Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 21
fréttir 4. nóvember 2009 miðvikudagur 21 Vonda skapið getur haft góðar afleiðingar fyrir hugsun fólks: Geðvonska er gagnleg Ástralskur sérfræðingur í sálfræði sem kannað hefur tilfinningar fólks hefur komist að því að geðvonska veldur því að fólk hugsar skýrar. Í hróplegri mótsögn við fólk sem er sí- fellt hamingjusamt, mörgum öðrum til mikillar armæðu, þá eru fýlupúk- arnir færari um að taka ákvarðanir og ekki eins auðblekktir. Reyndar komst umræddur sér- fræðingur, Joe Forgas prófessor, að því að glaðværð gæfi af sér ríkari sköpunargáfu, en andstæðan fæddi af sér athygli og vandvirkni í hugsun. Í viðtali við Australian Science Mag- azine sagði Forgas að geðill mann- eskja gæti betur tekist á við meira krefjandi aðstæður en hin glaðværa vegna þess hvernig heilinn bregst við með tilliti til upplýsingamiðlunar og úrvinnslu aðgerða. Könnun Joe Forgas leiddi einnig í ljós að leitt fólk tók hinu fram í að færa rök fyrir máli sínu skriflega og sagði Forgas að það benti til að „ör- lítil neikvæðni geti í reynd stuðlað að beinskeyttari, greiðari og á endanum árangursríkari samskiptaaðferð.“ Fyrri kannanir Joe Forgas hafa leitt í ljós að veðrið hefur svipuð áhrif á fólk. Votviðri og dumbungur skerpir minnið, en bjartir og sólríkir dagar valda gleymni hjá fólki. Geðvonska er ekki alsæm Kostir glaðværðar og kostir gremju eru ólíkir. Mynd: Photos.coM Brátt verða liðin tuttugu ár frá hruni Berlínarmúrsins. Reyndar hafa sumir haft á orði að múrinn hafi ekki hrun- ið, heldur verið hlutaður niður í búta þegar venjulegt fólk frá bæði vestur- og austurhluta Berlínar kom vopnað hamri eða haka með það fyrir aug- um að fjarlægja einn alræmdasta arf eftirstríðsáranna og kalda stríðsins. Sumir létu sér reyndar nægja að gefa múrnum gott spark og þannig sýna vilja sinn í verki. Án efa er víða í heim- inum að finna múrbrot úr múrnum, minjagripi um liðinn tíma. Lítill vafi leikur á því að Berlínar- búar bundu miklar vonir við þann tíma sameinaðs austurs og vesturs sem fram undan var, en eflaust hafa ekki allir verið á eitt sáttir við fram- vindu mála. Í kjölfar yfirlýsingar frá Günter Schabowsky, meðlims fram- kvæmdastjórnar kommúnistaflokks- ins, í kvöldfréttum þann 9. nóvember, 1989, þar sem hann sagði stamandi röddu að ferðafrelsi tæki gildi „taf- arlaust“ flykktist fólk að múrnum í óþreyju til þess eins að geta flúið. Leynimerki Günter Schabowsky mun hafa ver- ið nýkominn úr fríi og ekki verið að fullu upplýstur um þróun mála. Skömmu fyrir blaðamannafund- inn hafði hann fengið í hendurn- ar orðsendingu þar sem sagði að Austur-Berlínarbúum yrði heim- ilt að ferðast yfir til vesturhlutans. Schabowsky fékk hins vegar eng- ar frekari upplýsingar um hvernig haldið skyldi á málum. Þegar hann var spurður hvenær heimildin tæki gildi sagði hann að samkvæmt hans bestu vitund tæki hún gildi „tafarlaust“. Í reynd átti heimildin ekki að taka gildi fyrr en næsta dag og nú voru góð ráð dýr. Í grein eftir Önnu Funder, fréttaritara BBC, á vefsíðu blaðsins segir: „Maðurinn vissi ekki hvað skyldi gera. Þannig að hann, í þeim anda sem hann taldi án efa vera í anda stjórnarinnar, tók frumkvæðið: Hann upphugs- aði leynimerki,“ segir í grein Önnu. Schabowsky fyrirskipaði landa- mæravörðum að velja úr þá sem mestan áhuga sýndu á að komast til vesturs og stimpla, svo lítið bæri á, í vegabréf þeirra, vinstra megin við myndina. Með þeim hætti var síðar hægt að bera kennsl á við- komandi þegar þeir sneru heim og meina þeim að komast aftur inn í Austur-Berlín.“ trúir Alþýðulýðveldinu Anna Funder gerir að umhugsunar- efni stöðu fyrrverandi starfsmanna Stasi, austurþýsku leyniþjónustunn- ar. Anna veltir fyrir sér hvernig þeim líður á sama tíma og almenning- ur, eða í það minnsta einhver hluti hans, hefur fagnað hruni múrsins síðastliðin tuttugu ár. „En ég velti fyrir mér hvernig þessum Stasi-manni líður, þar sem hann situr í íbúð sinni. Líkt og hjá hinum hundruð þúsunda annarra meðlima flokksvélar ríkisins – ríkis- stjórninni, einingarflokki sósíalista (SED), hernum, yfir 91.000 starfs- mönnum leyniþjónustunnar Stasi, blaðamönnunum, kennurunum, dómurunum og einhverjum hluta hinna 170.000 fyrrverandi uppljóstr- ara – lifir tryggð hans gagnvart hinu horfna ríki hugsanlega enn,“ segir Anna Funder. Að hennar sögn voru allir nema einn þeirra Stasi-manna sem hún hafði rætt við enn trúir Alþýðulýð- veldinu sem var. „Að hluta til vegna sannfæringar, að hluta til vegna stolts: Það er erfitt að segja það sem hinn einmana (og sniðgengni) utan- garðsmaður í eigin röðum gerði: „Ég laug í 26 ár.