Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 29
á m i ð v i k u d e g i Leyniupptökur rice Fróðlegt verður að heyra hvar leyni- upptökur írska tónlistarmannsins Damiens Rice fara fram en fyrri tvær af fjórum eru planaðar í kvöld. Eins og DV sagði frá í september ætlar Íslandsvinurinn Rice að halda hér svokallaðar opnar upptökur þar sem hann hljóðritar og filmar frumflutn- ing á nýju efni frammi fyrir áhorf- endum. Rice hyggst einnig leika lög af fyrri plötum sínum og eftir flutn- inginn munu áhorfendur eiga kost á því að spyrja tónlistarmanninn spjörunum úr. Aðeins 90 áhorfendur komast á hverja upptöku og er löngu uppselt á þær. Upptökurnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en ná- kvæm staðsetning verður ekki gefin upp fyrr en nokkrum tímum áður en þær hefjast. Ljósmyndara- kanónur og vonarstjarna Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar - og listamiðstöð Hafnarfjarðar, á laugardaginn klukkan 15. Sýning- in Úrvalið – Íslenskar ljósmyndir 1866–2009 skartar myndum eftir þrettán íslenska ljósmyndara sem allir gerðu ljósmyndun að ævistarfi. Þar á meðal eru Sigfús Eymundsson, Nicoline Waywadt, Sigríður Zoëga, Jón Kaldal og Ragnar Axelsson. Hvar er klukk- an? er svo yfirskrift sýningar á verkum eins af efnilegustu ungu myndlistarmönnum landsins, Davíðs Arnar Halldórssonar. Hann hefur vakið athygli fyrir litrík málverk og myndheim þar sem blandað er saman formum og frásagnarkenndum veruleika. Útgáfutón- Leikar Hoffman Strákarnir í Hoffman hafa gefið út sína fyrstu breiðskífu sem heitir Your Secrets Are Safe With Us. Af því til- efni heldur hljómsveitin útgáfutón- leika á Sódómu á morgun, fimmtu- dag, klukkan 22. Plötu Hoffman er lýst sem melódísku rokki en hún var samin í upphafi kreppunnar. Lögin „P.I.R“ og titillagið „Your Secrets Are Safe With Us“ hafa nú þegar fengið töluverða spilun á útvarpsstöðvum. Ásamt Hoffman munu Eyjaböndin Súr og Júníus Meyvant leika á tón- leikunum. Skammdegið er tími glæpasagna og spennu og þessar vikurnar hafa spenntir lesendur um margar góðar sögur í þeim dúr að velja. Þær verða kynntar á upplestrarkvöldi á kaffi- húsinu Súfistanum í Iðu-húsinu við Lækjargötu í kvöld, miðvikudag. Ragnhildur Sverrisdóttir blaða- maður ætlar að ríða á vaðið og lesa upp úr bókinni Sex grunaðir eftir Vikas Swarup í þýðingu Ísaks Harð- arsonar. Þeir sem lásu metsölu- bókina Viltu vinna milljarð? vita að Swarup kann að segja áhugaverðar sögur frá Indlandi og fullyrt er að þessi bók gefi henni ekkert eftir. Rithöfundarnir Viktor Arnar Ing- ólfsson og Stefán Máni lesa báðir upp úr bókum sínum. Viktor Arnar sendir núna frá sér Sólstjaka, eft- ir fjögurra ára bókahlé, en hann er einn þeirra höfunda sem ýttu ís- lensku glæpabylgjunni af stað. Sól- stjakar hefst á því að á skrifstofu sendiherra Íslands í Þýskalandi sit- ur vafasamur viðskiptajöfur með iðrin úti og flugbeittan veiðihníf á kafi í maganum. Stefán Máni sendir frá sér Hyl- dýpi þar sem aðalpersónan er tví- tugur strákur frá Ísafirði, Sölvi að nafni. Hann lendir í lífshættulegum ógöngum í Reykjavík þegar leiftur- sýn frá liðum árum sækir á hann. Í viðtali við Stefán Mána í síðasta helgarblaði DV kom fram að höf- undurinn er á býsna dulrænum nótum í bókinni. Að lokum les Freyr Eyjólfsson upp úr nýjustu bók spennusagna- meistarans Arnaldar Indriðasonar sem ber heitið Svörtuloft. Erlend- ur og félagar eru þar