Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 4
4 miðvikudagur 4. nóvember 2009 fréttir Hörður Sigurjónsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Argentínu vegna fíkniefnamisferlis, var einn þeirra manna sem reyndu að hitta 13 ára gamla tálbeitu Kompássmanna árið 2006. Hann mælti sér mót við ungu stúlkuna og mætti á stefnumótið. Hörður, ríflega sextugur að aldri, var handtekinn um miðjan október- mánuð á alþjóðaflugvellinum í Bu- enos Aires í Argentínu. Í fórum hans fundust fimm kíló af kókaíni og var hann í kjölfarið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hörður hefur verið búsettur á Spáni undanfarin ár en áður starfaði hann sem rannsóknarlögreglumað- ur hjá lögreglunni í Reykjavík og hjá embætti ríkislögreglustjóra. Engin afskipti Hörður var ráðinn til embættis rík- islöreglustjóra árið 1997, þá til fimm ára, en tveimur árum síðar var ákveð- ið að flytja hann aftur til lögreglunnar í Reykjavík. Hann stefndi íslenska rík- inu vegna flutningsins en tapaði því máli, á báðum dómstigum, en Hæsti- réttur dæmdi honum í óhag í sept- ember 2002. Hörður flutti þá til Spán- ar og hefur verið þar flestum stundum síðan. Smári Sigurðsson, yfirmaður al- þjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að argentínsk yfirvöld hafi óskað eft- ir ítarlegum upplýsingum um Hörð. Aðspurður staðfestir hann að Hörður hafi verið handtekinn með áðurnefnd fimm kíló af kókaíni. „Við fengum til- kynningu um þetta og þar kemur fram magn fíkniefnanna. Við höfum veitt lögreglunni þær upplýsingar sem beð- ið hefur verið um, að öðru leyti skipt- um við okkur ekki af þessu. Við höfum engin afskipti af málinu, ekkert frekar en að þarlend yfirvöld myndu skipta sér af okkar málum,“ segir Smári. Vildi unga stúlku Fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð 2 fjallaði á sínum tíma ítarlega um fimm karlmenn sem reyndu að komast á fund 13 ára stúlku með það fyrir augum að eiga við hana kynmök. Stúlkan var aftur á móti aðeins tál- beita og kvikmyndatökumenn þáttar- ins biðu mannanna á stefnumótinu. Hörður var einn þeirra manna sem mæltu sér mót við ungu stúlkuna við Bónusvídeó á Grensásvegi og mætti á stefnumótið. Þar náðust af honum myndir en ekki viðtal. Kompássmenn afhentu lögregl- unni í Reykjavík gögn úr þættinum og út frá myndefni var ákveðið að ákæra þrjá þeirra sem vildu tálbeituna. Hörður var ekki í þeim hópi. Á endan- um voru þremenningarnir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem vafi lék á því hvort lögregla mætti notast við tálbeitugögn Kompássmanna. Slegnir samstarfsmenn Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, er sleg- inn yfir tíðindum þess efnis að Hörð- ur hafi verið handtekinn. Hann segir kynni sín af Herði vera góð og að hann hafi þá alls ekki verið líklegur til vand- ræða. „Auðvitað er okkur mjög brugð- ið, þetta er mjög sorglegt. Ég þekki hann ágætlega og ég vissi ekki ann- að en hann væri algjör sómamaður. Í vinnunni var hann mjög vandvirk- ur og nákvæmur. Fyrir vikið voru tíð- indin virkilega sorgleg, það slær okkur virkilega að hann skyldi hafa ratað inn á þessa braut,“ segir Geir Jón. Aðspurður segist Smári þekkja Hörð og að hann þekki ekki til fyrri brota Harðar. Smári segir það leiðin- legt að heyra af vandræðum fyrrver- andi samstarfsmanns því hann hafi verið handtekinn á svæði þar sem hart er tekið á fíkniefnabrotum. „Já, ég þekki viðkomandi enda vann ég með honum í eina tíð. Þannig að ég kannaðist við hann hérna áður en hef ekki séð hann í mörg ár. Mér finnst það fyrst og fremst sorglegt að þessi staða sé komin upp og sorglegt hvern- ig komið er fyrir viðkomandi,“ segir Smári að lokum. Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla fimm kílóum af kókaíni frá Argentínu. Hann hætti hjá lögreglunni í Reykjavík eftir að hafa tapað dómsmáli gegn embættinu en kom fjórum árum síðar sjálfur inn á borð lögreglunnar í tálbeitumáli Kompáss. Grunaður fíkniefnasali vildi tálbeitu kompáss „Mér finnst það fyrst og fremst sorglegt að þessi staða sé komin upp og sorglegt hvernig komið er fyrir viðkomandi.