Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 14
14 Breiðholtsblaðið APRÍL 2008 Það er hvorki af fávísi né leiða á bláhvíta félagslitnum sem frjáls- íþróttadeild ÍR verður “græn” á næstunni heldur af þátttöku í umhverfisátakinu “Græna tunn- an” í samvinnu við Íslenska Gámafélagið. Markmið verkefnisins er að hvetja til notkunar á svokallaðri Grænni tunnu sem auðveldar fólki að spara tíma, pláss og eldsneyti með því að flokka endurvinnan- legt sorp heima hjá sér. Tunnan er tæmd reglulega af Íslenska Gámafélaginu. Nánari upplýsingar um tunnuna er að finna á vefsíð- unni www.gamur.is. Með átakinu vill Íslenska Gámafélagið slá tvær flugur í einu höggi; styðja við starfsemi félaga og vinna um leið að útbreiðslu Grænu tunnunnar. Hafa önnur félög þegar tekið þátt í góðu samstarfi og er nú komið að því að breiða út Grænu tunn- una í Breiðholti. Helgina 17.til 18. maí munu ungir frjálsíþróttamenn ÍR ganga í hús og bjóða Breiðhylt- ingum leigu á Grænu tunnunni. Forsvarsmenn húsfélaga munu einnig eiga von á að samband verði haft við þá í mánuðinum. Áhugasamir geta einnig haft sam- band við graenatunnan@gamur. is merkt “Græna tunnan - ÍR”. Við hvetjum Breiðhyltinga til að taka vel á móti ÍR-ingum og gera Breið- holtið enn grænna. Grænir ÍR-ingar? FJÖRKÁLFAR Í FRJÁLSUM OG FÓTBOLTA 5-12 ÁRA Námskeiðið er fyrir hádegi og ætlað stelpum og strákum fædd árið 1996-2002. Um 2ja vikna námskeið er að ræða. Á námskeiðinu fá börnin tækifæri til að iðka bæði fótbolta og frjálsar íþróttir í bland við ýmsa leiki og útiveru. Námskeiðið er kl. 08:30-12:30 með nestisbita kl.10:30. Í íþróttagreinunum tveimur verða börnin að hluta til saman en einnig verður þeim skipt upp í smærri hópa eftir aldri og kunnáttu í viðkomandi grein. Öllum er veitt viðurkenning að námskeiði loknu og grillað. Aðstaðan til þessarar íþróttaiðkunar er mjög góð við félagsheimili ÍR að Skógarseli, t.a.m. er til afnota einn fullkomnasti gervigrasvöllur landsins. Verð fyrir 2 vikur kr. 10.000.- Tilvalið er að fara á önnur námskeið eftir hádegi, þá Íþrótta- og leikjanámskeið ÍR eða sundnámskeið hjá Ægi en kennslan fer fram í sundlaug Ölduselsskóla sem er í 5 mín. göngufæri frá ÍR heimilinu. Námskeið Tímabil Námskeið 1 9. - 20. júní Námskeið 2 23. júní - 4. júlí Námskeið 3 7. - 18. júlí ÍÞRÓTTA- OG LEIKJANÁMSKEIÐ ÍR FYRIR 5-9 ÁRA Þetta vikunámskeið er bæði fyrir stelpur og stráka fædd 1999-2002. Á námskeiðinu verður farið í fullt af leikjum, s.s. ratleiki, gamla góða útileiki, börnin reyna sig í nokkrum íþróttagreinum, reynt við hornsílaveiðar og ýmsar heimsóknir svo sem í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Nýjungin í þessu námskeiði er sundkennsla frá Sundfé- laginu Ægi í sundlaug Ölduselsskóla. Með þessu öllu stuðlum við að fjölbreyttri hreyfingu fyrir börnin og skem- mtilegri upplifun enda einstaklega áhugavert námskeið á ferð. Þess fyrir utan er umhverfi ÍR stórbrotið og margt hægt að gera í gönguferðum. Íþróttafræðinemi kennir sundið en hún hefur einnig lært þjálfun hjá ÍSÍ og hjá Sundsambandi Íslands, sem og kennt sund í nokkru ár hjá Ægi og býr að sundlaugavarðarprófi. Námskeiðin eru í boði allan daginn, frá kl.09:00-16:00, eða hálfan dag fyrir þá sem þess óska. Börnin hafa jafnframt kost á að vera í gæslu frá 8:00-09:00 og frá 16:00-17:00 dagana sem þau eru á námskeiðinu og er ekki greitt sérstaklega fyrir það. Hverju námskeiði lýkur með afhendingu viðurkenningaskjala og grillveislu í hádeginu. Verð fyrir ½ dag í heila viku er kr. 3.900 og allur dagurinn í heila viku kostar 7.500 kr. Námskeið Tímabil Námskeið 1 9. - 13. júní Námskeið 2 16. - 20. júní Námskeið 3 23. - 27. júní Námskeið 4 30. júní. - 4. júlí Námskeið 5 7. - 11. júlí Námskeið 6 14. - 18. júlí Námskeið 7 21. - 25. júlí Skráning á námskeiðin hefst mánudaginn 5. maí og fer hún alfarið fram í gegnum skrifstofu ÍR á 2. hæð félagsheimilisins frá kl.10-16. Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá Sigrúnu Grétu Íþróttafulltrúa ÍR í síma 587-7080. Sumarnámskeiðin vinsælu hefjast 9. júní

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.