enn einu sinni mættir á svæðið. Eitt af því sem fé- lagarnir þurfa að glíma við er morð á konu sem sökuð hafði verið um fjárkúgun en hún var barin til ólífis nánast fyrir augum lögreglunnar. Upplesturinn á Súfistanun hefst klukkan 20. Lesið úr spennubókum Myndin fylgir poppkóngnum Mich- ael Jackson og hirð hans við undir- búning á endurkomutónleikunum margumtöluðu. Eftir allskonar vesen hafði Michael loksins tekið sig til um að sýna heiminum það sem í raun skipti máli. Hann var orðinn meira þekktur sem neflaust frík dinglandi smábörnum fram af svölum og bjóð- andi barnastjörnum upp á Jesúdjús. Þessir tónleikar hefðu vafalaust gert nákvæmlega það ef þeir hefðu orðið að raunveruleika. Myndin hefði að sjálfsögðu verið flottust ef efni af æf- ingum hefði verið undanfari að sjálf- um tónleikunum sem við urðum af í kjölfar dauða M.J. Myndin er of löng miðað við inni- hald en kemst í huga margra upp með það. Því Mikjáll á það marga harða aðdáendur sem myndu ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi. Svo þú þarft að vera harður aðdáandi til að njóta myndarinnar til fullnustu en eftir nokkra áratugi á toppnum á M.J. í flestum. Fyrir vikið grípur myndin mann með reglulegu milli- bili og heldur manni við efnið. Eins og til dæmis að sjá hann fimmtugan dansandi eins og vindinn. Sérstak- lega mögnuð er danssenan við Billie Jean. Það er einnig magnað að sjá hvað hann hefur gríðarleg áhrif sem á sér m.a. birtingarmynd í öllu því hæfileikafólki sem fylgir honum og tárast við það eitt að tala um hann. Síðan er ánægjulegt hvernig hann notar áhrifin til góðs. Á sinn barna- lega og krúttlega hátt nær hann til manns í lagi og myndbandi Earth Song. Myndin sýnir einnig hvað hann var í raun mikill listamaður. Í dag velur bransinn sæta stelpu/strák sem kann að syngja og dansa. Rest- in er pródúseruð og stíliseruð. En þannig er ekki farið með Mikjál. Hann er rosalegur þar sem hann fæst við alla þætti tónleikanna. Hann er með aðstoðarmenn en hefur áhrif á hvert einasta smáatriði. Ef einhver hefur efni á að vera með hroka þá er það væntanlega Mikjáll. Reglan er að mun minni stjörnur þenja sig en M.J. sýnir þvílíka auðmýkt, virðingu og kurteisi að það hlýtur að vekja að- dáun. Hópur harðra aðdáenda hef- ur opinberlega lýst yfir ósætti við að það sjáist ekki í myndinni hvað hann var orðinn veikur. Ég hef litl- ar áhyggjur af því að það verði ekki nóg af myndum sem munu fókusera á það neikvæða við líf Michaels Jack- son. Þessi mynd er ekki í þeim hópi. Hinn þvílíki undirbúningur sem sést hér á sér fáa líka. Við sjáum hinn fjölmenna hóp fullkomna dans, ljós, grafík, hljóð, brellur, tónlist og þar fram eftir götunum. Fáum nasaþef af því sem hefði ef til vill orðið flottasta tónleikaupplifun sögunnar. En við fáum nefnilega bara nasaþefinn. Við fáum mikið runk en ekkert klímax. Erpur Eyvindarson mikið runk, Lítið kLí ax Rosalegur „Hann er rosalegur þar sem hann fæst við alla þætti tónleikanna. Hann er með aðstoðarmenn en hefur áhrif á hvert einasta smáatriði.“ fókus 4. nóvember 2009 miðvikudagur 29 Hvað Heitir Lagið? „Stríð, krakkar, er bara byssuskot í burtu. Bara byssuskot í burtu.“ Svar: Gimme Shelter með Rolling Stones. Arnaldur Indriðason Lesið verður úr nýju bókinni hans á Súfistanum í kvöld, þó ekki af höfundinum. This is iT heimildamynd Leikstjóri: Kenny Ortega kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.