Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 9
fréttir 4. nóvember 2009 miðvikudagur 21 Minna greitt til atvinnulausra Vinnumálastofnun greiddi rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysisbætur í byrjun mánaðarins. Eru þetta greiðslur til 13.100 einstaklinga. Upphæð- in er þó nokkru minni en um síðustu mánaðamót þegar rúmir 1,8 milljarðar króna voru greidd- ir. Þá þáðu hins vegar mun fleiri bætur, eða 15.324 einstakling- ar, að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. Brutu rúðu í þinghúsinu Þrír voru handteknir um tvö leytið í fyrrinótt eftir að hafa brotið rúðu í Alþingishúsinu. Um var að ræða tvö ungmenni og einn fullorðinn. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu gat fólkið ekki gefið neinar haldbærar skýringar á skemmdarfýsn sinni. Félag í eigu eignarhaldsfélagsins Materia Invest, sem aftur er í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármann, Þor- steins M. Jónssonar og Kevins Stan- ford, tapaði rúmlega 1.100 milljón- um króna á framvirkum samningum á árinu 2007. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins sem heitir Sól- mon. Félagið hefur ekki skilað árs- reikningi fyrir árið 2008. Magnús Ármann var eini stjórnarmaður fé- lagsins en samanlagt tap þess nam 2.200 milljónum króna árið 2007. Í ársreikningnum er ekki tekið fram í hvaða félagi Sólmon fjárfesti með framvirku samningunum. DV hefur ekki náð í Þorstein til að spyrja hann út í það og Magnús Ármann er búsettur í London – mjög erfitt er að ná í hann. Slíkir framvirkir samningar með hlutabréf eru gjarnan gerðir til að veðja á að hlutabréf í félagi hækki eða lækki. Þá gerir eignarhaldsfélag eða einstaklingur samning við lána- stofnun um fjármögnun á hluta- bréfakaupunum og um að gengið verði eitthvað ákveðið á tilteknum tíma. Ef lántakinn hefur rétt fyrir sér getur hann innleyst mikinn hagnað í lok samningstímans. Hluthafar í FL Group Aftur á móti verður að teljast nokk- uð líklegt að Sólmon hafi veðjað á hækkun hlutabréfa í FL Group á ár- inu 2007. Ástæðan fyrir því að það er líklegt er meðal annars sú að Mat- eria Invest, móðurfélag Sólmons, átti 11,5 prósenta hlut í FL Group og Sólmon sjálft átti 2,3 prósenta hlut. Bæði Þorsteinn og Magnús Ármann sátu í stjórn FL Group en gengi hluta- bréfa í félaginu lækkaði umtalsvert síðla árs 2007. Þetta gæti skýrt tap Sólmons á framvirkum samningum í ársreikningnum en öll þau félög sem gerðu slíka samninga með hlutabréf í FL Group töpuðu á því á árinu 2007. Eins hefur verið greint frá því í fjöl- miðlum áður að Þorsteinn sjálfur hafi átt 0,3 prósenta hlut í FL Group í framvirkum samningum. Stjórnarmenn með framvirka samninga DV greindi frá því í síðustu viku að annar stjórnarmaður í FL Group, Ingibjörg Pálmadóttir, hefði tapað rúmum 315 milljónum króna árið 2007 með því að veðja á hækkun hlutabréfa í FL Group á árinu 2007. Ingibjörg var hluthafi í FL Group og eiginkona helsta hluthafa og stjórn- arformanns félagsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags Ingi- bjargar, ISP. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir ISP í hlutabréfaafleiðum hafi verið nærri 1.230 milljónir króna í árslok 2007 en að eignir félagsins í hlutabréfaafleiðunum hafi verið rúmar 911 milljónir króna. Einnig hefur verið greint frá því í DV að annar hluthafi í FL Group, Þórður Már Jóhannesson fyrrverandi forstjóri eignarhaldsfélagsins Gnúps, hafi árið 2007 tapað 94 milljónum króna á framvirkum samningum í eignarhaldsfélaginu Kríu, sem hann á með Bjarna Ármannssyni, á árinu 2007. Gnúpur var um tíma stærsti hluthafi FL Group með meira en 20 prósenta hlut og Þórður átti 7 pró- senta hlut í Gnúpi. DV hefur heim- ildir fyrir því að framvirkir samning- ar Kríu í Gnúpi hafi verið í bréfum FL Group. Hvorki Þórður Már né Bjarni hafa viljað staðfesta eða neita í samtali við DV að framvirkir samningar Kríu hafi verið með hlutabréf í FL Group. Fyr- irspurnin til Bjarna hefur verið ítrek- uð. Skattrannsóknarstjóri