Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 22
Kannski er bara best að halda sig við Football Manager, þá er alla vega víst að sama hvað maður gerir í leik- mannamálum er víst að maður fær ekki dóm á sig fyrir að vera ráðríkur og frekur. Þannig getur maður selt leikmenn út og suður og farið með úrvalsdeildarlið langleiðina í neðstu deild án þess að kveðinn verði upp sá dómur að maður sé slettireka. Þó Svarthöfði hafi löngum leikið sér í Football Manager, Championship Manager, Ultimate Manager og öllum þessum snilldar fótboltaþjálfaraleikj- um verður því ekki neitað að hann öfundaði dálítið þá Björgólf Guð- munds- son og Egg- ert Magnússon þegar þeir keyptu West Ham. Þetta eru menn sem létu sér ekki nægja að fá útrás fyrir dagdraum- ana í tölvuleikjum heldur keyptu sér heilt fótboltalið til að leika sér með. Það er auðvitað miklu svalara að eiga enskt úrvalsdeildarlið og geta keypt og selt raunverulega leikmenn heldur en að setjast niður við tölvuna síðla kvölds til að leika sér í tölvunni. (En höfum það samt alveg á hreinu að það er ekkert barnalegt við að miðaldra og þaðan af eldri menn leiki sér í tölvu- leikjum.) En gamanið getur kárnað í al-vörunni þegar sígur á ógæfu-hliðina í raunveruleikanum. Og þarf jafnvel ekki að vera ýkja slæm staða. Það getur meira að segja komið manni í koll að verða vin- sæll meðal stuðningsmanna liðsins. Þannig getur aðaleigand- inn kallað mann Coca Cola-skilti og síðan rekið mann fyrir að eyða of miklum peningum. Og allt fyrir að semja við Freddie Ljungberg, eina bestu ljósmyndafyrirsætu sem iðkað hefur knattlist sína á enskum knattspyrnuvöllum. Og þó fótboltamenn viti að ekki þýði að deila við dóm-arann er ekki fjarri lagi að mann kynni að langa að rífa smá kjaft ef maður fengi á sig svip- aðan dóm og fyrrverandi ráðamenn West Ham fengu í gær. Þegar einhver breskur dómari taldi sig þess umkom- inn að segja að maður væri að skipta sér of mikið af og trufla manninn sem maður hafði ráðið sem knattspyrnu- stjóra. Eða hvað heldur Alan Curbis- hley að hann viti um fótbolta sem góðir og gegnir Valsarar og KR-ingar vita ekki? Og eftir stendur að peningurinn er guf-aður upp, aðrir teknir við stjórn fótboltafé- lagsins og dýrðin hefur á köfl- um breyst í háðung. Já, það er kannski betra að spila Football Manager heldur en kaupa alvöru fótbolta- lið, því í Football Manager getur maður alltaf byrjað upp á nýtt, startað nýjum leik og leiðrétt þau mistök sem maður hefur gert áður. Án þess að tapa krónu... eða dómsmáli. Game over Spurningin „Eflaust þjóðarhagur,“ segir Guð- mundur Franklín Jónsson fjárfestir. Hann er í forsvari fyrir hóp sem hyggst gera Nýja Kaupþingi tilboð í 60 prósenta hlut í Högum. verður haGur af þessum kaupum? „Bankinn var ekkert að benda okkur á þetta.“ Einar Örn Jónsson, faðir tveggja barna sem fengu kúlulán hjá Glitni til að kaupa stofnfé í Byr árið 2007, segist ekki hafa vitað að hugsanlega væri það lögbrot að skuldsetja börnin sín. – DV „Fólk verður að hætta að lifa í blekkingu. Þetta eru bara glæpamenn á mótorhjólum.“ Kanadíski rannsóknarblaðamaðurinn Julian Sher í samtali við DV. Hann hefur skrifað tvær bækur og fjöldann allan af blaðagreinum um Hells Angels. – DV „Hún er bara mjög vinsæl, mjög vinsæl.“ Sigríður Regina Waage um eina ástæðu þess að Kleopatra Kristbjörg var ráðin forstjóri Gunnars Majoness hf. – DV „Ég fór fram úr mér með því að segja að við hefðum sætt kúna.“ Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, um að hann hefði hlaupið á sig í öllum hasarnum í kringum þáttinn Auddi og Sveppi. – Fréttablaðið „Þetta var ótrúlegt.“ Katrín Hall sem samdi dansinn fyrir nýjasta myndband stórstjörnunnar Shakiru. Hún segir svo marga hafa komið að gerð þess að þetta hafi verið eins og í bíómynd. – Fréttablaðið Hinir raunverulegu þjófar Leiðari Föstudag nokkurn í lok febrúar fór hungraður, geðsjúkur maður í 10-11 og borðaði þar súpu að andvirði 250 krónur, sem hann gat ekki borgað. Á sunnudeginum fór hann í Hagkaup og tók mat fyrir 769 krónur sem hann gat ekki held- ur borgað. Fyrir nokkrum vikum var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi og til greiðslu 185 þúsunda króna í sakarkostnað, sem er um 185-föld upphæð þess sem hann tók. Félag Bjössa í World Class tapaði 270 millj- ónum í fyrra. Hann greiddi sér samt 6 milljón- ir í arð. Og nú er hann að skipta um kennitölu á félaginu. Í fyrra tapaði eignarhaldsfélag Þórðar Más Jóhannessonar 62 milljónum króna og útlitið var afar slæmt. Þá borgaði hann sér persónu- lega 300 milljónir króna í arð. Ef