““ Á árunum 1950 til 1989 hafði Stasi um 274.000 manns á sínum snærum sem hafði það hlutverk að komast fyrir rætur andstöðu við kerfið. Einn af fimmtíu eða einn af sjö Undir ægivaldi ríkisstjórnarinnar og skósveina hennar greip fólk til þess ráðs að gerast uppljóstrari til að njóta öryggis gagnvart Stasi. Einskis var svifist til að treysta og tryggja völd austurþýsku ríkisstjórnarinnar. Að minnsta kosti einn af hverjum fimm- tíu gerðist uppljóstrari, að sumra mati var hlutfallið mun hærra, eða einn af hverjum sjö. Leyniþjónustan og uppljóstrar- ar hennar söfnuðu í sinni tíð, 1949 til 1989, fleiri skrifuðum skýrslum en gert hafði verið í allri sögu Þýska- lands frá miðöldum. Nú er tekist á um hvernig beri að minnast Þýska alþýðulýðveldisins og sýnist þar sitt hverjum. Að sögn Önnu Funder kjósa þeir trúuðustu, þeirra á meðal kjarninn úr kerfinu, að „minnast Þýska al- þýðulýðveldisins sem velviljaðrar, vinstri sinnaðrar, velferðarsamfélags- tilraunar, byggðrar á hugsjónum og vel meintum vilja til að gæta fólks frá vöggu til grafar, hugsanlega af of mik- illi kappsemi.“ Nokkuð víst má telja að sú mynd er verulega á skjön við minningar mannréttindasinna, pólitískra fanga og sjálfstæðra sagnfræðinga, hvort heldur er af hægri eða vinstri væng. Vilja múrinn á ný Í nýlegri könnun kom í ljós að einn af hverjum sjö Þjóðverjum vill fá Berl- ínarmúrinn á ný vegna þess að þeir höfðu það betra þegar landið var klofið. Könnunin var gerð af Forsa-stofn- uninni og tók til 1.002 Þjóðverja og samkvæmt niðurstöðum hennar sakna fimmtán prósent þjóðarinn- ar, um 82 milljónir, þess tíma þegar þýsku ríkin voru tvö. Eitt af því sem hefur farið fyrir brjóstið á þeim sem búið hafa í vest- urhlutanum eru auknar skattaálög- ur vegna uppbyggingar í austurhlut- anum, en um 1,2 trilljónir evra hafa runnið til austurs síðastliðin tuttugu ár. Sé horft til Austur-Þjóðverja þá gætir óánægju vegna þess að tekjur í austurhlutanum eru að meðaltali tut- tugu prósentum lægri en í vesturhlut- anum. Til að bæta gráu ofan á svart hefur gætt fólksfækkunar í sumum hlutum austurhlutans vegna mikils atvinnuleysis. Íbúum í austurhlutan- um hefur í heildina fækkað um tvær milljónir síðan 1990. Samkvæmt könnuninni telja 55 prósent Þjóðverja að það yrði til bóta fyrir sameininguna ef svokölluðum „samstöðuskatti“, sem ætlað er að mæta kostnaði við uppbyggingu, yrði kastað fyrir róða. Álíka hátt hlutfall telur að hærri bætur til handa íbú- um austurhlutans kunni að draga úr spennu á milli austurs og vesturs. Austrið svarar fyrir sig En ekki er þetta alslæmt og nú er svo komið að austurhluti Berlínar hef- ur í sumu tilliti slegið vesturhlutan- um ref fyrir rass. Uppbygging aust- urhluta Berlínar hefur valdið því að hjartsláttur borgarinnar hefur flust um set, frá stöðnuðum vesturhlutan- um til austurhlutans sem nýtur þeirr- ar uppbyggingar sem þar hefur átt sér stað. Þar sem áður var hin dimma, kommúníska hlið borgarinnar er nú að finna lúxúsverslanir og kaffihús. Í umfjöllun á vefsíðu BBC er vitn- að í Ingo Schulze, sem telst vera ein hinna nýju menningarhetja austurs- ins, en hann hefur sagt að íbúar vest- urhlutans hagi sér „eins og frelsið hafi verið gjöf þeirra til okkar [íbúa aust- urhlutans]“. Schulze segir að fyrir fjölda fólks hafi grundvöllur tilveru þess, með til- liti til atvinnu og velferðarkerfis, und- ir stjórn þýska alþýðulýðveldisins, verið betri en það sem kom í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna. Að sögn Schulze er frelsi án félagslegs rétt- lætis alls ekkert frelsi, og hefur hann skorað á sameinað Þýskaland að efna til umræðu um þessa hluti nú, því sú umræða hafi ekki átt sér stað fyrir tut- tugu árum síðan. Þýskaland og múrinn checkpoint charlie 10. nóvem- ber 1989 9. nóvember er alla jafna talinn dagurinn þegar múrinn féll. tákn liðins tíma Við endimörk bandaríska hluta Berlínar. Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is 495 kr.- Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.