Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Qupperneq 6

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Qupperneq 6
6 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2008 AUGL†SINGASÍMI 511 1188 & 895 8298 Vesturbær í myndum Enn höldum við áfram að sýna lesendum gamlar ljósmyndir úr Vesturbænum í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Þeir sem hafa gagnlegar upp- lýsingar um ljósmyndirnar eða aðrar á myndavef safnsins eru hvattir til að hafa samband við Ljósmyndsafn Reykjavíkur í gegn- um tölvupóst, netfang: ljosmynda- safnreykjavikur@reykjavik.is eða í síma 563-1790. Þeir sem hafa áhuga á að sjá fleiri ljósmyndir er bent að fara inn á heimasíðu Ljós- myndasafns Reykjavíkur, þar eru nú um 14 þúsund myndir, þar af ríflega 600 ljósmyndir er tengjast Vesturbænum. Sjá slóðina: http:// www.ljosmyndasafnreykjavikur. is/ Athafnarsvæði Vikurfélagsins h/f í JL-húsinu við Hringbraut um 1959, þar sem verslunin Nóatún er nú til húsa. Vikurfélagið framleiddi byggingarefni úr vikri, m.a. múrsteina. Ljósmyndari: Gunnar Rúnar Ólafsson. Í Vesturbæjarlaug snemma á 7. áratugnum.              •  •  •  •         Glæsileg húsakynni tekin í notkun á Grund Nýverið var opnuð ný álma, austurálma á Grund, fyrstu hæð, eftir viðamiklar breytingar á húsnæðinu. Sjö heimilismenn flytja á næstu dögum af hæðinni beint fyr- ir ofan en þar verður hafist handavið gagngerar endurbæt- ur á næstu vikum. Einstaklingsherbergin eru um tuttugu fer- metrar að stærð með baði og hjónaherbergin um fjörtíu fermetr- ar og einnig með baði. Öll herbergi eru með nettengingu, tengingu fyr- ir sjónvarp og síma og rafdrifnum sjúkrarúmum. Viltu vinna í þínu hverfi? Leikskólinn Dvergasteinn, Seljavegi 12, auglýsir eftir leikskóla- kennurum og/eða starfsfólki með aðra uppeldismenntun eða reynslu. Dvergasteinn er skemmtilegur leikskóli í gamla Vesturbænum þar sem unnið er með mál, málörvun, þjóðsögur og ævintýri. Dvergasteinn er einnig í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Elín Mjöll Jónsdóttir leikskólastjóri í síma 551-6312 og á netfanginu dvergasteinn@leikskolar.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Leikskólasvið

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.