eignarhalds- félagið fer á hausinn ber hann enga ábyrgð á því og heldur 300 milljónunum. Bjarni Ármannsson komst nýlega að þeirri niðurstöðu að hann ætti ekki að borga 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags síns, þótt hann ætti tæpa tíu milljarða króna. „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það,“ útskýrði hann í samtali við DV. Eftir efnahagshrunið hófst innbrotafarald- ur á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að heildar- tjónið vegna innbrota á Íslandi nemi hundruð- um milljóna króna á ári, eða á svipuðu bili og arðgreiðsla Þórðar Más til sjálfs sín og skulda- aflausn Bjarna Ármannssonar milljarðamær- ings. Tryggingarfélögin bæta almenningi að mestu tjónið af völdum innbrotsþjófa. Við fjármálahrunið hækka bankarnir skuldir heimilanna um 300 til 500 milljarða króna. Almenningur tapar því þúsundfalt meira á aðgerðum bankanna en innbrotsþjóf- um. Nú í byrjun mánaðarins hækka bankarn- ir verðtryggð fasteignalán um 0,5 prósent. Sá sem skuldar 20 milljónir missir þar með 100 þúsund krónur um þessi mánaðamót. Fjár- hagslega séð er þetta líkt því að bankinn sendi mann til að taka eina fartölvu af heimilinu um hver mánaðamót. Þetta hefur reyndar skán- að. Fyrir nokkrum mánuðum tóku þeir tvær á mánuði. Bankarnir buðu almenningi upp á að kaupa bíla á erlendum lánum. Félagsmálaráðherr- ann Árni Páll Árnason hefur komið almenn- ingi til bjargar. Samkvæmt tilboði hans mun fólk að lokum hafa keypt einn bíl, en borgað bönkunum fyrir tvo til þrjá bíla, allt eftir um- fangi björgunarinnar. Hér hefur verið búið til kerfi þar sem auð- menn geta ábyrgðarlaust sogið peninga úr fyrirtækjum sínum og fyrirtæki þeirra geta skipulega og löglega svipt almenning eigum sínum. Þeir senda ekki menn til þín, því þeir þurfa þess ekki. Það gerist í heimabankanum. Þetta er ekki aðeins sjálfkrafa eða kerfis- lægt. Ríkisstjórnin ákvað við hrunið að bjarga þeim sem áttu hundruð milljóna króna inni á bankareikningum. Þannig hefur hún bjargað Þórði Má, ef hann kaus að leggja 300 milljón- irnar sínar inn á bankareikning. Þessi dæmi sýna hvað kerfið er vanþroskað þegar kemur að því að gæta hagsmuna fjöld- ans. Harðar refsingar smáþjófa og löglegt arð- rán aðalsmanna á almenningi líkist meira lénsskipulagi en sanngjörnu lýðræði. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Hér hefur verið búið til kerfi þar sem auðmenn geta ábyrgðarlaust sogið peninga úr fyrirtækjum sínum. bókStafLega 22 miðvikudaGur 4. nóvember 2009 umræða Sandkorn n Jón Þorsteinn Jónsson, kenndur við Nóatún, hefur öðlast nokkra frægð eftir að upplýst var að hann skuld- setti börn sín vegna kaupa á hlut í Byr. Jón Þor- steinn, sem er lærður kokkur, var á meðal auðugustu útrásarvík- inganna en hefur tapað stórt eftir hrunið. Þann 24. september varð kappinn fer- tugur. Haldið var upp á afmæl- ið með pompi og prakt og fékk hann margar gjafir. Sérstæðust var vafalítið ferð með loftbelg sem vinir hans gáfu honum. n Marta Guðjónsdóttir, for- maður sjálfstæðisfélagsins Varðar, ætlar að taka slaginn í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir næstu borgarstjórn- arkosn- ingar og stefnir hátt. Marta þykir hafa unnið gott verk í að sætta stríðandi fylkingar í flokknum í kringum REI-málið. Ekki er talið ólíklegt að hún nái að velta Jórunni Frímannsdóttur borgarfulltrúa úr sessi. Jórunn tók þátt í prófkjöri flokksins til alþingiskosninga og mun hafa sagt við það tækifæri að hún væri búin með „to do“ listann sinn í borginni. Hún náði ekki árangri. n Umræðan á netinu á það til að vera dálítið firrt og minn- ir um sumt á þá tíma þegar Jónas Jónsson frá Hriflu var úrskurðaður geðveikur. Nú hafa komið upp efasemdir um geðheilsu Björns Bjarnason- ar, fyrrverandi dómsmálaráð- herra. Hann á reyndar sjálfur frumkvæðið með því að gefa til kynna að Steingrímur J. Sigfússon vilji láta senda sig á geðveikrahæli, rétt eins og gert var við uppreisnarmenn í Sovétríkjunum á sínum tíma. n Um það bil helmingur allra ráðninga í embættismanna- kerfi ríkisins fellur að öllu eða einhverju leyti undir póli- tískar ráðningar samkvæmt rannsókn Gunnars Helga Krist- inssonar, prófessors í stjórnmála- fræði. At- hygli vakti að í upphafi kynningar Gunnars Helga á rannsókn- inni sat einn maður fremst- ur fyrir miðju og fylgdist vel með. Þar var kominn Hannes Hólmsteinn Gissurarson en harðlega var deilt um ráðn- ingu hans í Háskóla Íslands á sínum tíma og hefur hún löng- um verið talin til pólitískra ráðninga. LyNgHáLs 5, 110 ReyKjavíK Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.