Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 10
10 miðvikudagur 4. nóvember 2009 neytendur Fjármagnaðu neysluna með yFirdrætti Eyðsla á ári: 72.500 kr. Á einu ári geturðu með hálfa milljón í yfirdrátt borgað bankanum 72.500 krónur í vexti, enda eru yfirdráttarlán á meðal óhagstæðustu lána sem völ er á. Ef þú þarft að hækka yfirdráttinn sem vöxtunum nemur verður þú orðinn gjaldþrota innan fárra ára. Líttu ávallt á heimildina á reikningnum þínum sem eign og þá verður þú boðaður í „starfskynningu“ í héraðsdóm áður en langt um líður. Byrjaðu að reykja Eyðsla á ári: 306.000 kr. Taktu „smók“ hjá félögunum á djamminu og eigðu alltaf pakka, ef þig skyldi langa í sígarettu. Tilfinningin til skemmri tíma þykir eftirsóknarverð en á móti kemur að þú þarft ekki að borga skuldir þínar fram eftir öllu. Reykingafólk er líka fólk, bara ekki eins lengi. Sá sem reykir pakka á dag af algengum sígarettum greiðir 306.600 krónur á ári og verður fyrir miklu fjárhagslegu og líkamlegu tjóni. Farðu í helgarFerð á enska Boltann Eyðsla: 100.000 kr. Eftir hrun krónunnar hafa utanlandsferðir tvöfaldast í verði. Enski boltinn er þar engin undantekning. Láttu ekki krepputal draga úr þér máttinn. Helgarferð á leik í enska boltanum kostar hátt í 100.000 krónur með öllu, eða um hálf sæmileg mánaðarlaun. Segðu upp áskriftinni að uppáhalds- tímariti konunnar þinnar og slepptu því að klippa þig í eitt ár. Þá vantar ekki mikið upp á. Farðu Fínt út að Borða í hverri viku Eyðsla á mánuði: 24.000 kr. Hvers vegna ættirðu að borða núðlur þegar þú ert hvort eð er að verða gjaldþrota? Stórsteikur á laugardögum lyfta helgunum á æðra plan og veita manni lífsfyllingu. Það er ekkert grín að borða ódýran og óspennandi mat þegar reikningarnir streyma inn um bréfalúguna. Maður hreinlega verður að lyfta sér upp annað veifið. Ekki gleyma rauðvíninu, til að fullkomna ljúffenga steik. Færð hvort tveggja á um sjö þúsund krónur. sms-lán Eyðsla á ári: 111.000 kr. Smálán geta verið lykillinn að því að komast í þrot. Ef þú ert með fullnýttan yfirdrátt geturðu með einu SMS-skeyti fengið lán upp á 40 þúsund krónur. Þér er lánað í fimmtán daga en þarft að greiða 9.250 krónur að auki, þegar þú borgar til baka. Ef þú gerir þetta í hverjum mánuði verður vaxtakostnaðurinn 111.000 krónur á ári. Enn meira ef þú getur svo ekki borgað til baka. kauptu hlutaBréF Eyðsla: 957.000 kr. Taktu áhættu með spariféð og kauptu hlutabréf. Sá sem átti hlutabréf fyrir milljón krónur í Kaupþingi, fyrir hrun, á ekki krónu í dag. Eftir á að hyggja hefði verið skynsamlegra að kaupa bjór fyrir milljón en hlutabréf í bönkunum. Sá hefði þá fengið 43 þúsund krónur fyrir að endurvinna dósirnar. Sú upphæð hefði dugað fyrir einu partíi, eða svo. taktu lán Fyrir nýjum Bíl Eyðsla á ári: 1.200.000 kr. Á hverjum degi greiðir þú að lágmarki 3.225 krónur fyrir það eitt að eiga nýjan bíl sem kostar rétt rúmar 2 milljónir króna og er ekið 30 þúsund kílómetra á ári. Rekstrarkostnaður við slíkt farartæki nemur 1,2 milljónum króna á ári, fyrir utan afborganir af láninu! Það gera 100 þúsund á mánuði, samkvæmt ársgömlum útreikningum FÍB. Kaup á nýjum bíl eru líkleg til að hafa mikil áhrif á fjárhag þinn. segðu upp vinnunni Eyðsla: 100.000 kr. Þú getur lækkað tekjur þínar snarlega með því að segja upp vinnunni þinn og sækja um atvinnuleysisbætur. Þú finnur fljótt og vel fyrir tekju- skerðingunni, sérstaklega þar sem þú færð engar bætur fyrstu vikurnar, ef þú hefur sagt upp vinnunni þinni. Tekjuskerðingin getur hæglega numið helmingi. Sá sem hafði 200 þúsund á mánuði getur auðveldlega lækkað niður í 100 þúsund. Fáðu þér nýjan Flatskjá Eyðsla: 400.000 kr. Nýr flatskjár er skilvirk og um leið skemmtileg aðferð til að setja fjarhag- inn í uppnám. Veglegur 50 tommu flatskjár með öllu getur kostað um 400 þúsund krónur. Ef þú setur það rakleiðis á yfirdráttinn bætast allavega 12 prósent við upphæðina árlega. Þessi leið er afar skilvirk ef það er markmið þitt að fara á hausinn. Það getur aftur á móti verið bráðskemmtilegt að horfa á skjáinn, þar til að skuldadögum kemur. ekki nota peninga Eyðsla á mánuði: 20.000 kr. Rannsóknir hafa sýnt að notkun greiðslukorta gerir það að verkum að fólk eyðir meiri peningum. Varlega áætlað má reikna með að þú eyðir 20 