Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 23
Hver er konan? „Erla „prjónaperla“ Sigurlaug Sigurðardóttir.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Ég að dansa við uppblásinn jólasvein á jólunum.“ Hvað drífur þig áfram? „Áhugaverð verkefni setja mig í gírinn, kraftmikið og hugmyndaríkt fólk í kringum mig og falleg tónlist.“ Hver er eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Viltu vinna milljarð? af því hún tók mig aftur til Indlands þar sem ég ferðaðist eitt sinn um með bakpoka og minnir mig á að leiðin í lífinu er ekki ein tilviljun.“ Hvað söfnuðuð þið frænkur mörgum uppskriftum? „Í bókinni eru þær um fimmtíu. En við söfnuðum mun fleirum en bókin rúmaði svo búið ykkur undir „Fleiri prjónaperlur“!“ Hvað varð til þess að þú fórst að safna prjónauppskriftum? „Prjónamanían sem ég er haldin á háu stigi, ásamt atvinnuleysinu, það að finna sér eitthvað skemmtilegt og gefandi að gera.“ Hvar varstu að vinna þegar hlutirnir breyttust? „Ég var kennari, umsjónarkennari í 4. bekk og kenndi náttúrufræði í 8. bekk.“ Kemur kennslustarfið að gagni við prjónaskapinn? „Það er frekar að prjónaskapurinn og öll sú þolinmæði sem prjónið kennir hafi hjálpað með gríslingana í kennslunni.“ Hvað er skemmtilegast við að prjóna? „Að sjá meistarastykkin verða til með sínum eigin höndum, bara eina lykkju enn...“ Ætlarðu að reyna að fá starf sem handavinnukennari í framtíð- inni? „Hver veit, mig vantar samt þó nokkuð upp á færnina og þolinmæð- ina til þess enn.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Að stjórnmálamenn og -konur landsins myndu prjóna meira.“ Hver á verða næsti forseti Íslands? „Ég vil að Ólafur Ragnar Grímsson haldi áfram. Mér líst ágætlega á hann.“ Hrannar Halldórsson Að VERðA18 ÁRA, StARFSMAðuR HjÁ SÓlnInGu „Baldur Ágústsson, sem bauð sig fram síðast. Hann er hress og skemmtilegur og mér líst vel á hann.“ Ingvar Örn arnarson 16 ÁRA nEMI „Páll Óskar. Mér finnst hann mjög góður gæi og hann færir mjög góð rök fyrir því hvernig stjórnmál eiga að vera.“ HIlmar Jónsson 18 ÁRA nEMI „Ég bara hef enga skoðun á því.“ gunnar BersI BJÖrnsson 15 ÁRA nEMI Í MK Dómstóll götunnar erla sIgurlaug sIgurðar- dóttIr missti vinnuna fyrr á árinu og hófst þá handa við að safna prjónauppskriftum úti um allar trissur í félagi við frænku sína. Þær hafa nú gefið út bókina Prjónaperlur þar sem rjómann af uppskriftunum er að finna. PrjónaskaPur leiðin út úr krePPunni „Ég vil að sá sem er núna verði áfram.“ FreyJa ólaFsdóttIr 14 ÁRA nEMI maður Dagsins Finnski sagnfræðingurinn Pentti Renvall gerði fyrir réttum 60 árum merka tilraun til þess að draga upp mynd af finnsku almúgafólki á grundvelli dómabóka frá 16 öld. Á þeim tíma þótti sjálfsagt að al- múginn sækti réttarhöld. Ekki nóg með það, því hann tók þátt í réttar- höldunum og gegndi hlutverki sem kviðdómur. Réttarhaldið var vettvangur þar sem tekist var á um reglur sem al- menningi var gert að fara eftir. Fólki var ekki meinað að tjá til- finningar sínar við réttarhöldin. Reyndar talar Renvall um að almúg- inn hafi verið á valdi tilfinninga. Þetta sjónarmið Renvalls er var- hugavert því tilfinningar, eins og réttlætiskennd, eru skilyrtar af upp- vexti með öðru fólki og samfélagi við það. Kvíðinn sem fylgir því að stela eða neyta ólöglegra fíkniefna er sannarlega ekki meðfædd til- finning. Ekki frekar en hneykslun- arkennd gagnvart sifjaspellum eða andúð á hjúskaparbroti. Á sextándu öld fjölmenntu Finn- ar á dómþing í sveit sinni, stóðu ým- ist með sakborningi eða voru hon- um andsnúnir, þrættu og höfðu uppi háreisti og frammíköll. Þeir felldu sinn dóm sem stundum var of þungur, stundum of vægur mið- að við lögin. Að loknum réttarhöldum hurfu menn til síns heima, sjálfsagt nokkru nær um það hvaða skyldur og réttindi fylgja því að lifa í samfé- lagi við aðra menn. Í miðaldasamfélaginu var réttar- kerfið ekki aðgreint frá almúganum að þessu leyti. Með því að fjölmenna á dómþing, þar sem réttað var í stóru og smáu yfir brotamönnum, fékkst trygging fyrir því að dómar endurspegluðu vilja almúgans til góðs eða ills. Hinir hlutlægu og ósnertanlegu