rannsak- ar framvirka samninga Athugun DV á ársreikningum þess- ara aðila sem tengjast FL Group virð- ist því benda til þess að þeir hafi bæði átt hefðbundin hlutabréf í félaginu en einnig bréf sem voru bundin í fram- virkum samningum. Þeir veðjuðu því á að hlutabréfin í eigin félagi myndu hækka í verði. Áhættan sem þessir einstaklingar tóku með þessum fjár- festingum var því tvöföld ef svo má segja. Þeir settu því gríðarlegt traust á hækkun bréfa í FL Group. Embætti skattrannsóknarstjóra rannsakar nú slíka framvirka hluta- bréfasamninga og einn- ig framvirka gjald- miðlaskiptasamninga, en með slíkum samningum er hægt að veðja á hækkun eða lækkun á gengi tiltek- inna gjaldmiðla á tilteknu tímabili. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri aðspurð hvort embættið hafi rannsakað slíka fram- virka samninga sérstaklega og hvort löglega hafi verið staðið að þeim. Rannsóknin nær nokkur ár aftur í tímann og miðar að því að athuga hvort fjármagnstekjuskatti hafi ver- ið skilað af hagnaði þessara samn- inga. „Það er verið að afla gagna frá bönkunum um þessa samninga og fara yfir þau. Meðal annars snýst at- hugunin um hvort fjármagnstekju- skatturinn af hagnaðinum af þess- um samningum hafi skilað sér til ríkisins,“ segir Bryndís en sérstak- ur starfshópur, sem tók til starfa um miðjan október, rannsakar þessi mál nú fyrir embættið. Bryndís segir að nokkur mál sem tengjast slíkum framvirkum samn- ingum séu nú þegar komin á rann- sóknarstigið þar sem grunur leikur á að refsiverð brot hafi verið framin. Aðspurð hvort framvirkir samningar með hluta- bréf í FL Group hafi verið rann- sakaðir sér- staklega segir Bryndís að hún geti ekki rætt um einstök mál. Töpuðu gríðarlega á FL Group Félagarnir Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson töpuðu báðir gríðarlegum fjármunum á FL Group á árinu 2007, meðal annars vegna framvirkra samninga með bréf í félaginu í gegnum eignar- haldsfélagið Sólmon. Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú framvirka gjaldeyrisskipta- og hlutabréfasamn- inga frá árunum fyrir hrun. Grunur leikur á að fjármagnstekjuskattur hafi í ein- hverjum tilfellum ekki verið greiddur af samningunum. Nokkrir aðstandendur FL Group voru bæði hluthafar og veðjuðu á hækkandi gengi bréfa í félaginu. TÖPUÐU RÚMUM MILLJARÐI Á FRAMVIRKUM SAMNINGUM InGI F. VILHjáLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Það er verið að afla gagna frá bönkunum um þessa samninga og fara fyrir yfir þau.“ FL Group í öldudal Jón Sigurðsson tók við sem forstjóri FL Group af Hannesi Smárasyni í desember árið 2007 eftir að rekstur félagsins hafði gengið illa á því ári. Félagið skilaði tugmilljarða tapi og hluthafarnir töpuðu miklum fjármunum því gengi hlutabréfanna lækkaði nokkuð og framvirkir hlutabréfasamningar þeirra með FL-bréf skiluðu tapi. Skattamáli Jóns Ásgeirs frestað Aðalmeðferð í skattamáli ríkis- lögreglustjóra gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Kristínu Jó- hannesdóttur og Tryggva Jóns- syni hefur verið frestað þar til eftir áramót. Málið var á dag- skrá í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag en var frestað þar til í gær og nú þar til eftir áramót. Málið snýst um skattamál systkinanna Jóns Ásgeirs og Kristínar, barna Jóhannesar Jónssonar í Bónus, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Skattrannsóknastjóri vísaði máli þeirra til ríkislögreglu- stjóra á sínum tíma eftir að hafa rannsakað málið. Ekkert að frétta Lögreglan á Suðurnesjum verst enn fimlega frétta í mansals- málinu og gefur ekkert upp um gang rannsóknarinnar. Hún er enn með til rannsóknar grun- semdir um mansal, fjársvik, tryggingasvik, nauðungarvinnu og íkveikjur. Gæsluvarðhald yfir sexmenningunum, fimm Litháum og einum Íslendingi, rennur út síðdegis í dag og þá kemur í ljós hvort krafist verð- ur áframhaldandi gæsluvarð- halds eða hvort ákærur verði gefnar út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.