prósent meira ef þú notar bara greiðslukort. Sá sem eyðir að jafnaði 100.000 krónum á mánuði getur áreynslulaust aukið eyðsluna um 20 þúsund krónur ef hann greiðir alltaf með korti. Ef þú leggur þig fram við að handleika aldrei peninga, getur þú á fáum mánuðum sneytt þig allri tilfinningu fyrir eyðslunni. Forðastu heimabankann og útibú bankanna eins og heitan eldinn og þú stefnir hraðbyri til fjárhagslegrar glötunar. taktu út sparnaðinn Eyðsla á ári: 40.000 kr. Ef þú tekur út einnar milljónar króna sparnað verður þú af 40 þúsund króna vaxtagreiðslum á ári, miðað við hóflega verðtryggða vexti. Sumir kjósa að geyma peningana undir koddanum eða í hanskahólfinu á bílnum en með því móti eru þokkalegar líkur á því að þú verðir rændur. ekki opna póstinn Eyðsla: 500.000 kr. Gluggapóstur er aldrei spennandi fyrir þá sem skulda. Með því að hunsa pappírsflóðið geturðu aukið skuldir þínar verulega. Milljón króna skuld getur hæglega hækkað um 50 prósent ef þú gætir þess að opna umslögin aldrei. Ef þér er annt um umhverfið geturðu safnað þeim saman og sett í endurvinnslu. tileFnislaus veisla Eyðsla: 100.000 kr. Sláðu upp veislu við minnsta tilefni og sláðu um þig með því að bjóða upp á fríar veitingar. Kostnaður við mat og drykk í 50 manna veislu getur hæglega numið 100.000 krónum. Upphæðin verður líklega mun hærri ef leigja þarf sal. Ekki íþyngja vinum þínum með því að þiggja gjafir. Afþakkaðu þær fyrir fram. Farðu svangur út í Búð Eyðsla á ári 72.000 kr. Rannsóknir benda til að þeir sem gera innkaupin svangir kaupa að jafnaði meira en þeir sem fara saddir í búðina. Ef við gefum okkur að sá sem kaupir alltaf inn mat svangur kaupi að jafnaði um 10 prósent meira en hinn saddi, og að matarinnkaupin nemi 60 þúsund krónum á mánuði, nemur kostnaðurinn við það að fara svangur út í búð um 72.000 krónum á ári. Svo er auðvitað spurning hvort þú kaupir óþarfa eða hvort þú hendir jafnvel matnum sem þú keyptir aukalega. aktu í vinnuna Eyðsla á ári: 93.000 kr. Sá sem ekur alltaf 10 kílómetra leið í vinnuna og sömu leið heim aftur, ekur um 5.200 kílómetra á ári. Ef hann á bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraði nemur kostnaðurinn 93 þúsund krónum á ári, miðað við bensínverð í dag. settu ísskápinn á kreditkortið Eyðsla á ári: 458.000 kr. Vertu sannur Íslendingur og kauptu það sem þig langar í, til dæmis amerískan ísskáp með klakavél. Dragðu fram kreditkortið ef þú átt ekki fyrir honum. Ef heimildin er ekki næg á kortinu (ísskápurinn kostar um 400.000) geturðu fengið að skipta greiðslum og borgað jafn háa vexti og af yfirdráttarláni. Aukalegur kostnaður nemur við það 58 þúsund krónum ef þú deilir á 12 mánuði, miðað við núverandi vexti. Ef þjónustufulltrúinn þinn setur á sig snúð geturðu boðist til að flytja vanskil þín annað. Vaxtakostnaður og vanskil eru yfirleitt góðar tekjulindir fyrir bankana. láttu dæla Fyrir þig Eyðsla á ári: 36.000 kr. Um tíu krónum getur munað á því að kaupa bensín á sjálfsafgreiðslustöð og þjónustustöð. Sá sem ekur 20 þúsund kílómetra á ári myndi spara 36 þúsund krónur á ári ef hann myndi dæla sjálfur. Það er hins vegar ekkert gaman þegar veðrið er leiðinlegt, eins og yfirleitt á Íslandi. 36 þúsund krónur er bara dropi í hafið. Láttu aðra dæla fyrir þig. góð stund á goldFinger Eyðsla á kvöldi: 30.000 kr. Fyrst þú stefnir á annað borð á gjaldþrot er tilvalið að skella sér á Goldfinger. Kunnugir segja að einkadans kosti um það bil þúsund krónur á hverja mínútu. Það borgar sig ekki að fara fyrir minna en hálftíma. Þannig geturðu á einni kvöldstund eytt 30 þúsund krónum. próFaðu FíknieFni Eyðsla á mánuði: 465.000 kr. Með því að nota til dæmis eitt gramm af kókaíni á dag ertu ekki bara fljótur að eyðileggja heilsu þína. Grammið er sagt kosta í kringum 15 þúsund 30 leiðir til að Fara á Fáðu bíladellu eða veiðidellu, byrjaðu að reykja, kauptu jeppa, hækkaðu yfirdráttinn, hættu að borga eða stefndu einhverjum fyrir meiðyrði. Kauptu hlutabréf eða segðu upp vinnunni. Allt þetta ættirðu að gera ef þú ert áfjáður í að verða gjaldþrota. DV tók saman þrjátíu óbrigðul ráð um það hvernig maður steypir sjálfum sér í fjárhagslega glötun. Lítið á ráðin sem víti til varnaðar. umsjón: baldur guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.