“ Mætti til leiks Hörður mætti á stefnumót við 13 ára tálbeituna hjá Bónusvídeó á Grensásvegi. Verulega brugðið Geir Jón segir fyrrverandi samstarfsmann sinn hafa verið sómamann sem þekktur var fyrir vandvirkni. TrauSTi HafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is tugmilljóna sekt fyrir skattsvik Tveir karlmenn voru í gær dæmdir fyrir meiriháttar skatt- svik. Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi annan manninn í 15 mánaða fangelsi og til greiðslu 93 milljóna króna sektar. Hinn var dæmdur í 7 mánaða fang- elsi og honum gert að greiða 34 milljóna króna sekt. Þriðji mað- urinn var ákærður í málinu en var sýknaður. Mennirnir voru dæmdir fyrir að standa ekki skil á virðisauka- skattskýrslum og virðisauka vegna fyrirtækjanna Perlan ehf., Eystrasaltsviðskipti ehf. og SK Smáverk ehf. endurskipulagn- ing hjá toyota Toyota á Íslandi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar á Stöð 2 og vill koma því á framfæri að skilanefnd Landsbankans sé ekki við það að taka yfir rekstur Toyota á Íslandi eins og greint var frá þar. „Unnið hefur verið að því í sam- vinnu við skilanefndina að end- urskipuleggja rekstur og fjárhag fyrirtækisins en aldrei hefur staðið til að Landsbankinn eða aðrar fjármálastofnanir taki yfir rekstur Toyota á Íslandi. Um þetta hefur ríkt gagnkvæmur skilningur milli Toyota og skilanefndar,“ segir í yfir- lýsingunni. Fyrr á þessu ári stóð til að skila- nefndin gengi að veðum í fyrirtæk- inu hér á landi en þær fyrirætlanir gengu ekki eftir vegna andstöðu hjá höfuðstöðvum Toyota í Evrópu. Neyðarmót- taka í vanda Hópur fólks berst fyrir því að bjarga neyðarmóttöku vegna nauðgana hjá Landspítalanum sem hópurinn segir berjast fyr- ir lífi sínu vegna niðurskurðar. Stofnaður hefur verið Face- book-hópur sem telur tæplega fimmtán hundruð manns sem eru alls ekki sátt við niður- skurðinn á móttökunni. „Þetta er gjaldfrjáls þjónusta fyrir karla, konur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og er lífsnauðsynleg sem slík. Hátt í tvö þúsund Íslendingar hafa nýtt sér þjónustuna síð- an móttakan var stofnuð árið 1993. Flestir þeirra voru á aldr- inum tólf til átján ára,“ segir á Facebook-síðu hópsins. Mælt fyrir frestuninni Ragna Árnadóttir, dóms- mála- og mannréttindaráð- herra, mælti í gær fyrir frum- varpi sem felur í sér frestun á stofnun embættis héraðs- saksóknara til ársins 2011. Til stóð að stofna embættið á þessu ári en nú á að fresta því vegna sparnaðar. Ragna sagði að ekki væri lagt til að ákvæði um héraðssaksóknara í lögum um meðferð sakmála yrði fellt úr gildi. Markmið- ið með því hafi verið að auka réttaröryggi með því að bæta stjórnsýslustigi við ákæru- valdið. Embættinu verði komið á fót síðar. Garðyrkjubændur mættu við Alþingi með gjafakörfur og færðu þingmönnum blóm: Stofnar 200 störfum í hættu „Raforkuverð til garðyrkjubænda hef- ur hækkað um 30 prósent frá því í jan- úar á þessu ári og dæmi eru um að bændur slökkvi ljósin til lengri tíma í gróðurhúsum til að spara. Fram- leiðsla á íslenskum tómötum hefur minnkað um 17 prósent það sem af er ári,“ segir í tilkynningu frá Sambandi garðyrkjubænda. Sambandið efndi til mótmæla við Alþingishúsið í gær til að mótmæla háu raforkuverði. Í upphafi þingfundar urðu lífleg- ar umræður um garðyrkjubændur. Atli Gíslason, þingmaður VG og for- maður sjávarútvegs- og landbúnað- arnefndar, sagði að senn litu tillög- ur um breytingar á raforkuverði til garðyrkjubænda dagsins ljós. Hann kallaði garðyrkjuna græna stóriðju og kvaðst sammála þeim sem lækka vildu raforkukostnað garðyrkjubænd- anna. Hann spurði hvort garðyrkjunni hefði verið gefinn 20 milljarða króna afsláttur eins og áliðjunni. Fram kom í máli þingmanna að raforkuverð til garðyrkjubænda hefði hækkað um 30 prósent á þessu ári. Hugsanlega kynni störfum að fækka um 200 af þeim 900 sem eru í grein- inni. Þverpólitískur vilji til þess að bæta stöðu garðyrkjubænda virðist ríkja á Alþingi. rangt skilgreindir Björgvin G. Sigurðs- son segir að ástæða hás raforkuverðs til garðyrkjubænda sé sú að þeir hafa ekki enn verið skilgreindir sem stórnotendur á raforku. Mynd KriSTinn MagnúSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.