Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 16
 Miðvikudagur 4. nóvember 200916 Bækur Skáldsaga Dauðinn yfir SteinarSvöllum Steinar Bragi hafði verið iðinn við kolann í skáld- skaparskrifum í um áratug þegar hann „náði í gegn“ í fyrra með hinni mögnuðu skáldsögu Konur. Fyrstu árin sendi Steinar frá sér ljóðabækur og þá sem nú var tungumálið sem hann notar ekki allra. Síðar fór hann að færa sig yfir í meiri prósaskrif og hefur síð- ustu níu ár sent frá sér átta verk sem flokkast ýmist til skáldsagna, smásagna, ör- sagna eða nóvella. Hvað lengri skáldverkin varðar held ég að hægt sé að slá því nokkurn veg- inn föstu að þau hafi alltaf verið sterkari en það sem síðast kom út og náði hámarki í hinnu myrku og stuðandi hrollvekju um þjáningar Evu í háhýsi í Skuggahverfinu sem landaði fullu húsi í einkunnagjöf allra dagblaðanna þriggja hér á landi fyrir einu ári. Nýjasta bók Steinars, Himinninn yfir Þingvöllum, inniheldur þrjár nóvellur sem tengjast ekki með beinum hætti en þó má greina líka þræði í þeim. Í þeirri fyrstu, Rafflesíublóminu, segir frá ungum manni að nafni Emil sem einangrar sig að mestu leyti frá umheim- inum í íbúð sinni á Ljósvallagötu þar sem hann vinnur að ritgerð um dauðann í verkum Halldórs Laxness. En þegar ung kona fer reglu- lega að banka upp á um miðjar nætur í vafasömu ástandi fara skrítnir hlutir að gerast í lífi Emils. Í annarri sögu bókarinnar sem ber heitið Dagar þagnar segir af ungu pari sem vendir sínu kvæði í kross þegar brestir eru komnir í sambandið og flytur til Frakklands þar sem konan fær vinnu á skíða- hóteli í Ölpunum. Karlinn er ánægður með flutningana þar sem þeir gefa honum um leið tækifæri til að sinna bókarskrifum og hér er því kinkað hressilega kolli til einnar frægustu hrollvekju síðustu áratuga, The Shining. Í fjallaþorpinu verður á vegi parsins þýski steingerv- ingafræðingurinn Gottfried Boppi og smávaxni svertinginn Babo en sá fyrrnefndi er mikill kjaftaskur með umdeilda lífssýn, til dæmis þá að illskan sé „sjálfur vaxtarbroddur lífsins“ (116). Félagsskapur slíkra manna veit varla á gott. Svarti hluturinn nefnist síðasta sagan sem jafnframt er sú und- arlegasta. Hún gerist á olíuborpalli sem áður var umlukinn sjó en stendur nú í skrælþurri eyðimörk. Strákur og stúlka, Benni og Ella, vakna þar einn daginn við það að ekki einungis hafið er gufað upp heldur einnig allar aðrar lífverur sem áður voru á pallinum, ef frá er talið eitt hestsgrey. Skömmu seinna kemur svo hinn langi og horaði John ríðandi inn í söguna eins og kúrekinn á gresjunni og hefst brátt handa við að kanna ranghala og myrkur iðra jarðar með vanmáttugri aðstoð unga fólksins. Í öllum sögunum eru ungur maður og ung kona í aðalhlutverki og aðstæðurnar nöturlegar og þrúgandi. Tómleiki og drungi húma yfir og, eins og iðulega í sögum Steinars Braga, er lítil sem engin von til staðar. Persónurnar eru kannski ekki að breyta rangt eða sí og æ að mistakast en þær færast samt sífellt nær myrkrinu, hryllingnum og dauðanum. Þær eru ekki endilega búnar að kveðja þessa jarðvist í sögulok, en von manns fyrir þeirra hönd er engin. Allt stefnir í glöt- un. Gildir þá einu hvaða mannkostum persónurnar