Í nútímanum hafa réttarhöld ver- ið lokuð inni í réttarsölum sem fáir sækja utan þeir sem málið varðar. Tilfinningum hefur þar verið út- hýst. Málsmeðferð, réttarhöld og dómsuppkvaðning er í höndum sérfræðinga, löglærðra dómara. Umhverfi þeirra, lög, leikreglur og venjur eiga að tryggja málefnalega meðferð og hlutlæga dóma sem byggjast á skráðum lögum. Allir eiga að vera jafnir frammi fyrir lög- unum og enginn er sekur uns sekt er sönnuð eru meðal hornsteina nútíma réttarfars. Dómskerfi nútímans er í þess- um skilningi aðgreint frá almenn- ingi og fráhverft honum. Dómarar mega ekki mengast af tilfinningum almennings og eru eins og ósnert- anlegir og utan við samfélagið. Kaffistofa hæstaréttar verður laun- helgar drottnandi dómsvalds. Kviðdómur er betri skipan en sú sem ríkir hér á landi. Þeim sem veljast í kviðdóminn er ætlað að vera einskonar þverskurður sam- félagsins; þeir endurspegla tíðar- anda og hugarfar samtímans. Þar sem enginn er kviðdómur dæma dómarar, stundum fleiri en einn. Hér á landi eru þeir oftast af sama pólitíska sauðahúsi, þjálfaðir í sömu lagadeildinni. valdið aftur til fjöldans Stjórnvöld vilja síður brjóta gegn grundvallarreglum um jafnræði, málefnalegar ákvarðanir og hlut- læga meðferð mála. Þau trúa því að með því að fela lögfræðingum og endurskoðendum í skilanefnd- um og bönkum dóms- eða úr- skurðarvald um framtíð og eignar- hald fyrirtækja eftir bankahrun sé gætt faglegra viðskiptasjónarmiða og hlutleysis. Með þessu framselja stjórnvöld vald, sem kjósendur hafa falið þeim, í hendur einskon- ar endurreisnardómara. Þetta er misskilningur. Þess- ar stéttir eru ekki endilega betur í stakk búnar til þess að taka ákvarð- anir en íslenskur almenningur um framtíð íslenskra fyrirtækja. Úr launhelgum sérfræðinganna fást auk þess litlar fréttir af því hvort þeir þekkja muninn á vinargreið- um, geðþótta og málefnalegum ákvörðunum. Og þannig er einnig úti um trúverðugleika og traust. Er ekki ráð að færa kjósendum ákvörðunarvaldið yfir skuldugum stórfyrirtækjum eftir bankahrun- ið úr því stjórnvöld fálma í þoku ógagnsæisins og hafa fært vald almennings inn í launhelgar lög- fræðinganna og endurskoðend- anna? Varla yrðu úrskurðir kjós- enda verri en dómar almúgafólks yfir sakborningum í Finnlandi á sextándu öld. Gagnsæið og traust- ið yrði auk þess endurvakið. Dómstóll götunnar - í finnsku merkingunni - er þess vegna betri en grunsemdir um klíkuskap sem þrífst á ábyrgð kjósenda. Dómstóll götunnar betri en klíkuskapur kjallari mynDin 1 nýjar myndir af madeleine mcCann Aðstandendur Madeleine McCann hafa sent frá sér nýjar myndir. 2 Facebook: eigandi myndavélar fannst á ótrúlegan hátt Eigandi myndavélar má þakka Facebook að vélin sem hann týndi er nú aftur komin í hendur hans. 3 rússneskur auðjöfur drepinn af leigumorðingja Rússneski auðjöfurinn Shabtai von Kalmanovic var skotinn til bana í miðborg Moskvu í gær. 4 ofnotaði skordýraeitrið með skelfilegum afleiðingum talið er að rekja megi dauða tíu mánaða drengs frá Suður-Karólínu til ofnotkunar móður þeirra á skordýraeitri. 5 Barnalánspabbi: „Það er jú alltaf auðvelt að vera vitur eftir á“ Barnalánspabbinn jón Þorsteinn jónsson sendi frá sér yfirlýsingu. 6 upplýsingar um 1000 milljarða skuldir actavis teknar út Ástæða þess að birtingu skýrslu sendinefndar AGS er sú að þar var að finna viðkvæmar upplýsingar um skuldbinding- ar lyfjafyrirtækisins Actavis. 7 ellefu ára stúlka fæddi barn á brúðkaupsdaginn Ellefu ára stúlka frá Búlgaríu varð móðir á dögunum, eða sama dag og hún gekk að eiga nítján ára gamlan unnusta sinn. mest lesið á DV.is JóHann HauKsson útvarpsmaður skrifar „Úr launhelgum sérfræðing- anna fást auk þess litlar fréttir af því hvort þeir þekkja muninn á vinargreið- um, geðþótta og málefna- legum ákvörðunum.“ umræða 4. nóvember 2009 miðvikudagur 23 Í sambandi númi KÓ-24 lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gær. Róbert Reynisson ljósmyndari þekkir vel til sjómennskunn- ar og kannaðist því við handtök sjómannsins þegar hann tengdi bátinn við landrafmagnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.