍR- heimilinu við Skógarsel 12. Dagskráin er eftirfarandi: 1. Kosning þriggja manna kjör- bréfanefndar. 2. Kosning fundarstjóra og fund- arritara. 3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins. 4. Lesnir og skýrðir endurskoð- aðir reikningar. 5. Lagabreytingar. 6. Ákveðin árgjöld. 7. Lögð fram starfs- og fjárhagsá- ætlun næsta starfsárs. 8. Kosinn formaður. 9. Kosnir aðrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn. 10. Kosnir tveir skoðunarmenn. 11. Önnur mál. Allir lögmætir félagsmenn hafa rétt til fundarsetu, málfrelsi og til- lögurétt á aðalfundi félagsins. Vonumst til þess að sjá sem flesta F.h. aðalstjórnar ÍR Hörður Heiðar Guðbjörnsson Framkvæmdastjóri ÍR Aðalfundur ÍR Frá áramótum hafa íþróttafélög- in ÍR og Leiknir ásamt ÍTR, KSÍ og Þjónustumiðstöð Breiðholts stað- ið fyrir sérstökum íþróttaklúbb í Breiðholti. Tilgangurinn með íþróttaklúbbnum og markmið hans er að fá unglinga í efri bekkj- um grunnskólans til þátttöku í íþróttum án þess að um undirbún- ing að keppni sé að ræða. Hörður Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ÍR segir að með þessu sé verið að ná til krakka sem hafi gaman af að vera með í íþróttum en hafi ekki áhuga á keppni. Reyndin sé að margir falli úr og hætti þátttöku þegar komi á síðari hluta grunnskólatímabilsins vegna þess hversu þátttakan sé miðuð við keppni. “Á þessum tíma fá krakkarnir oft fleiri áhugamál og vilja ekki binda sig um of við íþrótt- irnar en hafa engu síður áhuga á að vera með ef þau fá tækifæri til þess. Þau hætta að gefa sig í að mæta á æfingar allt upp í fjórum sinnum í viku og fara eftir strön- gu þjálfunarprógrammi. Í íþrótta- klúbbnum er ekki mætingaskylda þannig að það eru ekki alltaf þau sömu sem koma á æfingar,” segir Hörður. Til þessa hefur starf íþrótta- klúbbsins eingöngu snúist um knattspyrnu en í athugun er að fjölga greinum. Jafnvel strax á næsta hausti. “Við erum að þreifa okkur áfram og læra af því hvað gengur upp og hvað ekki. Við byrjuðum t.d. starfið utanhúss en vegna veðráttunnar í vetur þá gekk það ekki. Við fengum því inni fyrir þetta í íþróttahúsi Fellaskóla og þá fóru krakkarnir að mæta á æfingar.” Hörður segir að allt að 20 krakkar hafi komið á æfingar en stundum færri sem verði að teljast gott miðað við að þessi starfsemi sé rétt að fara af stað. “Ég er viss um að ef við fjölgum greinum þá koma fleiri og við stefnum að því að þetta verði fastur liður í íþrót- ta- og félagsstarfi í Breiðholtinu.” Hörður segir einnig stefnt að því að allar æfingar fari fram innan- húss og reynt verði að tengja þær meira daglegu skólastarfi. “Best væri ef krakkarnir gætu farið beint á æfingar eftir skóla. Það myndi án efa auka þátttökuna en það bygg- ist nokkuð á því hvenær íþrótta- húsin losna á daginn. Björn Bjart- mars hefur séð um að leiðbeina krökkunum í íþróttaklúbbnum og þjálfa þau í vetur. Íþróttaklúbburinn hefur farið vel af stað Þessi hópur var mættur á æfingu Íþróttaklúbbs ÍR, Leiknis, ÍTS, KSÍ og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts á dögunum. Björn Bjartmars, þjálfari þeirra er lengst til vinstri. Ljósm: ÁHG. Kennt á hjartastuðtækið.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.