búa yfir í byrj- un og hvort vilji þeirra sé góður eða illur. Steingervingafræðingurinn í Dagar þagna segir á einum stað að saga heimsins sé grundvölluð á dauða (111). Sömu sögu má segja um söguheim Steinars Braga í þessari bók. Höfundurinn var ekki öfundsverður af því að þurfa að fylgja eft- ir jafn dásamaðri bók og Konum. Rafflesíublómið er mögnuð saga; listilega skrifuð með snjallri afvegaleiðingu og þrusuendi. En sög- urnar tvær sem fylgja halda ekki sama dampi. Það er sérstaklega miður í eins frumlegri og drungalegri sviðsetningu og eyðimerkur- borpallurinn í lokasögunni er þar sem hross fær að japla á vöðvum Jóa Fel (191). Af Steinari verður hins vegar ekki tekið að hann er afar frumlegur og maður veit aldrei hvert hann ætlar með mann, sama hvort hann er staddur með mann á kaffihúsi í Reykjavík, í franskri skíðabrekku eða myrkustu iðrum jarðar. KriStján Hrafn GuðmunDSSon Himinninn yfir ÞinGvöllum Steinar BragiÞrjár misgóð- ar sögur þar sem tómleiki, drungi og dauði eru meg- instefin. Fyrsta sagan mögnuð, hinar síðri. Útgefandi: Mál og menning BÆKUR: Bækur Þórarins Eldjárn fá sjaldnast slæma dóma. Yfirleitt eru þær þó heldur ekki lofaðar sem stórvirki eða „skyldu- lesning“. Ástæðan fyrir þessu er sú að Þórarinn er sennilega allt of góður rithöfundur til að skrifa vonda bók en svo virðist alltaf eitthvað vanta í bækurnar hans til að lesendur hefji þær upp til skýjanna og viðhafi um þær stór orð. Að þessu leyti virðist Þórarinn fastur í meðalhófinu: Hann misstígur sig ekki en nær heldur ekki upp í hæstu hæðir með áhrifum sínum á lesandann. Bækurnar hans renna þægilega og snurðulaust áfram og láta lítið yfir sér við fyrstu sýn. Ég fullyrði að enginn hafi nokkru sinni tekið andköf út af bók eftir Þórarin. Lesandinn veit hins vegar hvar hann hefur Þórarin og að hann muni ekki verða fyrir vonbrigðum yfir lestrinum: Hann mun alltaf fá vandaða og góða bók. Þetta á líka við um nýjasta smásagnasafn hans, Alltaf sama sagan. Í smásögunum, sem eru 11 talsins, koma fram öll helstu og þekktustu höfundareinkenni Þórarins sem lesendur hans geta gengið að. Vandaður og yfirvegaður stíll sem aug- ljóst er að legið hefur verið mikið yfir, lágstemmd hnyttni eða kankvísi – „ísmeygilegur“ er annað orð sem notað er um þetta einkenni Þórarins á kápu bókarinnar – og barns- leg en hófsöm leikgleði með orð og tungumálið. Hér er margt vel gert og hugsað enda tekur enginn það frá Þórarni að hann er góður handverksmaður og oft fundvís á góðar hugmyndir. Svipmyndirfrekarensögur Þórarinn er í grunninn ljóðskáld og sést það á því hvern- ig hann skrifar: Sögurnar eru margar líkari öguðum ljóð- um þar sem höfundurinn er á eintali um hugðarefni sín frekar en að byggður sé upp söguþráður með framvindu frá upphafi til enda. Samtöl í bókinni eru ekki mörg eða persónur. Hér er nánast frekar um að ræða hugleiðingar, svipmyndir eða stemningar frekar en sögur því höfund- urinn hefur nánast alltaf orðið sjálfur. Litlar, fínlegar og næmar myndir eru aðall Þórarins þegar honum gengur sem best við skrifin, myndir sem nánast geta staðið sjálfstæðar eins og ljóð: „Þau stóðu og horfðu um stund. Hann smeygði handlegg um mittið á Rósu og hún hallaði sér að honum, lagði höfuðið á öxl hans. Hann þrýsti vörum að hvirfli og púaði laust ofan í hársvörðinn.“ (Bls. 24). Slíkir fallegir sprettir, setningar og efnisgreinar eru víða í bókinni. Gripiðítómt Vandamálið við þessar sögur er hins vegar helst það að stundum spyr lesandinn sig hvert Þórarinn sé eiginlega að fara með frásögninni því erfiðlega getur gengið að tengja við hann og skilja af hverju eitthvað sem hann seg- ir er forvitnilegt eða áhugavert. Þórarinn verður kannski stundum það „ísmeygilegur“ að inntak þess sem hann vill segja fer fyrir ofan garð og neðan. Lesandinn les en spyr sig af hverju orð Þórarins séu áhugaverð. Þetta er gagnrýni á inntak smásagnanna en ekki stílbrögð Þórar- ins og vald á tungumálinu – þau atriði eru hafin yfir allan vafa: Þórarinn gæti skrifað vel gerðar og vandaðar setn- ingar um nánast hvað sem er. Þessi gagnrýni á til dæmis við um sögurnar Kauða og Hvaðefsögu. Báðar eru eintal Þórarins, vangaveltur sem snúast fyrst og fremst um sniðuglegheit hans og hnyttni. Þórarinn nær oft ekki að hreyfa við lesandanum eða vekja hjá honum neinar tilfinningar eða nýjar hugsanir. Les- andinn les söguna en spyr sig svo: Hvað er merkilegt við þessa sögu? Og svo grípur hann í tómt. Glímtviðefnahagshrunið Þó er það ekki svo að þetta eigi við um allar sögurnar því í sumum þeirra er að finna skarpa og beitta greiningu og gagnrýni á íslenskan samtíma. Þarna kveður við tón hjá Þórarni sem er nokkuð sjaldséður því hann er ekki vanur að skrifa texta sem í felst augljós siðferðilegur boðskapur eða gagnrýni. Nokkrar af sögunum eru aftur á móti augljós til- raun Þórarins til að glíma við og segja sínar skoðanir á ís- lenska efnahagshruninu og þeirri heimspeki sem leiddi til þess. Þessar tilraunir Þórarins eru að öllum líkindum þær fyrstu í skáldskaparformi hér á landi þar sem tekist er á við hrunið. Hér hef ég sérstaklega í huga sögurnar Maður einn og Draugaborgin en í þeim birtist siðferðileg sýn Þórarins í skýrari mynd en oft áður; hann predikar ekki en lífsgildi hans leyna sér ekki sögunum. Andleghliðþjóðar Í sögunni Maður einn lýsir Þórarinn manni einum sem hann kallar holmenni. Einkenni holmennis Þórarins er að það á sér ekkert andlegt líf þrátt fyrir að njóta „hylli í leik og starfi“. Líf holmennis einkennist af einskærri velgengni og hann spilar vel úr þeim tækifærum sem hann hefur, en: „Innra með honum var þó allt við það sama, þar var ná- kvæmlega ekkert til staðar,“ (bls. 80). Þess vegna er hann holmenni því hann er yfirborðið eitt, tóm skel sem þó glitr- ar á í sólinni. Þessi texti Þórarins er eiginlega mannlýsing – eða mannleysulýsing – sem svipar til þess bókmennta- forms sem stundum er kennt við forngríska heimspeking- inn Þeófrastos og lýsinga hans á manngerðum. Persónulega komst ég ekki hjá að tengja andlegt líf hol- mennisins við þá gegndarlausu efnishyggju og græðgis- væðingu sem einkenndi Ísland fyrir efnahagshrunið í haust. Mér fannst mannlýsingin passa ansi vel við marga af útrásarvíkingunum okkar og helstu gerendur hrunsins sem margir hverjir virðast ekki hugsa siðferðilega um hlut- ina. Kannski má fara lengra með hugsunina og líta söguna um holmennið sem líkingu við andlegt líf íslensku þjóðar- innar á liðnum árum þegar efnishyggjan reið hér húsum á kostnað siðferðisins og andlegs lífs. Holmenni Þórarins get- ur bæst í hóp manngerða Þeófrastosar sem einhvers konar táknmenni fyrsta áratugar 21. aldarinnar á Íslandi. Afleiðingarandleysis Ef líta má á Mann einn sem lýsingu á ákveðinni lífssýn einstaklings má segja að Draugaborgin sé saga um afleið- ingar þess þegar margir tileinka sér þessa heimspeki hol- mennisins sem þar er lýst. Draugaborgin fjallar um það hvað gerist í borg þar sem fólk heldur að sé til svo mikið af peningum; gríðar- leg uppbygging hefst, byggingakranar spretta upp í tuga- vís því allir vilja reisa sér ný hús og til verður mikið af ríku fólki sem siglir um göturnar á bílum sem skera sig úr fjöldanum. (Bls. 115-116). En á endanum kemur í ljós að peningarnir sem byggja átti fyrir voru ekki til og því standa húsin eftir hálfkláruð og mannlaus. Eitt sterkasta augnablik bókarinnar kemur svo þeg- ar Þórarinn líkir byggingakrönunum sem enn gnæfðu yfir mannlausum hverfunum, þegar ljóst var að velmeg- unin var byggð á sandi, við „risavaxna gálga“ (bls. 117). „Það var eins og fjöldaaftökur stæðu fyrir dyrum. Undar- leg sjón og allt að því fáránleg í landi eins og þessu sem stærði sig af því að hafa fyrir löngu hafnað dauðarefsing- um,“ segir Þórarinn í sögunni og talar líklega beint inn í samfélagsástandið á Íslandi með þessum orðum sínum og greinir það vel. Þessir sprettir Þórarins í bókinni gera hana að mörgu leyti áhugaverða fyrir íslenska lesendur nú um stundir, þó einhverjum gæti reynst erfiðara að tengja við ýmis- legt annað frá honum úr bókinni. Reyndar er greiningin í þessum tveimur sögum svo góð, og margar af setningum Þórarins og líkingum svo eftirminnilegar, að þeirra verð- ur líklega minnst á næstu árum sem mikilvægs innleggs í eftirhrunsbókmenntir Íslendinga – bókmenntir þar sem öðrum þræði er reynt að gera upp við efnahagshrunið. Góðu sögurnar í bókinni yfirgnæfa því tvímælalaust það sem ekki er eins vel gert í henni. Svo er bara að vona að Þórarinn haldi áfram að sýna þessar beittu hliðar sínar í næstu bókum því hann getur augsýnilega skrifað texta sem er með því besta sem gerist hér á landi þegar sá gáll- inn er á honum. inGi f. vilHjálmSSon Beittari Þórarinn ÞórarinnEldjárnEr í grunninn ljóðskáld sem sést á því hvernig hann skrifar, segir gagnrýnandi. MYND Bragi Þór JósEfssoN alltaf Sama SaGan Þórarinn EldjárnMargar hug- myndaríkar smásögur með beittari blæ en áður hjá Þór- arni. Stíllinn er yfirvegaður og vandaður. Útgefandi: Forlagið HArmurEnGlAnnA Eftir Jón Kalman stefánsson ÆvintýrAEyjAn Eftir Ármann Þorvaldsson Hrunið Eftir guðna Th. Jóhannesson HvítAbókin Eftir Einar Má guðmundsson SofAndiAðfEiGðAróSi Eftir ólaf arnarson íSlEnSkAEfnAHAGSundrið: fluGEldAHAGfrÆðifyrir byrjEndur Eftir Jón fjörni Thoroddsen StúlkAnSEmlékSérAð Eldinum Eftir stieg Larsson lAurAoGjulio Eftir Juan José Millás HEitArlAuGAráíSlAndi Eftir Jón g. snæland og Þóru sigurbjörnsdóttur mAtSvEppirínáttúru íSlAndS Eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur Fyrri bókadómar á árinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.